Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 25
JONAS H. HARALZ: HLUTVERK SAMVINNU- HREYFINGARINNAR Hvaða hlutverki gegnir sam- vinnuhreyfingin hér á landi á síðari hluta tuttugustu aldar- innar? Hvaða hlutverki getur hún gegnt og ætti hún að gegna? Spurningar sem þessar hljóta að vera ofarlega í huga allra þeirra, sem þátt taka í samvinnuhreyfingunni og fyr- ir hana starfa. Vegna þýðingar samvinnuhreyfingarinnar í ís- lenzku athafnalífi og þjóðlífi yfirleitt snerta þessar spurn- ingar þó jafnframt alla lands- menn. Svör við þeim verða að sjálfsögðu, þegar allt kemur til alls, aðeins gefin af sam- vinnumönnum sjálfum, þeim sem með þátttöku sinni og starfi munu móta hreyfinguna og stefnu hennar á næstu ár- um og áratugum. En þegar þau svör verða gefin, er þó álit þeirra, sem utan hreyfing- arinnar standa, ekki þýðing- arlaust, og er þetta afsökun þess og skýring, að þessar lín- ur eru ritaðar samkvæmt beiðni ritstjóra Samvinnunn- ar. Heita má, að samvinnuhreyf- ingin hafi á sínum tíma sprott- ið upp úr íslenzkum jarðvegi sem svar við þeim vanda, sem nýir verzlunar- og búskapar- hættir sköpuðu íslenzkri bændastétt, og hafi ekki fyrr en að nokkrum tíma liðnum tekið að leita sér erlendra hliðstæðna og fyrirmynda. Nú á dögum getum við einna bezt skilið þýðingu samvinnuhreyf- ingarinnar fyrir þróun íslenzks landbúnaðar og verzlunar með því að virða fyrir okkur ástand landa, sem enn eru á svipuðu þróunarstigi og við vorum fyrir 80 árum, en þar sem bau skil- yrði, er hér á landi skópu sam- vinnuhreyfinguna, hafa ekki reynzt vera fyrir hendi. En miklum árangri fylgir jafnan sú áhætta, að menn geri sig ánægða með að njóta þeirrar aðstöðu, sem hann skapar, hreiðri um sig í skjóli hans í stað þess að svipast um eftir nýjum stefnumiðum. Sérhverri hreyfingu, og þá ekki síður þe:'m sem miklum árangri hafa náð, er þvi nauðsynlegt, að endurskoða stöðu sína æ ofan í æ og leggja fram hinar erfiðu spurningar um eðli sitt og til- gang af einbeitni og hlífðar- leysi. Það hefur verið grundvallar- atriði í starfsemi samvinnu- h'-eylingarinnar jafnt hér á lanrii sem annars staðar, að meginmarkmið hennar væri að tryggja meðlimum sínum sem fcezt viðskiptakjör og sjá þeim fyrir annarri þjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Að þessu leyti er markmiðið í starfsemi samvinnuhreyfingarinnar ann- að en í einkarekstri, þar sem markmiðið beinlínis er að beita fjármagni á þann hátt, að það gefi sem mestan arð í a?ra hönd. En í reynd verður þó mismunurinn ekki eins mik- ill og í fljótu bragði mætti ætla, vegna þess að einka- reksturinn getur við venjuleg- ar aðstæður því aðeins náð góðum arði af fjármagni sínu, að hann geti boðið hagstæð viðskiptakjör og góða þjónustu, og samvinnuhreyfingin getur því aðeins tryggt meðlimum sínum góð viðskiptakjör og þjónustu, að hún beiti því fjármagni, sem hún hefur yf- ir að ráða, á þann hátt, að það skili sem mestum arði. Þýðing samvinnuhreyfingarinnar hef- ur í rauninni ekki verið bein- línis fólgin í þessum mun meg- inmarkmiða hennar og einka- rekstursins. Hún hefur verið fólgin annars vegar í því, að samvinnuhreyfingin hefur í sumum greinum getað beitt haganlegra skipulagi en einka- reksturinn og þannig náð meiri framleiðni, og hins vegar að hún hefur, einnig í sumum greinum, betur en einkarekst- urinn eða bein opinber afskipti hafa megnað, getað hamlað gegn myndun einokunarað- stöðu einstakra fyrirtækja eða samstarfi margra fyrirtækja til að mynda slíka aðstöðu og einnig getað sameinað marga smáa framleiðendur og skap- að þeim þannig sterkari mark- aðsaðstöðu en þeir annars hefðu haft. f vörudreifingu almennt og í afurðasölu bænda sérstaklega hefur samvinnuhreyfingin get- að hagnýtt sér kosti stórrekstr- ar og víðtækrar skipulagning- ar innan atvinnugreina, þegar einkareksturinn oft á tíðum var bundinn við starfsemi smárra fyrirtækja, sem ekki gátu náð víðtæku samstarfi sín á milli. í sumum löndum, og bá ekki sízt Bandaríkjunum, hefur einkareksturinn þó ver- i3 þess megnugur að leysa slíkt verkefni af hendi á sviði al- msnnrar vörudreifingar og ger^reyta verzlunarháttum til fcstra skipulags svo að segja á hverjum áratug án þe>s að áhrifa samvinnuhreyfingar- innar hafi þar gætt í veruleg- um mæli nema í vissum hlutum landsins. Sömu þróun- ar hefur í vaxandi mæli gætt í Evrc'pu á undanförnum ára- tugum. Áhrifa samv.'nnuhreyfingar- innar gegn myndun einokun- araffstöðu hefur gætt bæíi í al- mennri verzlunarstarfsemi og einnig sums staðar beinlínis í því að taka upp framleiðslu í greinum, þar sem einokunar gætti. Öflug starfsemi stórra verzlunarfyrirtækja hefur í Bandaríkjunum, og í vaxandi mæli í Evrópu, hins vegar reynzt árangursrík vörn gegn myndun einokunaraðstöðu framleiðenda, og á hliðstæðan hátt og í vörudreifingunni hef- ur því þýðing samvinnuhreyf- ingarinnar í þessu tilliti farið minnkandi á undanförnum áratugum. Hér kemur svo enn til, að neytendahreyfing af nýju tagi, sem einbeitir sér að vörukönnun og upplýsinga- starfsemi, hefur á síðustu tveim áratugum færzt mjög í aukana víða um heim. í af- urðasölu bænda hefur sam- vinnuhreyfingin hins vegar að fullu haldið gildi sínu sem skipuleggjandi sterkra sölu- samtaka, er mætt geta öflug- um kaupendum sem jafnokar. Með tilliti til þeirra nýju við- horfa, sem þannig hafa með ýmsum hætti skapazt á und- anförnum áratugum, er ekki að undra, þótt samvinnuhreyf- ingin víða um heim telji það tímabært að endurskoða nú hlutverk sitt og starfsemi. Sú endurskoðun verður að fara fram í Ijósi þess árangurs, sem samvinnuhreyfingin áður hef- ur náð. Þær spurningar, sem fram verða lagðar, hljóta því fyrst og fremst að snúast um þann skerf, sem samvinnu- hreyfingin geti lagt fram ann- ars vegar til að gera vörudreif- ingu hagkvæmari og ódýrari, hins vegar til að sporna gegn myndun einokunaraðstöðu og til að styrkja smáframleiðend- ur við sölu afurða sinna. Það getur varla farið á milli mála, að það sé fyrst og fremst sem bændahreyfing, sem ís- lenzk samvinnuhreyfing hafi náð miklum árangri. Sem slíkri hafi henni tekizt að koma á haganlegri skipan en unnt hefði verið að ná með öðrum hætti á sölu og vinnslu land- búnaðarafurða og á kaupum nauðsynja. Henni hafi aftur á móti ekki tekizt, eins og sam- vinnuhreyfingunni í sumum nágrannalöndum okkar tókst á sínum tíma, að ryðja braut bættu skipulagi verzlunar í þéttbýlinu og verða neytend- um sú trygging fyrir heilbrigð- um verzlunarháttum, sem þeir telja sér nauðsynlega. Það væri langt mál og flókið að reyna að gera sér ítarlega grein íyrir því, hvernig stendur á því, að þetta skuli ekki hafa tekizt, þrátt fyrir þær athygl- isverðu tilraunir, sem oftar en einu sinni hafa verið gerðar í þessu skyni. Ekki er þó óeðli- legt að láta sér detta í hug, að ástæðuna sé einmitt að finna í því, hversu öflugur hinn meginþáttur starfseminnar var. Það er jafnerfitt fyrir fé- lagsskap eins og fyrir einstak- ling að einbeita sér að tveim- ur meginverkefnum í senn, og sögulegar og þjóðfélagslegar forsendur hér á landi gerðu það að verkum, að starfsemin í dreifbýlinu hlaut að sitja í fyrirrúmi. Árangurs í báðum verkefnunum hefði sennilega því aðeins verið unnt að vænta, ef samvinnuhreyfingin hefði snemma verið skipulagslega aðgreind eftir þeim tveimur meginverkefnum, sem hér um ræðir, en í því efni var smæð landsins að sjálfsögðu alvar- legur þröskuldur. Hvernig sem þessu kann að hafa verið farið, virðist ís- lenzk samvinnuhreyfing nú vera öllu fjær því en oftast nær áður að gegna því hlut- verki meðal neytenda þéttbýl- isins, sem verið hefur annað meginhlutverk samvinnuhreyf- ingarinnar í öðrum löndum. Sú spurning, sem mestu máli skiptir fyrir framtíðarþróun ís- lenzkrar samvinnuhreyfingar, er því, hvaða hlutverk sam- vinnuhreyfingin geti leyst af hendi í þéttbýlinu, þar sem mikill meirihluti þjóðarinnar nú býr og yfirgnæfandi hluti hennar mun búa að nokkrum áratugum liðnum. Það skipt- ir miklu máli fyrir þróun ís- lenzks þjóðfélags, hvaða svar er unnt að gefa við þessari spurningu, því hér er um að ræða viðfangsefni, sem hefur haft og mun hafa mikla þýð- ingu fyrir afstöðu bæði al- mennings og launþegasamtaka til kjaramála og verðlagsmála. Á undanförnum árum hefur afstaða forystumanna sam- vinnuhreyfingarinnar í þessum málum verið hin sama og af- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.