Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 30
allmargir menn sem slíkt gera. Eigingirni mótar vlðhorf alls þorra fólks. Stéttir og hags- munaihópar togast á um þjóð- arauðinn og hirða ekki hót um hvað heilbrigt er né hvað er varanleg undirstaða velmeg- unar einstaklinga og þjóðar- heildarinnar. Þessi viðhorf valda miklu um síðhúinn þroska samvinnufé- lagsskaparins í þéttbýlinu. Margir vinna fyrst og fremst launanna vegna og sýna ekki þann áhuga í starfi, sem nauð- synlegur er til að góður ár- angur náist. Samvinnufélögin eiga þó marga starfsmenn sem hlífa sér í engu til að ná góð- um árangri, og það er gæfa þess félagsskapar meðan það helzt. Nauðsynlegt er samvinnu- hreyfingunni að endurskoða skipulag sitt með tilliti til breyttra samgönguhátta, breyttra framleiðsluskilyrða og þeirra breytinga sem orðið hafa á búsetu fólks í landinu. Reynsla undangenginna ára sýnir, að erfiðleikar eru í rekstri ýmissa lítilla kaupfé- laga og sérstaklega þeirra, sem tengzt hafa útgerð eða rekstri fiskvinnslustöðva. Skýringin er sú, að við slíkan rekstur hef- ur verið vikið frá undirstöðu- atriðum kaupfélaganna, þ. e. að taka vörur — í þessum til- fellum fiskinn — í umboðs- sölu. Þar hefur brostið á skiln- ing viðkomandi félagsmanna. Það getur verið gott fyrir ein- staklinginn að fá fullnaðar- greiðslu strax við afhendingu vörunnar, án tillits til þess sem sölumöguleikar hennar kunna að leyfa, en hitt er þó miklu býðingarmeira, þegar til lengdar lætur, að eiga sterklega uppbyggt fyrirtæki, sem hefur traustan fjárhag hvað sem á gengur. Þessvegna mega sam- vinnufélög ekki taka slíka áhættu í neinum verulegum mæli. Breyttir þjóðfélagshættir og aukin viðskipti krefjast stór- aukins fjármagns í verzlun. í árdaga kaupfélaganna var verzlað með fáar vörutegundir í fátæklegu húsnæði. Nú þarf góð verzlun að hafa fjölbreytt- an vörulager og góðan húsa- kost. Slíkt krefst mikils fjár- magns. Framleiðslu- og sölufélög verða að hafa mikið fé í veltu til að standa straum af fasta- kostnaði í húsum og tækjum, launa starfsfólk og bera kostn- að af vörubirgðum. Nú vilja allir starfsmenn fá laun sín reglulega sem von er til og þörf þeirra krefur. Framleiðendur afurða svo sem bændur þurfa þess sama með. Allmikið skortir á skilning þess að bændur þurfi að njóta sama réttar í þessu efni sem aðrar stéttir. Breyttir búskap- arhættir, sem leitt hefur af vélvæðingu síðustu ára, krefj- ast þess að bændur fái greiðsl- ur fyrir afurðir sínar jöfnum höndum eins og launþegar fá kaup sitt. Ráðamenn þjóðfélagsins og þá ekki hvað sízt valdsmenn í peningamálum þjóðarinnar virðast ekki skilja þetta. Þeir ætlast til að fiskur sé greidd- ur á ákvörðunarverði til fram- leiðenda við móttöku, en ekki framleiðsluvörur bænda. Bændur byggðu samvinnufé- lögin upp með vinnu sinni og lögðu þeim til sparifé sitt til reksturs, svo og lögðu þeir til sjóði (stofnsjóði og varasjóði) til að létta þeim reksturinn. Með áðurnefndum breyting- um í búskapar- og þjóðháttum hefur sá möguleikinn, að bænd- ur eða aðrir legðu vinnu sína í þessu skyni, fallið alveg úr sögu og sá möguleikinn að þeir legðu fé í reksturinn minnkað mjög vegna aukinnar fjár- þarfar sjálfs búrekstrarins. En þriðji möguleikinn, þ. e. sjóða- myndanir, hefur rýrnað í sí- vaxandi dýrtíð og vegna þröngra verðlagsákvæða. Kaunfélögin og framleiðslu- sölufélögin — mjólkurbúin og sláturhúsin — fá ekki bá eðli- legu hlutdeild í lánsfé banka- kerfisins, sem beim ber í sam- ræmi við þá stórkostlegu þýð- ingu, sem þessi félög hafa í öllu viðskipta- og framleiðslu- kerfi þjóðarinnar. Samvinnufélögin hafa skip- að sér fastan sess í þjóðfélag- inu og úr honum verða þau ekki hrakin, þó misvitrir, hug- sjónasnauðir sérhygejumenn beiti pólitísku valdi sínu að hví marki og misnoti aðstöðu sína í bönkum landsins i því skyni. En samvinnufélögin verða að vera vel á verði um sín innri mál. Þau þurfa að vera lifandi í starfi, ná sambandi við nýjar kynslóðir, vera vökul fyrir nýjungum á hvaða sviði sem er. Þau þurfa því að leggja vinnu í að kynna gildi sitt og hversu býðingarmiklu þjón- ustuhlutverki þau gegna. í sveitum hafa þau t. d. skipu- lagt og haldið uppi samgöngu- kerfi allt árið, annazt ýmis- konar greiðslur fyrir félags- menn sína, svo sem greiðslur rafmagnsreikninga, símareikn- inga, læknisþjónustu og margt annað. Þau hafa stutt að marg- víslegum menningarmálum bæði með beinum fjárfram- lögum og óbeinum stuðningi. Og þau hafa hjálpað fjölmörg- um einstaklingum til að koma fótum undir atvinnurekstur og að koma upp húsakosti til eigin nota. Þannig mætti lengi telja. Mörg þeirra hafa greitt ár- lega alla tíð til félagsmanna sinna arð af viðskiptum, ýmist í stofnsjóði eða beint í vasa einstaklingsins. Sumum finnst þetta smátt að taka við því, en þegar það safnast saman er um stórfé að ræða og aldrei metið sem vert er. En félögin verða að vera á verði gegn skuldaverzlun. Hún hentar ekki hverfleika nútím- ans, en þrengir mjög kosti samvinnufélaganna. Og þegar bankar eru að rísa um land allt, ætti að vera hægt að fá þá þjónustu í peningamálum sem þarf til þess að verzlun ætti að vera hægt að reka án skuldaviðskipta í nokkrum verulegum mæli. Það er sjálf- sögð krafa að bankakerfið taki við slíku. Smáu félögin þurfa sérstakr- ar endurskoðunar við, þar sem reynslan sýnir að þeim geng- ur mörgum erfiðlega. Verði með víðsýni og félags- legum skilningi haldið á braut samvinnufélagsins með sömu hugsjónum og brautryðjend- ur þeirra höfðu, mun sú hreyf- ing eiga stóran hlut í íslenzku framtíðarþjóðfélagi. Gunnar Guðbjartsson. BJARNI EINARSSON: SAMVINNUHREYFINGIN OG ÞRÚUN AKUREYRAR Akureyri er nú önnur aðal- miðstöð verzlunar og þjónustu í landinu. íbúar bæjarins eru rúm tíu þúsund, og hann er lang fjölmennasta sveitarfélag utan höfuðborgarsvæðisins. Akureyri er miðstöð auðugs og fjölskrúðugs héraðs, og í orði talin höfuðstaður Norðurlands. Að einhverju leyti á bærinn stærð sína þessum tveimur at- vikum að þakka, en þar kemur fleira til. Vegna stærðar sinnar og stöðu í íslenzku þjóðfélagi nýt- ur Akureyri algerrar sérstöðu. En það sem skilur á milli Ak- ureyrar og flestra annarra bæja í landi hér er fleira. Náttúran hefur búið Akureyri fagra umgjörð, en það er ekki sérstakt. Lega bæjarins, langt frá úthafi, veldur því hinsveg- ar að loftslag og veðurfar er í ýmsu frábrugðið því, sem al- mennt er hér á landi. En hag- kerfi bæjarins er einnig í þýð- ingarmiklum atvikum frá- brugðið hinu almenna íslenzka hagkerfi. Atvinnulífið ein- kennist annarsvegar af mikl- um iðnaði og hinsvegar af stór- rekstri, á íslenzkan mæli- kvarða. Þótt sj ávarútvegur hafi sína miklu þýðingu fyrir bæjarfélagið, bæði beint og óbeint, fer því fjarri að bæj- arbúar byggi afkomu sína á honum í líkingu við það, sem almennt er í íslenzkum bæjum og sj'ávarþorpum. Á Akureyri eru nú rekin tvö fyrirtæki, sem hafa yfir 500 manns í þjónustu sinni, auk annarra fyrirtækja, sem eftir hérlendu mati hljóta að telj- ast til stórfyrirtækja. Þessi tvö stærstu fyrirtæki eru bæði samvinnufyrirtæki, Kaupfélag Eyfirðinga og Verksmiðjur SÍS. KEA er ef til vill fjölþætt- asta fyrirtæki landsins, auk þess sem það rekur dótturfyr- irtæki og á hluta í öðrum fyr- irtækjum. Verzlunar- og þjón- ustustarfsemi þess er geysi- víðtæk. Það rekur fjölbættan iðnað, bæði úr innlendum og erlendum hráefnum, og vörur þess eru viðurkenndar fyrir gæði, og meira að segja á sviði sjávarútvegs er það með um- fangsmikinn rekstur. Verksmiðjur SÍS á Akureyri, Gefjun, Iðunn og Hekla, eru langstærstu vefnaðar-, prjóna-, leður- og skinnavöruverk- smiðjur landsins. Þær vinna að langmestu leyti úr innlendum hráefnum, afurðum íslenzks landbúnaðar, og nú í vaxandi mæli fyrir erlendan markað. Hvað mannahald snertir mun þetta vera umfangsmesti verk- smiðjurekstur landsins, alís- lenzk stóriðja. Ekki þarf mörg orð til að lýsa því, hverja reginþýðingu þessi tvö stóru samvinnufyrir- tæki hafa fyrir bæjarfélagið, og hve örlög þeirra og Akur- eyrar eru samtvinnuð. Vel- gengni þeirra og hagur eru hagsmunamál Akureyrar. Saga Akureyrar sem verzl- 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.