Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 39
þeyta ungum mönnum þvert
yfir himinhvolfið á svipstundu.
Flugmennirnir voru líka löngu
búnir að skila sér áður en við
kvöddum gestgjafa okkar. Pilt-
arnir sem höfðu haft Seyðis-
fjörð fyrir sjónum sér fyrir
hállfri stundu létu fara vel um
sig suður iá Keflavíkurvelli og
sötruðu ísaðan kók úr pappa-
krúsum. En gnýrinn frá flug-
vélunum þeirra var ennþá á
leiðinni að austan. Ætli halinn
á honum hafi ekki ennþá ver-
ið staddur yfir Skarðsheiðinni?
Vígvélarnar sem ungu menn-
irnir stjórnuðu flugu eins og
að líkum lætur langtum hrað-
ar en bljóðið.
En þó að svona hraði sé
orðinn sjálfsagður hlutur þá
hef ég andstyggð á honum. Ég
skil ekki hversvegna menn eru
að rifna af hrifningu útaf því
hvað þoturnar eru búnar að
gera heiminn okkar lítinn og
óverulegan. Ætli þeir hafi bara
gefið sér tíma til að athuga
málið? Akureyri er fyrir bragð-
ið komin í hlaðvarpann hjá
Reykvíkingum og Danmörk er
upni á Kjalarnesi.
Ég vona að menn hneykslist
ekki pó að ég barlómist svolít-
ið útaf þessu núna. Þannig er
mál með vexti að ég minntist
ögn iá hraðafárið í spjalli í
útvarpinu í hitteðfyrra. Það
var vegna ensk-frönsku Con-
corde-þotunnar sem þá var í
bígerð, og nú er herjans fer-
l'kið búið að lyfta sér af teikni-
borðinu. Ég sat heima hjá
kunningja mínum um daginn
begar það mjakaðist inn á
skerminn á sjónvarpinu hans
eins og tröllvaxinn silfurorm-
ur. Vinur minn var svo andagt-
ugur að hann hefði tekið ofan
og signt sig ef hann hefði haft
stiórnarráðshattinn nærtæk-
an. Hann þruglaði eitthvað
um „dásamlegt æVintýri'* og
bóttist aldrei hafa séð renni-
legra far. En það eina sem
er rennilegt í loftinu og veld-
ur mér ekki hugarangri það
er rennileg flugfreyja. Og sér
er nú hvert ævintýrið að sjá
þessa álhólka fara með ná-
gauli um loftið! Hvað er ævin-
týralegt við það að Akureyri
er orðin álíka hversdagsleg og
bílskúr nágrannans og Dan-
mörk er kartöfluakur sem
maður tekur í einu skrefi á
leiðinni til Japan?
Má ég biðja um gömlu góðu
dagana þegar flugkappinn
burfti helst að vera með regn-
hlíf. Jæja, það er kannski of-
sagt afbví þessu fólki var
sannarlega ekki fisjað saman,
en garparnir stóðu samt hálf-
ir upp ur farkostinum eins og
Grænlendingar í kajak. Flug-
kappar nútímans eru eins
ópersónulegir og þeytispjöldin
sem þeir stjórna. Þetta eru
svipir með plastkúlu fyrir höf-
uð og súrefnisgrímu fyrir and-
lit og flugsveitarnúmer á bak-
inu á treyjunni. Rafheilar og
allskyns fargan hefur 'tekið við
hlutverki flugmannsins. Flug-
vélin hlýtur frægðarorðið og
flugmaðurinn er gleymdur.
Þannig g^eta strákarnir mínir
samstundis sagt mér nafn-
númerið á þotunni sem setti
hraðametið vestan hafs um
daginn. En hvað hét maður-
inn sem fékk að sitja í? Strák-
arnir horfa á mig og yppta öxl-
um.
Á uppvaxtarárum flugsins
voru nöfn fluggarpanna á allra
vörum. Kvikmyndastjörnurnar
máttu vara sig. Fyrirmenn m-eð
pípuhatta tóku á móti full-
hugunum þegar þeir príluðu út
úr tvíþekjunum sem manni
finnst núna að hafi verið
smíðaðar úr striga og píanó-
vír. Hér á ég mynd af Lind-
berghjónunum þegar þau
komu fijúgandi til íslands. Öll
veröldin þekkti þau. Menn
þustu upp til handa og fóta
þar sem þau steyptu sér niður
úr loftinu á glæfraferðum sín-
um. Ráðherrar á blankskóm
kepptust við að þrýsta hendur
þeirra og hefðarfrúr með refa-
skott milli brjóstanna færðv
þeim blómvendi. En heiðurs-
gestirnir eru dúðaðir í svell-
þykka samfestinga á ísiands-
myndinni. Það var kuldaverk
að fljúga opinni loftkænu milli
heimsálfa. Fríðleikskonan
Anna Lindberg er eins og pól-
f ari á myndinni: eins og f erða-
langur frá heimskautslandi
sem befur villst inn í ráð-
herraveislu; og ævintýrið geisl-
ar af. brosi hennar.
Hin alræmda Concorde-þota
á að fljúga á tveimur klukku-
tímum milli Englands og
Bandaríkjanna. Það er fjögra
tíma mismunur á klukkunni í
London og New York, og þegar
flogið -er í vesturátt þá „græða"
farþegarnir þennan tímamun.
Það þýðir — samkvæmt klukk-
unni — að þeir verða komnir
á áfangastað tveimur tímum
áður en þeir lögðu af stað!
Þokkalegt! Þar að auki hafa
svona eldþotur þann ljóta ósið
að ýta á undan sér hljóðbylgj-
um sem sprengja að vísu ekki
eyrnahimnurnar í mönnum
enn sem teomið er, en sem
geta aftur á móti splundrað
hverri einustu gluggarúðu þar
sem þær fara yfir. Það hefur
talsvert verið skrifað um þetta
í blöðin báðumegin við hafið,
og ýmsir Bretar og Bandaríkja-
menn eru sem vonlegt er ekk-
ert hrifnir af þeirri tilhugsun
að þurfa að glerja hjá sér að
meðaltali tvisvar á dag.
Þetta er ljóta vesenið, og ég
skil ekki þetta kapphlaup við
klukkuna. Hvað er unnið við
það að þjóta eins og kólfur um
loftið, eins og hugur manns?
Ég hugsa með söknuði til
fyrstu flugferðar minnar til
útlanda með farþegaflugvél.
Þetta var ein af þessum flug-
vélum sem voru farartæki en
ekki flugskeyti. Við snigluð-
umst um loftin blá í mestu
makindum og hnoðuðum í
okkur veislumat sem við höfð-
um tíma til að melta um borð.
Nú smeygja þeir upp í mann
brauðsneið 'á íslandi sem mað-
ur tyggur í dauðans ofboði yf-
ir Færeyjum og nær með
hörkubrögðum að kyngja svo-
sem sekúndu áður en lent er í
Danmörku.
Við höfðum tíma til að taka
slag og rabba um daginn og
veginn í blessaðri gömlu vind-
myllunni, og að gefa flugfreyj-
unni (sem var sérdeilis geðug
stúlka) hýrt auga. Flugstjór-
inn rölti út úr stjórnklefanum
með pípuna sína í munninum
og sýndi okkur í rólegheitum á
landabréfinu hvar við vorum
stödd, og hann gat leyft sér
það blessaður maðurinn af því
við vorum ekki komin tvö
hundruð kílómetra framhjá
staðnum um leið og hann drap
fingrinum á kortið.
Við gátum leyft okkur að
taka Mfinu með ró i fáeinar
klukkustundir þó að við værum
í flugvél, og nú er verið að
fórna þessu öllu fyrir hrað-
ann. Flugstjórinn er orðinn
ósýnilegur. Hann langar ef-
laust að vera skemmtilegur og
alþýðlegur eins og í gamla
daga, en ef hann bregður sér
frá í eina mínútu þá fer hann
óviljandi hringinn í kringum
jörðina. Meira að segja flug-
freyjurnar sem voru alltaf svo
liprar og elskulegar mega varla
vera að því að brosa flug-
freyjubrosi. Maður sér þær
kannski tvisvar á öllu ferða-
laginu: í fyrra skiptið þegar
þær fara vitstola um vélina
veinandi: „Spenna beltin!
Spenna beltin!" og stundar-
korni seinna yfir flugturnin-
um í Kastrup þegar þær send-
ast eins og strokufangar vél-
ina á enda: „Spenna beltin!
Spenna beltin!"
Sú var tíðin að menn voru
menn segir í kúrekabókmennt-
um, og eins sýnist sá dagui
ekki ýkjalangt undan þegai
menn geta byrjað að tala með
söknuði um liðnu dagana þeg-
ar farþegar voru farþegar.
Þegar við lölluðum um loftin
blá í gamla-fordinum sem ég
minntist á áðan, þá vorum
við farþegar og manneskjur.
Og núna? Nú erum við byssu-
kúlur með farseðil upp á vas-
ann.
39