Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 29
lengur aðeins viðskiptamið- stöðvar bændanna. Þær eru fyrir löngu orðnar aðalverzl- anir verkalýðsstéttanna. Þann- ig er það hringinn í kringum allt ísland. Sama er að segja um fram- leiðslufyrirtæki samvinnu- manna. Verkafólkið, sem þar vinnur, er allra flokka fólk. Viðskiptin við þessar fram- leiðslumiðstöðvar n'á til allra þjóðfélagsgreina og stétta. — Þar af leiðir, að flokkspólitísk tök á yfirstjórn allra slíkra fyrirtækja eru orðinn of nær- skorinn stakkur. Gæti með tíð og tíma orðið einskonar spennitreyja. Það verður að sýna sig í reynd, að allir samvinnumenn, hvar í flokki sem þeir standa, njóti fyllsta jafnréttis til allra áhrifa og starfa innan hreyf- ingarinnar. Það mundi áreið- anlega efla hana bæði að styrk- leika og áhrifum. Fjarri fer því, að það sé nokkurt náttúrulögmál, að hér á landi skuli fámennar milli- stéttir ráða lögum og lofum. En það gera þær einungis í krafti hinnar rómversku stjórnarreglu: „Deildu og drottnaðu." Nei, sannleikurinn er sá, að það ætti að vera eitt allra nærtækasta samtíðar- og framtíðarverkefni okkar að beina félagsmálauppeldi æsku- lýðsins i þann farveg, að sér- hver verkalýðssinni verði sam- vinnumaður — sérhver sam- vinnumaður verkalýðssinni. Á þeim breiða og trausta grunni þessara voldugu og fjölmennu almannasamtaka ber síðan að reisa sameigin- lega pólitíska yfirbyggingu, er skili hagsmuna- og menning- armálum framleiðslustéttanna farsællega í höfn — inn í lög- gjöf landsins. Þá fyrst er komið inn á þær brautir, sem bezt hafa gefizt á Norðurlöndum og í Bretlandi og skilað þeim þjóðum traust- ari alþýðumenningu og jafn- beztu lífskjörum, sem nú þekkjast í heiminum. En ekki aðeins þaö, heldur einnig skap- að alþýðustéttum þessara þjóða sterka og leiðandi áhrifa- aðstöðu í þj óðfélagsmálum. Þannig bendir reynsla þjóð- anna allt í kringum okkar ís- lenzkum alþýðustéttum á sjálf- sagðar framtíðarbrautir. Það er sjálfskaparvíti forustu- manna samvinnuhreyfingar og verkalýðssamtaka, ef þær opnu leiðir verða grónar götur. Hannibai Valdimarsson. GUNNAR GUÐBJARTSSON: SAMVINNUFÉLÖGIN OG SVEITIRNAR Elzta kaupfélag á íslandi, sem nú er starfandi, var stofn- að 1882 og er því 86 ára á þessu ári. Saga samvinnuhreyfingar- innar á íslandi er þó allmiklu eldri og verður ekki rakin hér. í fyrstu var samvinna um verzlun eingöngu pöntun á helztu erlendum nauðsynja- vörum, sem fengin var til af- greiðslu einu sinni á ári. Þetta færðist þó fljótlega út og varð að fastri verzlun, sem seldi vörur til félagsmanna og tók af þeim í staðinn framleiðslu- vörur þeirra í umboðssölu, seldi þær og skilaði andvirðinu síð- an til framleiðandans. Samvinnufélögin voru í önd- verðu eingöngu félög bænda og heimilisfólks þeirra. Verzl- unin var staðgreiðslu- eða vöruskiptaverzlun einstaklinga við félögin. Félögin voru byggð upp af einstaklingum úr sam- Uggjandi sveitum, mörgum eða fáum eftir staðháttum, og mynduðu einstaklingar hverr- ar sveitar deild út af fyrir sig, sem bar ábyrgð á viðskiptum sinna deildarmanna gagnvart félagsheildinni. Þetta form félagsskaparins skapaðist af aðstæðum í okkar fámenna og strjálbýla landi, sem hafði frumstæð og ófullkomin sam- gönguskilyrði. Aðstaða til siglinga réð miklu um val þeirra staða er urðu verzlunarmiðstöðvar í hverju byggðarlagi, og um leið réð það stærð þess svæðis er stóð að hverju samvinnufélagi. í meginatriðum hefur þetta form haldizt til þessa dags. Þegar kaupfélagsskapurinn rann af stokkum voru hafnar- skilyrði víða mjög ófullkom- in, enda tiltölulega smá skip í siglingum miðað við það sem nú er, ár allar óbrúaðar og vegir aðeins troðningar af hestafótum gjörðir eða ófull- komnir ruðningar af manna- höndum gjörðir. Þetta voru þau skilyrði, sem mörkuðu samvinnufélögunum básinn í öndverðu með fá- breyttum verzlunar- og at- vinnuháttum og almennri fá- tækt landsmanna. Kaupfélögin sýndu þó fljótt yfirburði yfir selstöðuverzlan- ir danskra kaupmanna. Enda höfðu þeir sem tóku að sér forystu og stjórnuðu kaupfélögunum mikinn kunn- ugleika á allri þörf og aðstöðu félagsmannanna og góða yfir- sýn í sínum byggðarlögum, enda þótt þá skorti alla reynslu í verzlun og skipulagningu. Það sem gerði gæfumuninn var að forystumennirnir voru hugsjónamenn, sem voru að vinna nýrri þjóðfélagsstefnu fylgi og stefndu að umbyltingu í þjóðfélagsháttum. Þeir lögðu því metnað sinn við það að ná markmiðum sínum og fórnuðu tíma og orku óspart án endurgjalds eða fyrir mjög litla greiðslu, svo markmiðinu yrði náð. Kaup- félögunum tókst því að komast furðu vel yfir, að því er sýn- ast mátti, nær ósigrandi erfið- leika á byrjunarárum sínum. Hreyfingin breiddist tiltölu- lega fljótt um landið, eftir að Þingeyingar höfðu komið fastri skipan á sitt félag. Nú eru starfandi kaupfélög í svo að segja öllum byggðar- lögum landsins, þó hefur þeim ekki fjölgað hin síðari ár. Samvinnan hefur skipað sér fastan sess í verzlun lands- manna og þó einkum í sveitum landsins. Nú er svo komið að kaupmannaverzlun er nær óþekkt fyrirbæri í sveitunum, en aftur á móti hefur það verzlunarfyrirkomulag haldið furðanlega velli í þéttbýlinu, og félagsmönnum samvinnufélaga hefur ekki fjölgað þar svo telj- andi sé síðustu tvo áratugi, þann tíma sem mest fólks- fjölgun hefur orðið í þéttbýli landsins. Samvinnufélög landsins selja nú 80—90% af öllum fram- leiðsluvörum bænda, og hafa ýmis stór sölufyrirtæki risið á fót á seinni árum á því sviði, svo sem Mjólkursamsalan og Osta- og smjörsalan. Reynslan sýnir að kaupmenn geta ekki gert eins vel og sam- vinnufélögin á þessu sviði og njóta ekki sama trúnaðar hjá bændum sem samvinnufélög- in. Það sem veldur þeim mun liggur í eðli samvinnufélags- skaparins. Það fé, sem við- skiptamaðurinn greiðir til sam- vinnufélagsins til uppbygging- ar, verður varanleg undirstaða verzlunar þess í viðkomandi byggðarlagi, en það fé sem kaupmaðurinn fær í sama skyni er hans eign og færist ekki milli kynslóða eins og hjá samvinnufélaginu og flyzt oft í burtu með einstaklingnum, þegar mannaskipti verða. Bændur skilja þetta fullkom- lega og ýmsir samkeppnis- menn, sem hafa vantreyst gömlu kaupfélögunum, hafa reynt að ná viðskiptum þeirra með því að stofna ný sam- vinnufélög, sem þeir sjálfir stjórna. Ýmsar þessara tilrauna hafa þó runnið út í sandinn strax í upphafi, og þar sem slík fé- lög hafa komizt á fót eru þau vanþroska og standa fjárhags- lega á brauðfótum, því þau skortir þann hugsjónalega bakhjall og traust, sem var vöggugjöf gömlu kaupfélag- anna og hefur verið fylgja þeirra flestra til þessa. Bændurnir sem byggðu sam- vinnufélögin upp skildu þetta betur en menn í öðrum starfs- stéttum og sá skilningur þeirra veldur þeim mun, sem er á þróun samvinnufélagsskapar strjálbýlisins annarsvegar og þéttbýlis hinsvegar. Samvinnufélögin hafa verið brautryðjendur nýjunga á ýmsum sviðum verzlunar og viðskiptalífs. Þau hafa haft forgöngu um vöruvöndun og aukna þjónustu við félags- og viðskiptamenn sína. Þau hafa haft forystu um nýjungar í húsagerð og skipu- lagi verzlana, t. d. með að koma upp kjörbúðum. Þau hafa komið á fót marg- víslegum iðnaði, t. d. á Akur- eyri, og verið í forystu á því sviði, ennfremur staðið fyrir öllum mjólkuriðnaði í landinu o. fl. þessháttar. Aðstaða kaupfélaganna og raunar allra samvinnufélaga er þó allmikið breytt nú frá því í árdaga. Sú breyting stendur að veru- legu leyti í sambandi við breytta þjóðfélagsskipan og breytt búsetuhlutföll þjóðar- innar. Nú er meginhluti þjóð- arinnar búsettur í þéttbýli, en þegar kaupfélögin voru stofn- uð, var þjóðin að mestu bú- sett í sveitum. Samgöngur hafa breytzt stórkostlega og lífsvenjur fólks og viðskiptahættir allir hafa tekið stakkaskiptum. Og það sem ef til vill veldur mestu er, að nú á þjóðin ekki jafnmikið af hugsjónaríkum umbóta- mönnum sem fórni tíma og orku eins og áður var gert, án endurgjalds, til forystu í fé- lagsmálum, þó enn séu þó til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.