Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 40
Haft er eftir Bismarck, að sá sem ráði Bælheimi geti rað- ið yfir Evrópu. Eins og fleiri hnittiyrðum er þessu varlega trúandi í bókstaflegri merk- ingu, en saga síðustu áratuga bendir eindregið til að það sé ekki sagt alveg út í bláinn. Síðan myndað var sjálfstætt þjóðríki Tékka og Slóvaka af Bæheimi og slavnesku lönd- unum þar austuraf í lok heims- styrjaldarinnar fyrri, hefur það orðið hlutverk Tékkó- slóvakíu að gerast brennidepill þróunarinnar í Evrópu á þýð- ingarmiklum tímamótum í sögu álfunnar. Tvisvar á þrem áratugum hafa gerzt þar at- burðir sem markað haf a þátta- skil og mótað framvindu í Evrópu á næsta söguskeiði. Ekki leikur á tveim tungum, að 1938 og 1948 réðu atburðir í Tékkóslóvakíu mestu um það sem á eftir fór, í fyrra skiptið upphaf heimsstyrjaldarinnar síðari og i seinna skiptið stofn- un Atlantzhafsbandalagsins og hámark kalda stríðsins. Atburðir vorsins 1968 í Tékkóslóvakíu standa enn sem hæst og afleiðingar þeirra eru ekki enn komnar í Ijós nema að litlu leyti, svo óvarlegt kann að þykja að skipa þeim að svo komnu máli á bekk með Munchensamningunum og valdatöku kommúnista í Prag, en þó verður í þessu máli haft fyrir satt að svo sé, og leitazt við að færa rök fyrir þeirri skoðun. Framtíðin sker svo úr um réttmæti hennar. En áður en lengra er hald- ið að ræða það sem nú er að gerast, er þörf á að gera sér nokkra grein fyrir megindrátt- unum í þeirri þróun í sögu Tékkóslóvakíu og Evrópu, sem markast af örlagaártölunum 1938 og 1948. Hlutlæg könnun á þeim atburðum, aðdraganda þeirra og afleiðingum, hefur þegar leitt til niðurstöðu sem ólíklegt er að breytist veru- lega, nema ný og áður ókunn gögn komi til. Árið 1938 ákváðu stjórnir Bretlands og Frakklands í Munehen að afhenda Hitlers- Þýzkalandi landamæraJhéruð Tékkóslóvakíu og þar með í rauninni landið allt, eins og kom á daginn misseri síðar. Eftir þetta varð heimsstyrj- öldin síðari ekki lengur um- flúin. Sigurinn í Munchen sannfærði Hitler um, að hann gæti farið öllu sínu fram í Austur- og Mið-Evrópu án þess að Vesturveldin létu til skarar skríða, og dró jafnframt allan mátt úr andstöðu gegn Hitler í þýzku herstjórninni og em- MAGNÚS TORFI ÓLAFSSON: UMBROT í A-EVRÓPU / Austur-Evrópu tiðkast að foringjar kommúnistaflokka heilsist með bróðurkossi, þegar þeir hittast í embœttisnafni. Hér heilsast þeir Dubcek (til hœgri) og Bresnéff, þegar sovézki flokksforinginn kom til Prag að vera við hátiðahöld til að minnast valdatökunnar 1948. bættiskerfinu, einu stofnunum innanlands sem hugsanlegt var að hefðu bolmagn til að steypa honum af valdastóli. Jafnframt gerði samkomu- lagið í Miinchen útaf við alla möguleika á að Vesturveldin og Sovétríkin tækju höndum saman gegn Þýzkalandi. Þar var sovétstjórnin sett hjá, þeg- ar örlög Evrópu voru ákveðin, með þeim afleiðingum að Stal- ín ákvað að leika sama leik og Vesturveldin, reyna að kom- ast að einhliða samkomulagi við Hitler. Griðasáttmáli Þýzka- lands og Sovétríkjanna var beint áframhald af Miinchen- samningunum. Þegar í odda skarst í Prag milli borgaralegu flokkanna og kommúnista á útmánuðum 1948, réð svo minningin um það sem gerðist í Miinchen tíu árum áður miklu um úrslitin. Fjöldi borgaralega sinnaðra manna taldi reynsluna hafa sýnt að traust bandalag við Sovétríkin væri það eina sem til frambúðar megnaði að tryggja tilveru ríkisins. Þessi afstaða átti mikinn þátt í að færa kommúnistum algeran sigur í blóðsúthellingalausri byltingu. Valdataka þeirra í Prag af eigin ramleik, þar sem um enga sovézka hersetu í landinu var að ræða þá né síð- ar, varð svo bæði leynt og ljóst helzta tilefnið til stofn- unar Atlanzhafsbandalagsins. Þótt þá væri látið í veðri vaka að meginástæðan væri að verja Vestur-Evrópu fyrir her- skörum Sovétríkjanna, er nú almennt viðurkennt að Stalín skorti bæði mátt og vilja til herhlaups vestur á bóginn. Það sem menn óttuðust í Washington, London, París og Róm, og vildu girða fyrir með samningsbundinni, bandarískri hersetu í Vestur-Evrópu, var að hinir öflugu kommúnista- flokkar í Frakklandi og á ítal- íu næðu völdum á svipaðan hátt og gerzt hafði í Tékkó- slóvakíu. Gagnverkunin lét ekki á sér standa á áhrifasvæði Sovét- ríkjanna. Tilvera Atlanzhafs- bandalagsins varð valdhöfum í Moskvu tilefni til að strengja leyniþjónustunet sitt um öll lönd Varsjárbandalagsins, í þvi skyni að svipta kommún- istaflokkana sem þar stjórn- uðu sjálfstæði og gera þá að verkfærum sovézka flokksins, eða réttara sagt þess foringja sem brotið hafði sovézka flokk- inn undir persónulegt vald sitt. Spennan sem búið hafði um sig í löndum Austur-Evrópu undir harðstjórn Stalíns, brauzt út fyrir alvöru 1956 einkum þó í Ungverja'landi og Póllandi. Árið 1956 og lengi síðan varð ekki annað séð á yfirborðinu en allt væri með kyrrum kjör- um í Tékkóslóvakíu. Valdhaf- arnir frá Stalinstímanum högguðust ekki í sessi, þeir höfðu reist ferlegustu Stalíns- styttu veraldar þar sem hún gnæfði yfir Prag, og rifu hana ekki niður fyrr en löngu eftir að slík minnismerki voru horf- in í öðrum löndum en Albaníu. Niðurstöður af hreinsanarétt- arhöldum yfir Slansky og öðr- um flokksforingjum fengust ekki endurskoðaðar fyrr en 1962, og var þá ekki hnekkt nema að takmörkuðu leyti, þótt öílum mætti vera ljóst að þar höfðu verið framin hin herfilegustu dómsmorð. Anton- in Novotny, forseti ríkisins og flokksforingi í senn, var lang- æjastur valdamanna í Austur- Evrópu að Ulbricht einum und- anskildum. Nú hefur orðið gerbreyting í Tékkóslóvakíu á fáum mánuð- um. Skipt hefur verið um menn í öllum helztu valdastöð- um flokks og ríkis, og nýju mennirnir eru málsvarar nýrr- ar stefnu, sem þegar er kom- in til framkvæmda á mörgum sviðum. Áhrifa af atburðun- um í Tékkóslóvakíu gætir nú þegar um alla Austur-Evrópu, og er engin leið að sjá fyrir endann á þeirri þróun. Aðdraganda þess sem nú hef- ur verið að gerast má rekja aftur til síðasta árs, þegar ljóst varð að Novotny og nánustu samstarfsmenn hans hugðust festa sig í sessi og bæla niður óánægjuraddir, sem ágerzt höfðu jafnt og þétt síðustu ár. í því efni féllu margir straum- ar að einum ósi. Tékkar og Slóvakar hafa oft átt stirða sambúð, þótt þjóðirnar séu náskyldar, og á síðustu tímum, eftir að efna- hagsörðugleikar ágerðust í landinu, hefur Slóvökum þótt sinn hlutur í vaxandi mæli fyrir borð borinn. Iðnþróun er mun skemmra á veg komin í Slóvakíu en í Bæheimi og á Mæri, og eftir að harðnaði á dalnum töldu Slóvakar sinn hlut mjög skertan í atvinnu- framkvæmdum. í löndum Tékka stendur iðn- aður á gömlum merg, og er Tékkóslóvakía reyndar eina landið með fjölmenna og þroskaða verkalýðsstétt við lýði, þegar þar var komið á sósíalistisku þjóðskipulagi. Fulltingi verkalýðsins, sem tryggt hafði kommúnistum yf- ir 40 af hundraði atkvæða í fyrstu kosningum eftir stríð, réð úrslitum við valdatökuna 1948, svo sovéther þurfti hvergi nærri að koma, ólíkt því sem 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.