Samvinnan - 01.06.1968, Side 43

Samvinnan - 01.06.1968, Side 43
unum í Prag fullan fjandskap, og er ljóst af ræðum þeirra og skrifum austur-þýzkra blaða að lögð er megináherzla á að hvetja sovétstjórnina til að kveða upp ótvíræðan áfellis- dóm yfir frjálsræðiskommún- isma Tékkóslóvaka. Hafa Austur-Þjóðverjar undanfarið lagt kapp á að blása lífi í þá gömlu kominternkenningu, að prófsteinninn á hollustu manna við sósíalismann sé hvort þeir sýni afdráttarlausa fylgispekt við þá sem með völdin fara á hverjum tíma í Sovétríkjunum. Austur-þýzka stjórnin óttast einkum að Tékkóslóvakar rjúfi samstöðuna gagnvart Vestur- Þýzkalandi. Pólskir valdhafar eru sama sinnis, en þeim er þó öllu ríkari í huga hættan á að þróunin í Tékkóslóvakíu að undanförnu kunni að end- urtaka sig í Póllandi. Nokkru áður en til úrslita dró í Prag, geisuðu í Varsjá og fleiri pólsk- um borgum ákafar stúdenta- óeirðir, sem barðar voru niður með lögregluvaldi. í kjölfarið fylgdu fjöldabrottrekstrar manna, sem taldir voru hafa stappað stáli í stúdenta, úr Verkalýðsflokknum og úr em- bættum í stjórnarkerfinu, vís- inda- og menntastofnunum og hernum. Var gert mikið veður af því í ræðum og blaðagrein- um, hve menn af gyðingaætt- um voru áberandi fjölmennir í hópi hinna brottreknu. Kom á daginn að þeir sem þar voru að verki beindu skeytum sín- um í raun og veru að flokks- foringjanum Gomulka, sem er giftur konu af gyðingaættum, enda snerist hann brátt opin- berlega gegn þessum málflutn- ingi. Gomulka er kominn á efri ár og hefur lengi verið heilsuveill, en nógir um boð- ið að taka við flokksforustunni af honum. Telja flokksræðis- sinnar í Póllandi sér því mikla hættu búna, ef veruleg smit- un frá Tékkóslóvakíu berst yf- ir landamærin. Hinsvegar hafa stúdentar í Tékkóslóvakíu á ýmsan hátt látið í Ijós samúð með pólskum stúdentum. Hafa mótmælaorðsendingar farið milli Prag og Varsjár af þess- um sökum. Sú ríkisstjórn í Austur- Evrópu sem tekið hefur at- burðunum í Tékkóslóvakíu bezt er sú rúmenska. Um ára- bil hafa Rúmenar stefnt mark- visst að því að losa sig undan áhrifavaldi Sovétríkjanna, sem á fyrstu árum eftir stríð var öflugra þar en í nokkru Aust- ur-Evrópulandi öðru. Síðan Rúmenar losnuðu við sovézka hersetu, hefur þeim tekizt að framfylgja sjálfstæðri stefnu í utanríkismálum og efna- hagsmálum, án þess þó að lenda í opinberum illdeilum við sovézka ráðamenn, þangað til á fundi kommúnistaflokka í Svoboda veifar til mannfjöldans úr opnum bíl eftir forsetakjörið. Búdapest í vetur, þar sem und- irbúa skyldi alþjóðaráðstefnu þeirra. Þar gengu Rúmenar af fundi, eftir að ráðizt hafði verið á stefnu þeirra gagnvart Vestur-Þýzkalandi og ísrael, bersýnilega að undirlagi sovét- manna. Við stjórnarskiptin í Prag telja Rúmenar sig hafa eignazt kærkominn sálufélaga í hópi sósíalistiskra ríkja, því þeir hafa aldrei átt fyllilega samleið með nágrönnum sín- um í Júgóslavíu. Um sama leyti og ritskoðun var afnumin í Tékkóslóvakíu og fyrirheit gefið um opinbera og gagn- gerða rannsókn á valdníðslu og óhæfuverkum á liðnum ár- um, hélt Ceausescu, foringi rúmenska kommúnistaflokks- ins, ræðu þar sem hann boð- aði ráðstafanir til að tryggja málfrelsi og skoðanafrelsi í landinu og skýrði frá brott- vikningu þeirra manna úr áhrifastöðum, sem mesta ábyrgð eru taldir bera á dóms- morðum sem framin voru í tíð fyrirrennara hans Georghiu- Dej. Sovétstjórnin virðist ætla að gera sitt til að þjappa Rúmen- íu og Tékkóslóvakíu saman. Skömmu eftir stjórnarskiptin í Tékkóslóvakíu var haldinn í Dresden fundur leiðtoga allra ríkja Varsj'árbandalagsins nema Rúmeníu. Aðaltilefni fundarins voru atburðirnir í Prag, en nú hefur Ceausescu skýrt frá því að þar hafi einn- ig verið fjallað um æðstu herstjórn Varsjárbandalagsins að Rúmenum fjarverandi, þvert ofan í gerðar samþykkt- ir. Nokkru síðar komu svo flokksleiðtogar Póllands, Ung- verjalands, Austur-Þýzkalands og Búlgaríu til Moskvu og áttu þar viðræður við sovézka for- ustumenn. Leikur ekki á tveim tungum að þar var verið að marka sameiginlega afstöðu til undanvillinganna í Prag og Búkarest. Upplausn valdablakkanna tveggja sem mynduðust í Evrópu eftir heimsstyrjöldina síðari heldur jafnt og þétt áfram. Eftir uppreisn de Gaulle gegn drottinvaldi Bandaríkjanna er Atlanzhafs- bandalagið lítið annað en nafnið tómt. í Austur-Evrópu reynist Titóisminn langtum lífseigari en Stalínisminn. Enginn vafi er á að þróunin væri enn lengra á veg komin, hefði tillaga pólska utanríkis- ráðherrans Rapacki um gagn- kvæma brottför bandarísks og sovézks herliðs úr löndum Mið- Evrópu náð fram að ganga. Stórveldin tvö lögðust á eitt að eyða því máli, „en samt hreyfist hún,“ samt þverrar drottinvald beggja smátt og smátt. Meira að segja óyndis- úrræði eins og hernaðarað- gerðir sovétmanna í Ungverja- landi 1956 fá ekki til lengdar hamlað því sem verða vill. Nú hafa Tékkóslóvakar ein- sett sér að brjóta nýja braut, sýna að sósíalismi og frjálsræði geti farið saman og eigi í raun- inni saman. — Eftir það sam- bland einbeitni og gætni, sem þeir hafa sýnt á síðustu mánuðum, virðast þeir allra manna líklegastir til að láta sér takast þetta í fyrstu at- rennu, gerist enginn til að bregða fyrir þá fæti. Afleiðing- arnar geta orðið ófyrirsjáan- legar — í báðum hlutum Evrópu. Magnús T. Ólafsson. Tvö þúsund og fimm hundruð manns sóttu stofnfund sambands fyrrverandi pólitískra fanga í Prag. Fyrsti liður í stefnuskrá sambandsins er að stuðla að þvi að gerðar verði ráðstafanir sem hindri til fram- búðar valdníðslu og pólitískar ofsóknir. a

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.