Samvinnan - 01.06.1968, Qupperneq 43

Samvinnan - 01.06.1968, Qupperneq 43
unum í Prag fullan fjandskap, og er ljóst af ræðum þeirra og skrifum austur-þýzkra blaða að lögð er megináherzla á að hvetja sovétstjórnina til að kveða upp ótvíræðan áfellis- dóm yfir frjálsræðiskommún- isma Tékkóslóvaka. Hafa Austur-Þjóðverjar undanfarið lagt kapp á að blása lífi í þá gömlu kominternkenningu, að prófsteinninn á hollustu manna við sósíalismann sé hvort þeir sýni afdráttarlausa fylgispekt við þá sem með völdin fara á hverjum tíma í Sovétríkjunum. Austur-þýzka stjórnin óttast einkum að Tékkóslóvakar rjúfi samstöðuna gagnvart Vestur- Þýzkalandi. Pólskir valdhafar eru sama sinnis, en þeim er þó öllu ríkari í huga hættan á að þróunin í Tékkóslóvakíu að undanförnu kunni að end- urtaka sig í Póllandi. Nokkru áður en til úrslita dró í Prag, geisuðu í Varsjá og fleiri pólsk- um borgum ákafar stúdenta- óeirðir, sem barðar voru niður með lögregluvaldi. í kjölfarið fylgdu fjöldabrottrekstrar manna, sem taldir voru hafa stappað stáli í stúdenta, úr Verkalýðsflokknum og úr em- bættum í stjórnarkerfinu, vís- inda- og menntastofnunum og hernum. Var gert mikið veður af því í ræðum og blaðagrein- um, hve menn af gyðingaætt- um voru áberandi fjölmennir í hópi hinna brottreknu. Kom á daginn að þeir sem þar voru að verki beindu skeytum sín- um í raun og veru að flokks- foringjanum Gomulka, sem er giftur konu af gyðingaættum, enda snerist hann brátt opin- berlega gegn þessum málflutn- ingi. Gomulka er kominn á efri ár og hefur lengi verið heilsuveill, en nógir um boð- ið að taka við flokksforustunni af honum. Telja flokksræðis- sinnar í Póllandi sér því mikla hættu búna, ef veruleg smit- un frá Tékkóslóvakíu berst yf- ir landamærin. Hinsvegar hafa stúdentar í Tékkóslóvakíu á ýmsan hátt látið í Ijós samúð með pólskum stúdentum. Hafa mótmælaorðsendingar farið milli Prag og Varsjár af þess- um sökum. Sú ríkisstjórn í Austur- Evrópu sem tekið hefur at- burðunum í Tékkóslóvakíu bezt er sú rúmenska. Um ára- bil hafa Rúmenar stefnt mark- visst að því að losa sig undan áhrifavaldi Sovétríkjanna, sem á fyrstu árum eftir stríð var öflugra þar en í nokkru Aust- ur-Evrópulandi öðru. Síðan Rúmenar losnuðu við sovézka hersetu, hefur þeim tekizt að framfylgja sjálfstæðri stefnu í utanríkismálum og efna- hagsmálum, án þess þó að lenda í opinberum illdeilum við sovézka ráðamenn, þangað til á fundi kommúnistaflokka í Svoboda veifar til mannfjöldans úr opnum bíl eftir forsetakjörið. Búdapest í vetur, þar sem und- irbúa skyldi alþjóðaráðstefnu þeirra. Þar gengu Rúmenar af fundi, eftir að ráðizt hafði verið á stefnu þeirra gagnvart Vestur-Þýzkalandi og ísrael, bersýnilega að undirlagi sovét- manna. Við stjórnarskiptin í Prag telja Rúmenar sig hafa eignazt kærkominn sálufélaga í hópi sósíalistiskra ríkja, því þeir hafa aldrei átt fyllilega samleið með nágrönnum sín- um í Júgóslavíu. Um sama leyti og ritskoðun var afnumin í Tékkóslóvakíu og fyrirheit gefið um opinbera og gagn- gerða rannsókn á valdníðslu og óhæfuverkum á liðnum ár- um, hélt Ceausescu, foringi rúmenska kommúnistaflokks- ins, ræðu þar sem hann boð- aði ráðstafanir til að tryggja málfrelsi og skoðanafrelsi í landinu og skýrði frá brott- vikningu þeirra manna úr áhrifastöðum, sem mesta ábyrgð eru taldir bera á dóms- morðum sem framin voru í tíð fyrirrennara hans Georghiu- Dej. Sovétstjórnin virðist ætla að gera sitt til að þjappa Rúmen- íu og Tékkóslóvakíu saman. Skömmu eftir stjórnarskiptin í Tékkóslóvakíu var haldinn í Dresden fundur leiðtoga allra ríkja Varsj'árbandalagsins nema Rúmeníu. Aðaltilefni fundarins voru atburðirnir í Prag, en nú hefur Ceausescu skýrt frá því að þar hafi einn- ig verið fjallað um æðstu herstjórn Varsjárbandalagsins að Rúmenum fjarverandi, þvert ofan í gerðar samþykkt- ir. Nokkru síðar komu svo flokksleiðtogar Póllands, Ung- verjalands, Austur-Þýzkalands og Búlgaríu til Moskvu og áttu þar viðræður við sovézka for- ustumenn. Leikur ekki á tveim tungum að þar var verið að marka sameiginlega afstöðu til undanvillinganna í Prag og Búkarest. Upplausn valdablakkanna tveggja sem mynduðust í Evrópu eftir heimsstyrjöldina síðari heldur jafnt og þétt áfram. Eftir uppreisn de Gaulle gegn drottinvaldi Bandaríkjanna er Atlanzhafs- bandalagið lítið annað en nafnið tómt. í Austur-Evrópu reynist Titóisminn langtum lífseigari en Stalínisminn. Enginn vafi er á að þróunin væri enn lengra á veg komin, hefði tillaga pólska utanríkis- ráðherrans Rapacki um gagn- kvæma brottför bandarísks og sovézks herliðs úr löndum Mið- Evrópu náð fram að ganga. Stórveldin tvö lögðust á eitt að eyða því máli, „en samt hreyfist hún,“ samt þverrar drottinvald beggja smátt og smátt. Meira að segja óyndis- úrræði eins og hernaðarað- gerðir sovétmanna í Ungverja- landi 1956 fá ekki til lengdar hamlað því sem verða vill. Nú hafa Tékkóslóvakar ein- sett sér að brjóta nýja braut, sýna að sósíalismi og frjálsræði geti farið saman og eigi í raun- inni saman. — Eftir það sam- bland einbeitni og gætni, sem þeir hafa sýnt á síðustu mánuðum, virðast þeir allra manna líklegastir til að láta sér takast þetta í fyrstu at- rennu, gerist enginn til að bregða fyrir þá fæti. Afleiðing- arnar geta orðið ófyrirsjáan- legar — í báðum hlutum Evrópu. Magnús T. Ólafsson. Tvö þúsund og fimm hundruð manns sóttu stofnfund sambands fyrrverandi pólitískra fanga í Prag. Fyrsti liður í stefnuskrá sambandsins er að stuðla að þvi að gerðar verði ráðstafanir sem hindri til fram- búðar valdníðslu og pólitískar ofsóknir. a
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.