Samvinnan - 01.06.1968, Qupperneq 18

Samvinnan - 01.06.1968, Qupperneq 18
ugu, og efnahagsástandið batnaði veru- lega. í heimsmálunum var de Gaulle sem fyrr einn á báti. Aðrir vildu fund æðstu manna; ekki de Gaulle. Aðrir vildu samn- inga um Berlín; de Gaulle einungis með miklum fyrirvörum og eftir langt hik. Aðrir hættu tilraunum með kjarnavopn; de Gaulle hélt þeim áfram á Sahara- eyðimörkinni, þráttfyrir kröftug mót- mæli nærliggjandi ríkja. De Gaulle var heldur kuldalegur í garð Atlantshafs- bandalagsins og hrakti það frá París um það er lauk. Sameinuðu þjóðunum sýndi hann lítilsvirðingu vegna þess að þær voru undir áhrifum ríkjanna í Asíu og Afríku sem gagnrýndu Frakkland harð- ast. Alltaf og alstaðar var það megin- verkefni hans að halda fram og tryggja stórveldisstöðu Frakklands og verja hags- muni Frakka. í nýlendumálum gerði hin óvænta bylting de Gaulle fært að byrja á nýjan leik. Hann tíndi saman brot franska heimsveldisins og franska samveldisins og gaf öllum frönskum nýlendum kost á að velja milli algerra slita við Frakkland og áframhaldandi tengsla við það innan „Franska samfélagsins" (innan þess gætu þau einnig fengið fullt sjálfstæði). Aðeins Guinea kaus að slíta sig úr öllum tengslum við Frakkland. Þannig var ný- lendustefna de Gaulles loks orðin í sam- hljóðan við 20. öldina. Alsír-vandinn var óleystur. De Gaulle fór varlega í sakirnar, var bæði raunsær og slægur, hélt ræður sem létu uppi allt og ekkert, vakti sundurleitustu vonir. Þegar frá leið og sigur Frakka var jafn- fjarri og áður, fóru herinn og landnem- arnir að óróast: de Gaulle beindi máli sínu til Serkja, hann réðst á mismunun kynþátta og fátækt, hann flutti Salan Wilson forsœtisráöherra Breta rœðir við de Gaulle. De Gaulle á blaðamannafundi í nóvember 1967, þar sem hann varði andstöðu sína gegn aðild Breta að Efnahagsbandalaginu. burt frá Alsír og hóf hreinsun innan hersins, hann sýknaði dauðadæmda hermdarverkamenn, hann ræddi um möguleikann á samningum við uppreisn- armenn, og loks gaf hann varkárt sam- þykki sitt við sjálfsákvörðunarrétti. Hægrimenn og herinn urðu þrumu lostn- ir. Þeir höfðu sett í veldisstól einlægan ættjarðarvin eða réttara sagt tákn sem þeir ætluðu að nota meðan þeir færu sjálfir með raunveruleg völd, en hér var þá kominn frjálslyndur framfarasinni sem var ofaní kaupið slóttugur stjórn- málamaður. Þegar Massu, hershöfðingi fallhlífasveitanna, réðst harkalega á de Gaulle og var kvaddur til Parísar, brauzt út ný uppreisn í Alsír (janúar 1960), en fallhlífahermennirnir hreyfðu hvorki legg né lið. De Gaulle var einbeittur og ákveðinn. Hann flutti tilfinningaríkt en skynsamlegt ávarp til hersins í útvarp (hann þurfti ekki að heita á Frakka í þessu tilviki) og vann fullan sigur. Upp- reisnin fór útum þúfur, forsprakkar hennar voru handteknir. í apríl 1961 var gert annað samsæri gegn de Gaulle í hernum undir forustu Challes hershöfð- ingja, en það fór líka útum þúfur, að- allega vegna þess að atvinnuhermenn- irnir neituðu að styðja það. Mánuði síð- ar hófust loks friðarviðræður. Löngu eft- ir að hættulegt var orðið fyrir de Gaulle að fara til Alsír, fór hann þangað ósmeyk- ur til að leggja áherzlu á vald fimmta lýðveldisins og forseta þess. Meðan hin- ar leynilegu, langvinnu og skrykkjóttu friðarviðræður fóru fram, myrtu óaldar- flokkar Frakka í Alsír og víðar Serki, og stundum var hefnt fyrir þessi morð með grimmilegum hætti. í Frakklandi gekk „Leyniher“ Salans hershöfðingja, öðru nafni O. A. S., berserksgang, kom fyrir plastsþrengjum hvar sem hann sá sér fært, gerði nokkur banatilræði við manninn sem nokkrum árum áður hafði átt fullan stuðning þessara hægrisinn- uðu öfgamanna. Salan var handtekinn í Alsír og dæmdur til dauða, en de Gaulle breytti dóminum í ævilangt fangelsi. Meðan þessu fór fram flúðu hundruð þúsunda Evrópumanna frá Alsír til Frakklands, og Alsírbúar fengu um síðir sjálfstæði sitt 1962. Óhætt mun að fullyrða að enginn nema de Gaulle hefði getað stýrt Frakk- landi gegnum þessa erfiðu raun. Hann lét hvorki banatilræði né annað trufla hugarró sína og einbeitni, virti að vett- ugi skammir blaða og stjórnmálamanna, og kom því til leiðar að eftirmaður hans yrði kjörinn með þjóðaratkvæði. í sept- ember 1962 fór hann í opinbera heim- sókn til Þýzkalands til að færa mönnum heim sanninn um hina nýju Evrópu, sem reist hefði verið á rústum margra styrjalda. Hinsvegar hélt hann áfram að meina Bretum inngöngu í Efnahags- bandalagið og hló að þeim Frökkum og öðrum sem töluðu um sameinaða Evrópu eða Bandaríki Evrópu — það gæti aldrei samrýmzt mikilleik og hlutverki Frakk- lands. í janúar 1963 voru sættir Frakka og Þjóðverja formlega innsiglaðar með samningi þeirra de Gaulles og Adenau- ers. Síðan hefur de Gaulle mjög treyst vináttubönd sín við Kína og Sovétríkin, rómönsku Ameríku og fyrri nýlendur Frakka í Afríku. Hann hefur ferðazt um heim allan til að leggja grunninn að hinu nýja hlutverki Frakka utan þröngra hernaðarbandalaga; hann hefur hrakið Atlantshafsbandalagið burt frá París, unnið markvisst að því að draga úr valdi og áhrifum Bandaríkjamanna í Evrópu og orðið mikið ágengt. En stund- um hefur hann óneitanlega hlaupið á sig, einsog þegar hann hvatti Frakka í Kanada til sjálfstæðis. De Gaulle er og verður leyndardóms- fullur maður, en hann hefur jafnan get- að hreyft við ímyndunarafli manna, vak- ið þá bæði til hrifningar og haturs, og það er með mörgu öðru til marks um snilligáfu hans. 18
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.