Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 44
PER OLOF SUNDMAN: Loftsigling Andrées Upphafskafli verkfræðings Heimir Pálsson þýddi Stokkhólmur haustið 1896. 1 Ég svaf illa aðf aranótt þessa mikilvæga nóvemberdags ¦— ekki af því ég væri óstyrkur eða órór, heldur aí þeirri kát- legu ástæðu að ég hafði brákað eitt- hvert bein í litlutá hægri fótar. Sársaukinn var allnokkur þegar ég gekk til hvílu, og hann óx um nóttina. Vissulega var hann ekki verri en svo að ég gat sofið, en ég vaknaði hvert sinn sem ég sneri mér í svefni. Einum tveim, þrem sinnum fór ég að blaða og lesa í bókum Flammarions, „Úraníu" og „Hruni veraldar", eftir að hafa fyrst reynt að vöðla koddunum sæmilega þægilega undir herðar og hnakka. Um sexleytið um morguninn dró ég tjöldin frá glugganum. Enn var hyldjúpt vetrarmyrkur. Nálægasta gasluktin var einsog hvítur flekkur sem gneistaði og glitraði í flóknu iskrystallamunstri gluggarúðunnar. Ofninn var heitur og í eldstæðinu lá nokkurra þumlunga lag af glóandi við- arkolum. Ég haltraði þegar ég gekk um gólfið. 2 Kvöldið áður höfðum við hitzt nokkr- ir saman við einfaldan en langan kvöld- verð. Talið snerist um rithöfunda einsog von Heidenstam, Levertin og Strindberg, ákæruna á hendur Gústafi Fröding, barst síðan áfram að Björnson og Ibsen og þaðan að Nansen og síðan —¦ að sjálf- sögðu — að Andrée. Tuttugasta og fyrsta dag ágústmánað- ar hafði norska heimskautsleiðangrin- vm mikla lokið; þrjú ár samfleytt hafði Fram legið innilukt í rekísnum og nú hafði það kastað akkerum í Tromsö, og þennan dag, 21. ágúst, hafði Friðþjófur Nansen aftur stigið á þilfar skipsins eftir fimmtán mánaða langa göngu um ísinn og vetursetu ásamt Johansen lautinanti. Klukkan rösklega tólf hinn 24. ágúst hafði enn eitt skipið varpað akkerum í Tromsö; það var Virgo frá Gautaborg. Og um borð í Virgo voru þeir Andrée, Strindberg og Ekholm ög sundurskorni, samanbrotni loftbelgurinn þeirra, Fjór- 44 um dögum áður höfðu þeir neyðzt til að yfirgefa stöð sína á Danaey við Spits- bergen. — Nansen var fagnað einsog hetju um allan heim, sagði ég. Heimskauts- leiðangur hans er sá merkilegasti og bezt heppnaði sem nokkru sinni hefur ver- ið farinn — að fráskildum Nordenskjöld og norðausturleiðinni. Stúdentarnir í Kristjánsborg voru pöddufullir í þrjá daga samfleytt, gengu fylktu liði um göturnar, sungu ættjarðarlög og heimt- uðu sambandsslit við Svíþjóð — þetta síðastnefnda kom að vísu ekki upp fyrr- en Óskar konungur hafði aðlað Nansen og gert hann greifa eða jarl. — Öðruvísi var því farið um Andrée, sagði ég. Hann hafði ráðgert og hafið djarflegustu heimskautsferð allra tíma: að sigla til norðurskautsins í loftbelg. Stokkhólmsbúar hylltu hann sem hetju, þegar hann lagði af stað með næturlest til Gautaborgar, og Gautaborgarar hylltu hann sem hetju, þegar hann lagði úr höfn 7. júní og stefndi til Spitsbergen. Á Danaey hafði hann látið reisa loftbelgsskýlið, fyllt belginn af vetni og síðan beðið nauðsynlegra sunnanvinda. Loftbelgurinn var hinn fullkomnasti sem smíðaður hefur verið, allt var hugsað og undirbúið útí æsar. Allur heimur- inn beið með öndina í hálsinum. Þýzk, norsk og ensk skip höfðu lagt leið sína til Spitsbergen, ef farþegar þeirra mættu e. t. v. verða vitni að brottförinni. — En allt var árangurslaust, sagði ég. Jafnvel frábær verkfræðingur ræður ekki við náttúruöflin né getur fengið vinda loftsins til að blása í rétta átt. Heimskautssumarið er stutt. Þarvið bæt- ist að pappírar og tryggingar Virgos voru bannig gerðar að skipið varð að yfir- gefa Spitsbergen í síðasta lagi 20. ágúst. Sem sagt, mánudaginn 24. ágúst 1896 hittust Norðmaðurinn Nansen og Svíinn Andrée í Tromsö í Norður-Noregi. — Nansen hafði tekizt það, sagði ég, og nú veit allur heimurinn hver Nansen er. Allur heimurinn, allur hinn menntaði heimur, þekkti nafn Andrées og loft- siglingaráætlun hans, og hún hafði ekki bara verið rædd í Stokkhólmi, heldur líka í Berlín, Vín, Rcm, Ameríku, París og London. En hann hafði aldrei fengið aðstöðu til að skera á festar loftbelgs- ins. Honum hafði mistekizt. Enginn veit hvað þessum merku mönn- um fór á milli, honum sem frægur var fyrir dáðir sínar og hinum sem hlotið hafði frægð af fyrirætlunum sínum. Vinir mínir dæmdu hörðum orðum framkomu og gerðir Nils Ekholms. Við vorum komnir að kaffinu og púnsinu. — Heimkoman til Svíþjóðar hlýtur að hafa verið bitur og erfið, sagði einn við- staddra, gatna- og holræsagerðarmaður. Koma frá landi þarsem fögnuður og gleði ríkja inní tómarúm brostinna vona. Hann þarfnaðist framar öllu stuðnings félaga sinna tveggja og förunauta. Strindberg veitir honum þennan stuðn- ing — en doktor Ekholm gerist svikari. Ég reyndi að verja Ekholm eða a. m. k. draga úr þessum eindregnu dóms- orðum. Á Danaey hafði komið í ljós að loft- belgurinn var ekki eins þéttur og Andrée hafði haldið fram og gæti því ekki svifið eins lengi og ætlazt hafði verið til. Það hafði líka komið í ljós að viðnám dráttartauganna við ís og vatn var meira en Andrée hafði reiknað með; loftbelg- urinn mundi því hreyfast hægar og þurfa tiltölulega lengri sviftíma en gert var ráð fyrir í upphaflegum útreikningum. Allt er þetta samkvæmt þeim athug- unum sem doktor Ekholm gerði með aðstoð Strindbergs, prófessors Arrheni- usar og Stakes verkfræðings; það var hinn siðastnefndi sem bar ábyrgð á vetnistækjunum og vetnisframleiðslunni. — Tímaáætlanirnar voru svo rúmar, sagði vinur minn í gatna- og holræsa- gerðinni, að viðbárur Ekholms eru einsk- is virði og nánast barnalegar. — Hvaða máli skiptir, hvort loftbelg- ur getur svifið í fimmtíu eða hundrað sólarhringa, þegar gera má ráð fyrir að ná föstu landi í Norður-Ameríku eða Síberíu í mesta lagi viku eftir brottför frá Spitsbergen? Þessu næst hélt hann langan fyrir- lestur um varúðarráðstafanir sem gera yrði við smíði járnbrautarbrúa. — Með hvaða rétti fer doktor Ekholm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.