Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 19
Lars Lundin Erlendur Einarsson Jónas H. Haralz Hannibal Valdimarsson Gunnar Guðbjartsson Bjarni Einarsson Helgi Bergs Björn Teitsson Baldur Öskarsson LARS LUNDIN: NORRÆNA SAMVINNUSAMBANDIÐ 1968 í ár verður óvenjulega mik- ið um að vera, þegar Norræna samvinnusambandið (Nordisk Andelsforbund: NAF) heldur árlegan aðalfund sinn í Kaup- mannahöfn. Þá eru liðin fimmtiu ár frá því að sam- bandið var stofnað að Frogner- setri skammt fyrir utan Osló, og að sjálfsögðu verður að minnast þess. Það verður samkoma í ráð- húsi Kaupmannahafnar, þar sem ráðherrar og aðrir hátt- settir gestir mæta; þar verða haldnar hátíðaræður, sýndur ballett og leikin tónlist, og þar verða viðstaddir meira en fimm hundruð gestir frá öllum Norðurlöndum. Afmælisins verður einnig minnzt úti í verzlunum kaup- félaganna. Það verður „Norræn vika“, sem stendur yfir í hálf- an mánuð, í öllum samvinnu- verzlunum á Norðurlöndum — þær eru samtals rúmlega 18.000 — sem eins konar staðfesting á samheldninni innan samvinnu- hreyfingarinnar á Norður- löndum. Það er eðlilegt, að slíkur við- burður sé haldinn hátíðlegur með mikilli viðhöfn. Það er líka eðlilegt, að menn staldri andartak við á slíkum tíma- mótum og íhugi, hvað hafi áunnizt, hvernig staðan sé í HREVFINGIN dag, og hvernig megi bezt búa sig undir framtíðina. Norræna samvinnusamband- ið náði ekki yfir öll Norður- lönd í upphafi. Af pólitískum ástæðum urðu Finnar að bíða í tíu ár, og íslendingar komu ekki í hópinn fyrr en 1949. En þá var líka öll hin norræna fjölskylda sameinuð innan NAF. Það sem fyrst og fremst vakti fyrir stofnendunum var að fá sitt eigið sterka inn- flutningsfyrirtæki, sem gæti annazt aðflutninga á lífsnauð- synlegum innflutningsvörum handa kaupfélögunum undir þeim kringumstæðum sem þá voru ráðandi. Eftir því sem aðstaðan til vöruöflunar batnaði varð að- alviðfangsefnið smám saman meira að ná beinum sam- böndum við framleiðslulöndin og einbeita kröftunum að því að gera sem ódýrust og bezt innkaup — að forðast milliliði og láta eigin sérfræðinga velja það bezta á markaðnum. Annað mikilvægt verkefni var að útvega innflutningsum- boðsmenn fyrir samvinnumark- aðinn. Þetta tókst á millistríðs- árunum að því er snerti allar mikilvægustu vörurnar. Um- boðslaunin féllu í hlut NAF, sem gat þannig greitt rekst- urskostnað sinn og lagt í vara- sjóði, en hafði samt oftast meir en helming þeirra eftir til að skila aðildarsamböndun- um sem arði. Með eftirstríðsárunum þró- aðist heimsverzlunin í nýjar áttir. Flugið og fjarskiptin höfðu flutt löndin nær hvert öðru, og hagræðing og aukin samkeppni dró úr þýðingu um- boðsmannanna. Ef þeir vildu fylgjast með tímanum, urðu kaupendurnir því að fara sjálf- ir út á heimsmarkaðinn og gæta hagsmuna sinna þar sem vörurnar voru framleiddar og seldar. Þegar árið 1919 hafði NAF opnað fyrstu skrifstofu sína erlendis, og var hún i Lundún- um, sem þá var miðstöð verzl- unar með flestar mikilvægustu nýlenduvörur. Frá þeim tíma hefur mikilvægi Lundúna- markaðarins minnkað — ný- lenduveldi Breta er liðið undir lok, sterlingspundið og brezku bankarnir gegna ekki sama hlutverki við greiðslur á milli landa og fyrr, og margar vörur leggja nú leið sína framhjá kauphöllunum í City. En London er áfram ein af mikilvægustu fverzlunarmið- stöðvum heimsins, og það rík- ir engin deyfð á skrifstofu NAF í hjarta City. Þar kaup- ir Tor Teian frá Noregi, ásamt enskum samstarfsmönnum sínum, kakóbaunir frá Ghana og Brasilíu af umboðsmönnum í og nálægt Mincing Lane handa hinum fjórum norrænu súkkulaðiverksmiðjum. Þar eru teknar skjótar og spennandi ákvarðanir, og innkaupastjór- ararnir í Osló, Kolding, Kalm- ar og Helsingfors fá ekki marg- ar mínútur, þegar þeir verða að ákveða sig. Te er auðvitað líka keypt í London, ásamt margs konar olíuhráefnum, hrágúmmíi, kryddvörum, sís- al og mörgu fleira, sem sam- tals gefur heildarveltu sem nemur meira en 100 milljón- um danskra króna á ári. 1955 var næsta skrifstofa NAF opnuð, og þá var ein- göngu hugsað um kaffið, sem er ein af mikilvægustu vör- unum. NAF er stærsti kaffi- kaupandi í Evrópu, og er ár- legt magn 45 milljónir kílóa. Af því kemur mestur hluti frá Brasilíu, og markaðurinn fyrir það er við kaffigöturnar í Sant- os. Þar hefur John Wolthers frá kaffideild NAF keypt kaffi undanfarin þrettán ár handa kaupfélögunum á Norðurlönd- um. Hann fylgist nákvæmlega með öllum breytingum á mark- aðnum, og með hjálp fjarrita fylgist hann með þörfunum heima fyrir, svo að hann getur nákvæmlega á réttu andartaki útvegað tilboð um einmitt þær kaffitegundir sem hinir vand- látu neytendur óska að fá. í Valencia rekur NAF einn- ig skrifstofu, þar sem starfa danskur skrifstofustjóri, Ole Andresen að nafni, og finnskur aðstoðarmaður hans. Þeir kaupa auðvitað fyrst og fremst appelsínur, sítrónur og tómata, en smátt og smátt hafa einn- ig niðursoðnir ávextir og græn- meti farið að verða allstórir liðir í innkaupum þeirra. í seinni tíð hefur líka verið far- ið að senda tómata og jarðar- ber með flugvélum. Þá eru not- aðar leiguflugvélar, og verður okkar fólk á staðnum heldur en ekki að sjá um, að vörurn- ar þurfi ekki að bíða. í Bologna hefur Roland Matz frá Stokkhólmi svipað starf með höndum og fæst við ítalsk- ar vörur. Sér til aðstoðar hef- ur hann duglega svissneska konu, sem talar jöfnum hönd- um sænsku, þýzku og ítölsku. 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.