Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 31
Skinnaverksmiðja Iðunnar á Akureyri. unar- og athafnastaðar hefst við upphaf einokunarverzlun- ar. Um langt skeið var stað- urinn miðstöð dansks verzl- unarvalds á Norðurlandi. En þegar við upphaf íslenzkrar verzlunar kom Akureyri mjög við sögu. Nægir þar að minna á Gránufélagið, sem stofnað var 1869. Upphaf samvinnu- hreyfingarinnar í Eyjafirði er rakið til fundar, sem haldinn var á Grund í Eyjafirði 1886, sem leiddi til stofnunar Kaupfélags Eyfirðinga. Af því fyrirtæki, og öðrum samvinnu- fyrirtækjum á Akureyri, er mikil saga, sem ekki verður rakin hér. En það er náið sam- hengi með atvinnusögu bæj- arins og framfarasögu þess- ara fyrirtækja. Og þótt fram- tak einstaklinga á Akureyri hafi verið mikið og eigi drjúg- an þátt í farsælli uppbyggingu bæjarins, mynda samvinnu- fyrirtækin ákveðinn kjarna eða undirstöðu, sem annað byggist að verulegu leyti á. Og annað atriði í uppbyggingu þessa hæjar, sem ekki má gleyma, er sá beini og óbeini þáttur, sem samvinnuhreyf- ingin hefur átt í eflingu land- búnaðarins í héraðinu um- hverfis Akureyri, svo og út- vegsstaðanna út með Eyja- firði. Hinn gagnkvæmi stuðn- ingur blómlegs landbúnaðar, sjávarútvegs og kaupstaðar kemur einmitt glöggt fram í byggðarlaginu við Eyjafjörð. Það er einmitt þessi verka- skipting, sem farsæl byggða- þróun framtíðarinnar hlýtur að byggjast á. Líðandi öld er það tímabil, þegar umrót og breytingar hafa verið mestar hér á landi. Upp úr þeirri byltingu þjóðfé- lagshátta er nú að rísa það nú- tímaþjóðfélag, sem veita á ís- lenzku þjóðinni lífskjör og lífs- öryggi sambærileg því, sem bezt gerist hér í heimi. Von- andi ber þjóðin gæfu til að nota velgengni sina til and- legra afreka eigi síðri þeim, sem eftir forfeður okkar liggja. En þróun þessarar ald- ar hefur verið skrykkjótt, skipzt hafa á skin og skúrir. Þróunarsaga flestra íslenzkra bæja er svipuð í höfuðatriðum, en hún einkennist af framtaki og dugnaði, en einnig af bar- áttu við óblíða náttúru og stop- ul fiskimið. En hafi þróunar- braut þjóðfélagsheildarinnar verið hlykkjótt, þá á það enn frekar við um þróunarbraut einstakra bæjarfélaga. Vöxtur hagkerfis allrar þjóðarinnar er meðalhagvöxtur einstakra landshluta. Og þó landsmeðal- talið bendi til framfara, geta átt sér stað erfiðleikar eða jafn- vel afturkippir í ákveðnum landshluta. Þetta hefur ráða- mönnum ávallt verið ljóst, og stjórnvöld landsins hafa reynt að ráða bót á því og þannig að stuðla að sem jöfnustum hag- vexti um landið allt. Hinsvegar hafa aðferðir þær, sem beitt hefur verið, ekki staðizt dóm reynslunnar. En sveiflur í afla- brögðum og árferði hafa komið hart niður á flestum bæjum og þorpum í landinu. Hafa víðast- hvar skipzt á tímabil mikilla og örra framfara og tlmabil stöðnunar eða jafnvel hnign- unar. Þótt vitaskuld hafi skipzt á skin og skúrir í sögu Ak- ureyrar er þróun þessa bæj- ar þó yfirleitt miklu jafnari en þróun flestra annarra ís- lenzkra bæja. Vöxtur bæjarins hefur að vísu verið misjafnlega ör. Á tímabilinu 1890 til 1901 fjölgaði bæjarbúum um 128%, úr 602 í 1370, á áratugnum 1901 til 1910 um 52%, 1910 til 1920 um 23%, 1920 til 1930 um 63%, 1930 til 1940 um 30%, 1940 til 1950 um 29% og 1950 til 1960 um 14%. Þessar tölur sýna til- tölulega jafnan vöxt, en að vísu hægari á síðasta tíma- bilinu, en allt frá stríðslok- í Gefjun á Akureyri. 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.