Samvinnan - 01.06.1968, Síða 41

Samvinnan - 01.06.1968, Síða 41
var í öðrum Austur-Evrópu- ríkjum að Júgóslavíu einni undanskilinni. En þegar farið var að leggja á ráð um þróun hins þjóðnýtta iðnaðar, var sérstökum forsendum og skil- yrðum í Tékkóslóvakíu ekki sinnt sem skyldi, heldur mænt á sovézku fyrirmyndina, eins og reyndar þá var lenzka um alla Austur-Evrópu. Þetta gafst sérstaklega illa í Tékkó- slóvakíu. Þróað iðnaðarríki hafði fátt að læra af þeim úr- ræðum sem breytt höfðu Sov- étríkjunum úr vanþróuðu landi í iðnaðarstórveldi á skömmum tíma. Því lengra sem leið því skýrar komu í ljós agnúarnir á efnahagsstefnu tékkósló- vaskra valdhafa, og síðustu ár hefur hagvöxtur staðnað að mestu, bæði sökum rangrar fjárfestingarstefnu >og úrelts stjórnunarkerfis. Umbótavið- leitni yngri manna fékk nokk- urn stuðning í orði, en strand- aði í verki að meira eða minna leyti á tregðu þeirra sem óttuð- Einn síns liðs og niðurlútur gekk Antonin Novotny af þingfundin- um, sem kaus Ludvik Svoboda forseta í stað hans. ust um aðstöðu sína, ef farið væri að hrófla verulega við valdakerfinu. Loks höfðu menntamenn og stúdentar lengi leitazt við að rýmka hömlur á tjáningar- frelsi, bæði í listum, félagsvís- indum og stjórnmálum, og náð töluverðum árangri um skeið. Á því sviði lögðu íhaldsöflin fyrst til atlögu. Á þingi rithöf- undasambandsins í fyrrasumar réðst Jiri Hendryoh, hug- myndafræðilegur málsvari flokksforustunnar, á þá rit- höfunda sem forustu höfðu í frjálsræðisbaráttunni. Þegar þeir svöruðu fullum hálsi, og hlutu stuðning þorra starfs- bræðra sinna, voru forsprakk- arnir gerðir flokksrækir og málgagn rithöfundasambands- ins tekið af því og af- hent menningarmálaráðuneyt- inu. Jafnframt var ritskoðun hert á öllum sviðum. Stúdent- ar í Prag urðu fyrir barðinu á yfirvöldunum í fyrrahaust, þegar þeir efndu til mótmæla gegn aðbúnaði í stúdentagörð- um. Lögreglan dreifði mót- mælagöngu þeirra með mesta hrottaskap og mörgum var varpað í fangelsi. Á miðstjórnarfundi í Prag í októberlok hófust úrslitaátök- in um stefnu kommúnista- flokksins. Flokkurinn er tví- skiptur í samræmi við skipt- inguna í landinu milli Tékka og Slóvaka. Um langt skeið hefur flokksforusta Slóvaka verið breytingasinnaðri og frjálslyndari en Novotny og samstarfsmenn hans í forustu tékknesku deildarinnar. Eftir að sýnt var að Novotny hugðist herða valdatökin til mikilla muna, afréðu Alexander Dub- cek, framkvæmdastjóri flokks- ins í Slóvakíu, og skoðanabræð- ur hans, að láta sverfa til stáls. Fyrstu skærurnar áttu sér stað á miðstjórnarfundinum í fyrra- haust. Þar kom á daginn að Slóvakar áttu vísan stuðning nokkurs hluta miðstjórnar- manna frá Bæheimi og Mæri. Einn þeirra lagði til að forseta- embættinu í ríkinu og aðal- framkvæmdastjórastöðunni í flokknum yrði skipt milli tveggja manna en ekki sam- einuð í höndum Novotny eins og verið hafði. Novotny og stuðningsmönnum hans tókst að fá ákvörðun um þessa til- lögu frestað, og hófst nú liðs- safnaður á báða bóga. Síðustu dagana fyrir jól kom miðstjórnin á ný saman á fund. Hörðnuðu nú deilurnar um allan helming, en úrslit fengust ekki. Fundi var enn frestað framyfir nýár. Tímann milli jóla og nýárs notaði Novotny til að undir- búa það sem hann taldi að verða myndi rothögg á and- stæðinga sína. Hann lét Miros- lav Mamula, yfirmann leyni- lögreglunnar, útbúa handtöku- tilskipanir á hendur þeim 263 mönnum sem hann taldi sér hættulegasta. Þar á meðal voru Dubc-ek og Josef Smrkov- sky skógræktarmálaráðherra, einn þeirra manna sem áður höfðu setið í fangelsi fyrir lognar sakir. Þar að auki not- aði Novotny forsetavaldið til að láta trúnaðarmann sinn Jan Sejna, hershöfðingja og fram- kvæmdastjóra flokksdeildar- innar í landvarnaráðuneytinu, kalla fyrstu skriðdrekaher- deildina frá stöðvum sínum við landamæri Tékkóslóvakiu og Vestur-Þýzkalands til Prag. Þegar miðstjórnin kom sam- an á ný 3. janúar, hélt Novotny sig hafa öll ráð andstæðing- anna í hendi sér. Hann vissi ekki að skoðanabræður Dub- ceks í landvarnaráðuneytinu og leynilögreglunni höfðu kom- izt á snoðir um hvað á döfinni var og komið vitneskjunni áleiðis. Dubcek gat sýnt mið- stjórninni fram á að flokks- foringinn hafði gert sig lík- legan til að beita her og lög- regluva'ldi til að taka ráðin af miðstjórninni. Jafnframt höfðu æðri hershöfðingjar en Sejna tekið framfyrir hendur hans. Novotny sá að hann var sigraður, og reyndi að segja af sér embættum forseta og flokksforingja á stundinni. Meirihluta miðstjórnar þótti ekki rétt að ganga svo langt að sinni. Dubcek var kjörinn aðalframkvæmdastjóri Komm- únistaflokks Tékkóslóvakíu í stað Novotny, sem var látinn halda forsetaembættinu. Fram til þessa hafði al- menningur í Tékkóslóvakíu lítið vitað um það sem verið hafði að gerast á lokuðum fundum miðstjórnarinnar, en á því varð nú skjót og gagn- ger breyting. Eitt fyrsta verk Dubceks og samstarfsmanna hans var að afnema ritskoðun á blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Jafnframt var boðað til hér- aðafunda í kommúnistaflokkn- um um landið allt, og ákveðið að þar skyldi kjósa nýja trún- aðarmenn við leynilega at- kvæðagreiðslu, og var það í fyrsta skipti í mörg ár sem sá háttur var hafður. Og hér var ekki um það að ræða að einn alræðishópur tæki við af öðrum og beitti fyrirrennarana sömu brögðum og þeir hugðust viðhafa, hefðu þeir borið hærri hlut. Emb- ættismenn og flokksforingjar sem gagnrýni sættu fengu tækifæri til að verja málstað sinn á fundum og í fjölmiðl- unartækjum. Engin tilraun var gerð til að hindra Novotny og skoðanabræður hans í að efna til funda í verksmiðjum í Prag og skora á verkamenn að fylkja sér um gömlu forust- una gegn því fyrirbæri sem þessir ræðumenn kölluðu „al- ræði menntamanna." En til- raunir til að etja saman verka- lýð og menntamönnum fóru út um þúfur. Því lengur sem um- ræður stóðu og því víðtækari sem þær urðu, þeim mun Ijós- ara varð að Dubcek og hans menn höfðu álmenningsálitið á sínu bandi. Ýmsir höfðu spáð því þegar orðið var gefið frjálst í Tékkó- slóvakíu, að allt myndi ganga úr skorðum og upplausn hljót- ast af, þegar svo skyndilega var losað um áratuga hömlur, en sú varð ekki raunin á. Þótt umræður væru heitar og mörg þung orð féllu, eftir að menn höfðu sannfærzt um að mál- frelsið væri raunverulegt en engin gildra, kom hvergi til uppþota né ofbeldisverka. Frelsisbyltingin í Tékkóslóvak- íu hefur fram til þessa átt sér stað án þess nokkru skoti væri hleypt af né lögreglukylfa reidd á loft. Einu voveiflegu tíðindin sem borizt hafa eru af sjíálfsmorðum nokkurra emb- ættismanna, svo sem fanga- varða, dómara og hershöfð- ingja, sem ekki hafa treyst sér til að standa reikningsskap á þeim verkum sem þeir unnu í þágu fráfarandi valdhafa. Eftir að ritskoðun var af- numin, kom brátt í ljós að ein almennasta krafan á mann- fundum og í blöðum var sú að Novotny viki úr forsetaembætt- inu engu síður en flokksfor- ustunni. Lengi vel þumbaðist hann við, en þá kom upp mál sem gerði honum ekki lengur vært í hinni fornu höll Bæ- heimskonunga á Hradcany- hæð. Jan Sejna hershöfðingi átti ekki von á góðu, eftir að til- raun hans til að skipuleggja valdarán með herafla fór út um þúfur. í febrúar varð hann þess áskynja, að hafin var rannsókn á ferli hans, og for- sætisnefnd þingsins hafði ver- ið beðin að svipta hann þing- helgi sem hann naut sem þing- maður. í málsskjölum var honum gefinn fjárdráttur að sök, en Sejna hefur manna bezt vitað að annað alvarlegra mál bjó undir. Næst fréttist 41

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.