Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 23
Þegar þessi aðaleinkenni eru athuguð kemur berlega í ljós, að í samvinnufélögunum er það ekki (hagnaðarvonin af fjármagninu, sem er aðaldrif- fjöðrin, heldur trúin á lýð- ræðislegt og frjálst samstarf, sem á að tryggja sanngjarnt verð fyrir þjónustu og við- skipti, með því að tekjuafgang- ur er endurgreiddur í hlutfalli við viðskipti hvers félags- manns. Nú er það svo, að sjálft fé- lagsformið er ekki út af fyrir sig nein trygging fyrir góðum rekstrarlegum árangri. Þar kemur svo ótalmargt annað til greina. Samstaðan um félagið skiptir miklu máli og þá áhugi félagsmanna. Stjórnun félag- anna skiptir nú orðið meira máli en flest annað. Stjórnun- armál í hinu margbrotna og að mörgu leyti erfiða ástandi þjóðlífsins eru orðin heil vís- indagrein. Hinar stóru iðnað- arþjóðir Vestur-Evrópu tala nú mikið um „stjórnunarskarð" (management gap) í sam- anburði við Bandaríkin. Hvað mœtti þá segja um okkur ís- lendinga? Og hvernig er að- staðan í þessum efnum úti í byggðarlögunum hér á landi? Vantar ekki lækna, presta og kennara í mörg byggðarlög? Er þá nokkur furða, þó ekki sé auðvelt að £á sérmenntaða menn í stjórnunarfræðum til að takast á hendur fram- kvæmdastjórnarstörf í dreif- býlinu hér á landi? Svo ekki sé talað um ríkjandi aðstæður í rekstri flestra fyrirtækja nú á tímum. Hvað sem öllu þessu líður, þá er það eigi að síður staðreynd, að félagsform samvinnufélag- anna hentar sérstaklega vel á íslandi. Það hefur sagan sýnt. Félögin hafa verið burðarásar byggðarlaganna. Það þurfa þau að halda áfram að vera, þrátt fyrir breytingarnar sem orðið hafa í þjóðlífinu. Nútím- inn með hina miklu fjölbreytni í verzlun og viðskiptum krefst stærri eininga. Það verður því að stækka kaupfélögin. í dreif- býlinu gerist það með því að minni félög sameinast þeim stærri. í þéttbýlinu þarf launa- fólkið að skipa sér í sveit sam- vinnustarfsins í ríkara mæli. Um leið og lögð er áherzla á félagsmálahlið samvinnu- starfsins, má aldrei gleyma því, að samvinnufélögin eru fyrir- tæki og hlíta sömu lögmálum um rekstrarafkomu og önnur félagsform, svo sem einkarekst- ur eða hlutafélög. Samvinnu- félög verða að geta sýnt rekstrarhagnað. Þau verða að geta byggt upp eigið fjármagn með rekstrinum. En ágóði af rekstri samvinnufélaga endur- greiðist félagsmönnum í hlut- falli við viðskipti. Það er athyglisvert að kynna sér hugmyndir brautryðjenda samvinnufélaganna á öldinni sem leið um þýðingu þess, að félögin gætu verið sem mest fjárhagslega sjálfstæð. í bréfi, sem Torfi í Ólafsdal skrifar stjórn Kaupfélags Þingeyinga, dags. 1. febrúar árið 1893, seg- ir svo: „Þér viljið heyra mína mein- ingu um stefnubreytingu kaup- félaganna. Ég vil þá að kaup- félögin hætti við að fá hinar útlendu vörur að láni. Þau verða að fara að kaupa þær fyrir borgun út í hönd og í því skyni verða þau smám saman að eignast allmikið veltufé. Allir félagsmenn verða því að leggja fram nokkurn skerf til þess í byrjun og bæta ávallt við hann, svo verzlunin geti aukizt. Félögin verða að hætta að lána vörurnar innan- lands, þær verða að borgast út í hönd með vörum eða pening- um. Þau verða að hætta að éta jafnóðum upp allan verzlun- arágóðann, með því að láta hann allan koma fram í verð- inu á vörunum. Þau verða að setja sama verð á vörurnar og kaupmenn setja, en verja hagnaðinum, sem þá kemur fram, eða nokkru af honum, til þess að eignast veltufé. Kaupfélögin verða líka að reyna að láta eigin menn starfa fyrir þau innanlands og utan. í félagi Dalamanna hefi ég borið fram tillögu um að breyta stefnu félagsins í þá átt, sem ég hefi bent á að framan, og var nefnd sett til að íhuga málið . . . Til bráða- birgða hafa Dalamenn sam- þykkt að leggja 4% á vörur sínar, auk nauðsynlegs kostn- aðar, og rennur það gjald í varasjóð.“ Ýmsir halda því fram, að almenningshlutafélög þurfi að rísa upp hér á landi til þess að leysa ýmis stærri verkefni. Ekki skal gert of lítið úr því, að slíkt félagsform geti átt rétt á sér, þegar um er að ræða framkvæmd á sérstökum verkefnum. Menn verða þó að gera sér grein fyrir því, að efnahagsaðstæður í landinu verða að vera þannig, að ein- hver von sé til þess, að rekstur slíkra félaga geti gengið áfalla- laust. Um slíkt er vart að ræða í dag, eins og efnahagsástand- ið er. Það hefur skort og skort- ir í dag traust á gjaldmiðli þjóðarinnar. Hér á landi hefur gætt of mikilla sjávarfalla í efnahagsmálunum. Mikil höpp til sjávarins í stórauknum afla og hækkandi markaðsverði, sérstaklega árin 1963, 1964 og 1965, orkuðu eins og stór- straumsflóð. Svo byrjaði að fjara út árið 1966 og hélt áfram 1967. Fyrirtæki og ein- staklingar steyttu á grunni og sumir strönduðu. Óvíst er hvernig gengur að koma mörg- um á flot. Tilraunir þær, sem gerðar hafa verið með stofnun al- menningshlutafélaga hér á landi undanfarið, hafa ekki gefið góða raun. Vera má að efnahagsástandið hafi valdið hér nokkru um. í ýmsum grein- um, svo sem verzlun, afurða- sölu, afurðavinnslu og iðnaði, hefur það sýnt sig, að félags- form samvinnufélaga hentar mjög vel á íslandi. En þegar efnahagsmálin fara úr bönd- unum og fjarar undan atvinnu- rekstrinum, skal engan undra þótt áhrifanna gæti einnig hjá samvinnufélögunum. Ég tel að menn ættu að geta verið sammála um það, að samvinnufélögin sem burðar- ásar byggðarlaganna hafi haft ómetanlega þýðingu fyrir ís- lenzkt efnahagslíf. Ég tel einn- ig, að ísland þurfi að byggja upp sem sterkasta slíka burð- arása. Þar hafa samvinnufé- lögin mjög þýðingarmiklu hlutverki að gegna. Þau verða hins vegar að aðlaga sig breyttum tímum og aðstæðum. Þess vegna eru skipulagsmál félaganna og Sambandsins nú á dagskrá. IV. Framtíðarstefnan í samvinnumálum Eins og kunnugt er, þá er framtíðarstefnumörkun sam- vinnufélaganna mjög til um- ræðu um þessar mundir. Sam- vinnuhreyfingin verður stöð- ugt að endurskoða stefnu sína og skipulag með tilliti til þeirra miklu breytinga, sem eiga sér stað í þjóðlífinu. Hinn mikli óstöðugleiki í efnahagsmálum þjóðarinnar gerir stefnumörkunina miklu erfiðari en ella. Áætlanir all- ar um fjárfestingu og uppbygg- ingu hafa því miður reynzt of haldlitlar á undanförnum ár- um af þessum sökum. Áætlan- ir, sem gerðar eru í dag, kunna á sama hátt að reynast óviss- ar, ef eins mikil sjávarföll eiga sér stað í efnahagsmálunum eins og raun hefur orðið á undanfarin ár. Eigi að síður verður sam- vinnuhreyfingin að marka sér ákveðna stefnu. Eins og mér koma málin fyrir sjónir, sýn- ist mér að framtíðarstefnan hljóti að markast í eftirfarandi höfuðdráttum: I. Verksvið samvinnufélag- anna verði takmarkaðra en verið hefur. II. Verksviðið verði skýrt mótað. III. Lögð verði áherzla á að fá sem víðtækasta sam- stöðu um stefnu og verk- svið. Rétt er að gera sér nokkru nánari grein fyrir verksviði samvinnufélaganna. Ég tel, að flokka megi það niður í 5 aðal- flokka: 1. Vörudreifingu 2. Afurðasölu og afurða- vinnslu 3. Iðnað 4. Samgöngur (vöruflutninga fyrst og fremst) 5. Fræðslu- og félagsmála- starfsemi. Vörudreifingin Hér er um að ræða einn að- alþáttinn í starfsemi sam- vinnufélaganna. Taka verður upp nýtt skipulag í vörudreif- ingunni, m. a. með eftirfar- andi: a. Takmörkun vöruflokka, sem verzlað er með. Leggja ber áherzlu á nauðsynja- vörur svo og rekstrarvör- ur félagsmanna. b. Stöðlun verði komið á vörutegundir og vörumerki. c. Ákveðin innkaupa- og sölupólitík verði skýrt mörkuð. d. Verzlunarhúsnæði og inn- réttingar verði staðlað, eftir því sem við verður komið. e. Komið verði upp stór- mörkuðum í þéttbýlinu. f. Samvinnufélögin verða að skipuleggja stórdreifingu (mass distribution), er mið- ist við íslenzkar aðstæður. Afurðasalan Frá upphafi kaupfélaganna hefur afurðasalan verið einn af meginþáttum í starfsemi fé- laganna. Það sem ber að leggja höfuðáherzlu á í sambandi við afurðasöluna er aukin vinnsla og nýting undir ströngu gæða- eftirliti. Skipuleggja verður uppbyggingu sláturhúsanna með hagkvæmnissjónarmið fyrir augum. Varðandi sjávarafurðir, en starfsemi á því sviði hefur far- ið vaxandi hjá samvinnufélög- unum á undanförnum árum, hlýtur hreyfingin að endur- skoða núverandi skipulag. Samvinnufélögin, sem hafa 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.