Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 33
einnig flutt landsfólkiS til milli stétta og landshluta meS þeim hættl, sem samvinnu- félagsskapurinn verður að taka afleiðingunum af. Samvinnufélögin hér á landi mótuðust í bændaþjóðfélagi og hafa búið að því síðan. Starfs- hættir þeirra flestra hafa mið- azt við það tvíþætta hlutverk að koma afurðum bænda í verð og útvega þeim nauð- synjavörur í staðinn. Nú hef- ur þeim neytendum fækkað stórlega, sem jafnframt eru bændur. Neytendur þéttbýlis- svæðanna eru orðnir allur þorri þjóðarinnar. Þörfum þessa fólks verða samvinnu- félögin að sinna meira en gert hefur verið, ef samvinnuhreyf- ingin á að geta gegnt hlut- verki sínu sem fjöldahreyfing í landinu. Til þess þarf nán- ara samstarf og samvinnu við fjölmennar stéttir launþega og verkafólks í þéttbýlinu. Samvinnufélögin hljóta því í næstu framtíð að leggja meg- ináherzlu á að efla þann þátt starfsemi sinnar, sem snýr að þeim. En jafnframt verður þá að beina félagsmálastarfinu og fræðslustarfinu inn á þær brautir að vekja áhuga og skilning á þýðingu samvinnu- verzlunarinnar í þeirri við- leitni að drýgja tekjur laun- þeganna með því að gera þeim viðskiptin hagkvæmari. Fjárhagsgrundvöllurinn Það hefur löngum verið draumur samvinnumanna, að félög þeirra gætu verið sjálf- um sér nóg fjárhagslega og þyrftu ekki að vera háð lánsfé frá peningastofnunum utan hreyfingarinnar. Þeir hafa gert sér ljóst, að því aðeins getur hreyfingin gegnt hlut- verki sínu með árangursríkum hætti, að hún sé fjárhagslega óháð og eigi ekki undir högg að sækja til þess að hafa nauð- synlega fjármuni til starfsem- innar. Því miður virðist þessi draumur sífellt hafa verið að fjarlægjast á undanförnum árum. Valda því ýmsar orsak- ir, en þrálát verðbólga um ára- tugi þó mestu bæði beint og óbeint. Sjóðir félaganna rýrna sífellt í verðbólguflaumnum, svo að jafnvel þegar vel árar hefur sjóðmyndunin vart við gj aldmiðilsrýrnuninni. Á hinn bóginn hefur fjár- magnsþörf samvinnuhreyfing- arinnar farið mjög ört vax- andi. Sá gamli siður að lána bændum nauðsynjar út á haustafurðirnar var ekki fjár- frekur meðan þarfirnar voru fábrotnar, en nú er öldin önn- ur. Búskapur er orðinn fjár- magnsfrekur rekstur, og mörg kaupfélög eru ekki aðeins verzlunarfyrirtæki heldur einn- ig umfangsmiklar lánastofnan- ir. Margskonar rekstur, sem samvinnufélögin hafa tekið upp, er einnig mjög fjárfrek- ur. Þróunin í byggðunum úti um landið hefur verið með þeim hætti, að þær hafa sí- fellt verið að missa einkafjár- magnið frá sér. Atvinnutækin hafa verið flutt í burt til ann- arra landshluta og fólkið hef- ur séð atvinnuöryggi sínu stefnt í tvísýnu. Og hvað er þá eðlilegra en að það beiti eig- in samtökum til að tryggja áframhaldandi atvinnurekstur í byggðarlögum sínum? Þann- ig hafa samvinnufélögin viða tekizt á herðar þjóðfélagslegt hlutverk, sem fjárhagsgrund- völlur þeirra var ekki sniðinn til að bera. Það er einnig þarflaust að reyna að draga fjöður yfir það, að víða hefur sterkur vilji samvinnufólksins til þess að eiga þátt í hverskonar framförum leitt til þess að ráðizt hefur verið í fjárfest- ingar af ýmsu tagi, sem reynzt hafa þyngri baggi á fjárhag félaganna en ætlað var í upp- hafi. Það er alkunna, að á verðbólgu- og þenslutímum er kapp oft meira en forsjá. Áætlanagerð, fjármagnsútveg- un og annar undirbúningur er þá oft af skornum skammti og treyst á guð og lukkuna. En samvinnufélögin eru ekki ein um þetta og fer bezt á þvi að þeir einir sakist um það, sem sjálfir eru saklausir af þess- háttar yfirsjónum. Þegar svo við bætist það, að nú seinustu árin hefur verið haldið uppi harðhentri útlána- takmörkun af bankakerfi landsins, þá eru taldar helztu orsakir þess, að samvinnu- félögin eiga nú við erfiða lausa- fjárstöðu að búa, og eiga und- ir högg að sækja til að hafa rekstursfé til nauðsynlegustu viðskipta. En við það verður ekki lengi hægt að una, og á því má ekki verða löng bið, að fundnar verði leiðir til úrbóta. Það er þá um leið ástæða til að hugleiða, hvort þær fjár- hagslegu grundvallarreglur, sem samvinnuhreyfingunni voru settar í upphafi, nægi við fjárfrek skilyrði nútímans. Það er ein grundvallarreglan, að tekjuafgangi skal að mestu skipt milli viðskiptamanna. Hann skal ýmist borgast út eða leggjast í stofnsjóð, en í hvorugu tilfellinu verður hann eign félagsins, þó það í síðara fallinu hafi hann til umráða. Félagsmenn leggja svo félag- inu einnig til fé í formi spari- fjár, sem þeir ávaxta í rekstri þess í innlánsdeildunum. Stofnsjóðir eru í sjálfu sér jafngóðir eigin fé sem veltu- fé í daglegum rekstri, en ótryggir sem fjárfestingar- grundvöllur, einkum þegar félagsmönnum fjölgar ekki og endurgreiðslur stofnsjóðsinn- stæðna aukast. Fé innláns- deildanna er ekki heldur vel fallið til að skapa grundvöll fyrir fjárfestingarframkvæmd- um, þar sem það er kræft hvenær sem vera skal. Einnig er um þessar mundir að skap- ast sú aðstaða í þjóðfélaginu, að hætta er á, að vöxtur inn- lánsdeildanna fari minnkandi. Þegar innlánsdeildirnar voru að byrja, voru ekki mörg bankaútibú á landinu, en síð- an hefur samkeppnin um spari- fé farið harðnandi og nú er tekið við sparifé til ávöxtunar í hátt á annað hundrað stöð- um á landinu. Áður voru í samvinnufélaga- lögunum ákvæði um það, að félögunum væri skylt að leggja sem svaraði 1% af heildar- veltu í varasjóð. Þannig átti að skapa félögunum eigið fé til frekari tryggingar rekstr- inum, fé sem enginn gæti af þeim krafið. En þetta ákvæði hefur nú verið numið úr lög- um. Það er orðið tímabært að taka upp nýjar aðferðir við fjármálastjórn hreyfingarinn- ar, ýtarlegri áætlanagerð og samræmda fjármálastefnu. Þetta er ekki sízt nauðsyn- legt vegna þess að viðskipti félaganna innbyrðis og við Sambandið eru svo mikil og margþætt, að fjárhagsafkom- an tvinnast saman. Meiri áherzlu verður einnig að leggja á arðsemismat fjárfestinga. En fyrst og fremst verður að myndast eigið fé í rekstri fé- laganna. Ekkert fyrirtæki get- ur tryggt framtíð sína nema með myndun eigin fjár. Og til þess þarf reksturinn að skila afgangi, og þá er ekki lengur nóg að leggja þann afgang í stofnsjóði félagsmanna, þó það sé í sjálfu sér þakkarvert, heldur þarf einnig að mynda eigið fé, efla varasjóðina. Niðurlag Það hefur verið sagt, að sam- vinnustarfið sé önnur hlið kjarabaráttunnar, því að eins og það sé hlutverk almennra hagsmunasamtaka að auka tekjur almennings, þá sé það hlutverk samvinnufélaganna að drýgja þær með því að veita hagkvæm viðskiptakjör. Innan íslenzku samvinnu- hreyfingarinnar er starfið margþættara en víðast ann- arsstaðar. Þegar vel tekst til getur þetta aukið styrk henn- ar og gert henni fært að taka með áhrifamiklum hætti þátt i framfarabaráttu þjóðarinnar á sviði atvinnumála. En það væri ógætilegt að loka augunum fyrir þeim félagslegu hættum, sem af þessu getur leitt. Hrein neytendakaupfélög hafa ein- falt og skýrt markmið: að út- vega félagsmönnum góðar vör- ur á hagkvæmasta verði. Um það geta allir félagsmenn sam- einazt. En þegar samvinnu- starfið verður margþættara verða markmiðin einnig fleiri. Einn félagsmaður kann að hafa meiri áhuga á einum þætti starfseminnar en öðr- um, annar á hinum, og hætt- an á áhugaleysi eða jafnvel hagsmunaárekstrum blasir við, ef þess er ekki gætt að þræða vandfarinn veg á þann hátt að öllum skiljist hvert verið sé að fara og í hvaða tilgangi. Þess vegna verða öðru hverju að fara fram innan samvinnuhreyfingarinnar opn- ar og hreinskilnislegar umræð- ur um markmið og leiðir til þess að skilgreina á nýjaleik takmark hennar og stefnu og eininga hennar. Það þarf einnig að endur- skoða stjórnarform hennar í því skyni að glæða almennan áhuga, koma á betri samræm- ingu, skipulegri vinnubrögðum og sterkari stjórn, og tryggja virkari þátttöku fleiri þjóð- félagsafla, ekki sízt í þéttbýl- inu, þar sem byggðaþróun undanfarinna áratuga hefur fært hreyfingunni að höndum ný verkefni, stór í sniðum. Endurskipan og stækkun fé- lagssvæða og verzlunarsvæða er aðkallandi viðfangsefni eins og rök eru færð að hér að framan, og sífelld leit verður að fara fram að hagkvæmari viðskiptaformum á sem flest- um sviðum til þess að gera starfsemina ódýrari án þess að draga um of úr þjónustu við félagsmennina. Hér er um að ræða endur- mat í grundvallaratriðum á stöðu hreyfingarinnar og starfsháttum. í því þurfa fé- lagsmenn sem allra flestir að taka þátt, því að samvinnu- hreyfingin er ekki bara verzl- unarfyrirtæki, heldur fyrst og 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.