Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 21
um slíkt samstarf hafa þegar verið teknar, og undirbúningur er hafinn. Reyndar er þegar fyrir hendi nokkurt fram- leiðslusamstarf á takmörkuð- um sviðum, sem hefur gefið reynslu er sýnir, að slíkt sam- starf er framkvæmanlegt ef Táknmynd aj NAF-skipinu sem kemur hlaöið varningi til sam- vinnufélaganna á Norðurlöndum. menn vilja. Og viljinn er fyrir hendi — á því er ekki nokkur vafi. Og það er þannig sem mál- in hafa þróazt undangengin fimmtíu ár, og að svo komu má snúa aftur að því takmarki, sem stofnendurnir settu sér í samþykktum Nordisk Andels- forbund: „Þegar samstarfið hefur náð því marki, sem sett hefur ver- ið, má auka starfsemina og hefja rekstur ræktunarstöðva, skipaútgerð og iðnrekstur eftir því sem aðalfundur kveður nánar á um.“ Lars Lundin. ERLENDUR EINARSSON: SAMVINNU- HREYFINGIN I. „Treður á foldarvör" Þegar þetta er skrifað í byrj- un maímánaðar 1968, er hafís landfastur við Norðurland. Eitt af samvinnuskipunum, m/t Stapafell, er teppt vegna haf- íss á Raufarhöfn. Við Aust- firði er óvenjumikill hafís, og hefur hann færzt suðvestur með ströndinni og er nú kom- inn suður á móts við Horna- fjörð. Mikið frost hefur verið norðanlands, og menn bera kvíðboga fyrir framgangi bú- fjárins, en sauðburður er nú að hefjast. Veturinn hefur verið harður, og stórtjón hefði hlot- izt af, ef ekki hefði reynzt unnt að tryggja bændum fóðurbæti, en innfiutningur hans hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr frá s.l. veturnóttum. Hafísinn, þessi forni fjandi íslendinga, minnir þjóðina á þá staðreynd, að hún býr við yztu höf. Það sem af er þess- ari öld hefur hafísinn að mestu látið þjóðina í friði. Menn áttu yfirleitt ekki von á því, að hafís gæti ógnað afkomu fólks í mörgum byggðarlögum. Þjóð- in hefur lifað í vellystingum undanfarin ár, og hvert happ- ið á fætur öðru, hagstæðir markaðir fyrir útflutningsaf- urðir, mikill afli og góðæri til landsins, hefur orkað á þjóð- ina sem einskonar víma. En nú er „ballið búið“, og það er eins og hafísinn, sem „treður á fold- arvör", árétti þá miklu alvöru, sem þjóðin stendur nú frammi fyrir. Á síðari hluta aldarinnar sem leið voru mikil harðæri hér á landi. Lá hafís löngum landfastur við Norðurland. Fjöldi fólks missti þá trú á landið og leitaði betri afkomu í fjarlægum löndum. Hófust þá fólksflutningar til Vestur- heims. En íslendingar höfðu fyrr þurft að þola margar þrautir og þungar. Þeir voru enda langtum fleiri, sem treystu á framtíðina í land- inu, þótt óáran og erlend stjórn syrfi að afkomu al- mennings. Þess vegna var um að gera að snúa vörn í sókn, og þjóðin eignaðist á þessum árum marga afburðamenn á sviði félags- og framfaramála. Án efa eru það hugsanir þess- ara forystumanna og fólksins, sem trúði á landið sitt þrátt fyrir erfiðleikana, sem endur- speglast í þessum ljóðlínum úr kvæði Hannesar Hafsteins um hafísinn: „Öllum hafís verri er hjartans ís, er heltekur skyldunnar þor. Ef hann grípur þjóð, þá er glötunin vís, þá gagnar ei sól né vor.“ Það var á hafísárum aldar- innar sem leið, að fyrsta kaup- félagið á íslandi, Kaupfélag Þingeyinga, var stofnað, árið 1882, að Þverá í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu. Það er engin tilviljun að fyrsta kaup- félagið var stofnað í Þingeyj- arsýslu. í þeirri sýslu voru margir afburðamenn á sviði félagsmála, og auk þess átti fólkið í sýslunni m. a. mikilla hagsmuna að gæta vegna harð- inda og hafíss að ná fram um- bótum í verzlunar- og við- skiptamálum sínum. Þingeyingar og aðrir, sem fylgdu fljótt í kjölfarið, fóru leið samstarfs og samvinnu. Með því að taka höndum sam- an í skipulegu félagsformi sam- vinnu náðu þeir fljótt ótrú- legum árangri í því að bæta lífsafkomu fólksins. Samstarf- ið og samvinnan gerði byggð- arlögin að stærri og sterkari einingum, bæði inn á við og út á við. Viðskiptakjörin bötn- uðu stórlega. Hærra verð fékkst fyrir búvörurnar, sem fólkið framleiddi, með niður- skurði milliliða, og jafnframt lækkaði verð innfluttra vara af sömu ástæðum. Það varð þannig tvöfaldur hagnaður af samvinnustarfinu. Það er því staðreynd, að þeg- ar kaupfélögin komu til sög- unnar í lok 19. aldar og um aldamótin, verður mikil breyt- ing til hins betra. Ný þáttaskil verða í verzlunarmálunum. ís- lendingar eru að byrja að taka verzlunina í sínar hendur. Breytingarnar má þakka bæði kaupfélögunum og íslenzkum kaupmönnum, sem þá fóru einnig að láta til sín taka í verzlunarmálunum. II. Burðarásar í byggðar- lögunum Eftir því sem atvinnulífið þróaðist hér á landi með vax- andi verkaskiptingu og tækni, reis upp atvinnurekstur í land- inu. Fyrirtæki voru stofnsett á sviði verzlunar og framleiðslu. Allt fram á 20. öldina voru verzlanir helztu fyrirtækin. Verzlanirnar keyptu fram- leiðsluvörurnar og fluttu út og önnuðust innflutning á neyzlu- vörum. Bæði framleiðsla og innflutningur var þá fábreytt- ur. Þegar Danir ráku hér verzl- unina í skjóli dönsku einokun- arinnar, fluttist hagnaðurinn af verzluninni, sem þá var til- tölulega mikill miðað við fólks- fjölda, til Danmerkur. Og það var ekki fyrr en íslendingar voru farnir að taka verzlunina í sínar hendur, að innlend f jár- myndun í þessum atvinnu- rekstri átti sér stað. Með til- komu þilskipanna hófst hér sjávarútvegur og fór þá oft saman rekstur verzlunar, út- gerðar og fiskvinnslu. Þegar kaupfélögin komu til sögunnar, tóku þau víða smám saman stóran hluta af verzlun- inni í sínar hendur. Vegna þess að félögin uxu upp úr bændajarðvegi, beindist þjón- usta þeirra fyrst og fremst að þeirra tíma höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar. Félögin tóku til sölumeðferðar landbúnaðaraf- urðir bænda og stofnsettu síð- ar meir vinnslustöðvar fyrir landbúnaðinn. Félögin urðu því fljótlega viðskiptamiðstöðv- ar í bæjum og kauptúnum fyr- ir sveitir landsins. Með vaxandi sj ávarútvegi, þegar kemur fram á 20. öld- ina, byrja kaupfélögin í aukn- um mæli að taka til sölu sjáv- arafurðir og annast vinnslu sjávarafurða. Með tilkomu frystihúsanna, en kaupfélögin og Sambandið höfðu á sínum tíma forgöngu um uppbygg- ingu þeirra úti á landsbyggð- inni vegna kjötfrystingarinn- ar, jókst þátttaka félaganna í vinnslu og sölu sjávarafurða. Á mörgum stöðum á landinu kom það í hlut kaupfélagsins á staðnum að taka við starf- rækslu fiskfrystihúss eða fisk- vinnslustöðvar, þegar aðrir að- ilar höfðu hætt slíkri starf- semi. Þegar atvinnumál kaup- túna voru í hættu var kaup- félaginu beitt fyrir vagninn. Félagsfólkið átti þá mikið í húfi og ákvað að nota samtök sin til þess að halda uppi at- vinnu. Til að létta félagsmönn- um þennan margþætta at- vinnurekstur í þágu landbún- aðar og sjávarútvegs lagði fé- lagsfólkið félögunum til fjár- magn gegnum innlánsdeildir og með stofnsjóðsinnstæðum, enda þótt slíkt hrykki víða skammt, þegar um meiriháttar fjárfestingar var að ræða. Eftir að starfsemi Sam- bandsins kemur í alvöru til sögunnar upp úr 1917, þróast málin þannig að félögin verða smám saman burðarásar byggðarlaganna víða á land- inu. Þessir burðarásar reynd- ust víðast hvar ómetanlegir fyrir atvinnuuppbygginguna í byggðarlögunum til lands og sjávar. Akureyri og Eyjafjörð- ur er gleggsta dæmið í þessum efnum. í samvinnustarfinu skapaði fólkið sjálft ótrúlega mikið afl til átaka á ýmsum sviðum, oft við erfiðar aðstæð- ur. Samstarfið stækkaði byggðarlögin. Af reynslu fyrri ára lagði fólkið mikið upp úr því ákvæði samvinnulaganna, að ekki var unnt að flytja eignir samvinnufélags úr hér- aði ef kæmi til félagsslita. Þegar rætt er um íslenzkan 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.