Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 45
S. A. Andrée verkfrœðingur framá meira öryggi í loftsiglingu en þegar hann fer í járnbrautarlest yfir á? Ég benti á að Efcholm hefði alls ekki farið framá að loftbelgurinn gæti svif- ið í fimmtíu eða hundrað sólarhringa. Hinir vildu ekki ljá mér eyra. — Ég get skilið og fyrirgefið honum að hann yrði hræddur meðan þeir dvöld- ust á Danaey, sagði einhver í hópnum, að hann yrði hræddur þegar hann sá loftbelginn liggja við akkeri í skýlinu, að hann yrði hræddur þegar hann sá lélega körfuna og þegar hann fann ís- kalda heimskautsvindana blása um vang- ana og þegar hann skildi hvað vega- lengdirnar eru djöfullega óendanlegar og þegar hann sá alltíeinu að ísbreiðurnar eira engu og þegar hann skildi að hann hafði aldrei skilið hvað hann ætlaði að leggja útí. — Haltu áfram, sagði ég. — Hann hefði getað dregið sig til baka svo lítið bæri á, bara sagt blaða- mönnum að hann ætlaði ekki að leggja upp aftur næsta sumar. Þá hefðum við gert okkur grein fyrir hugleysi hans, skilið það og gleymt því. — En? spurði ég. — Hann varð að verja sig, verja hræðsluna. Og hann valdi þá leið að ráðast á Andrée. Það er einmitt það sem við getum ekki fyrirgefið og sætt okk- ur við. Hann ákærði Andrée fyrir hæfi- leikaskort og kæruleysi í útbúnaði. Ekholm dró sig ekki hljóðlega til baka. í öllum ótta sínum var hann þó hrædd- ari við dóma annarra. Hann gerðist svik- ari. Hann skrifaði kostnaðarmönnunum sviksamleg bréf, bæði Alfred Nobel og Oskar Dickson í Gautaborg. Hann neyddi Andrée útí þessar gjörsamlega meining- arlausu umræður á opinberum vettvangi hjá Vísindafélaginu fyrir mánuði síðan. — 26. september, sagði ég. — Þann dag, sagði vinur minn í gatna- og holræsagerðinni og lyfti glasi sínu, fengu allmargir Stokkhólmsbúar tækifæri til að athuga persónulega tvo harla ólíka menn. Nefnilega mikið stórmenni og mikið lítilmenni. — Það er svosem hugsanlegt að hann hafi lika skrifað þriðja Mekenasinum, sagði ég. Nefnilega konunginum. Nils Strindberg Einvaldar eru raunar vanir að vera hógværir og hljóðlátir. — Þegar þið dæmið doktor Ekholm, sagði ég, gleymið þið einu harla mikil- vægu. Því, að fyrst hann hættir, losnar pláss. Andrée verður að finna staðgengil, þriðja manninn sem sé reiðubúinn að leggja upp næsta sumar. — Ég hef ekki trú á að marga langi að svífa milli himins og íss, sagði ég. Púnsið hafði hresst mig. Ég setti tvo stóla framá gólfið, sneri bökunum sam- an, snaraði mér úr jakkanum og greip hægri hendi um bognu stykkin tvö ofan á stólbökunum. Þvínæst hóf ég mig uppí það sem íþróttamenn kalla jafnvægisstöðu á annarri hendi, við fögnuð allra við- staddra. Þetta fer þannig fram: gripið er föstu taki um stólbökin, líkamanum lyft í lárétta stöðu og brjóstkassinn hvíl- ir á hægri upphandlegg, fætur beinir og vinstri handleggur réttur beint út til að halda jafnvægi. — Hvað geturðu verið svona lengi? spurði einhver. — Fer eftir því hvað ég fæ mikið fyr- ir mínútuna, svaraði ég. Ég bætti við: Ég vildi fús gefa fimm ár af ævi minni fyrir að fá að fylgja Andrée á heim- skautssiglingunni næsta ár. Einhver dró skóinn af hægri fæti mér og kitlaði mig neðaní ilina. Ég missti jafnvægið, kastaði mér ofanaf stólbök- unum. Þá var það að ég brákaði bein í litlutánni, þegar ég rak hana í hurð sem stóð í hálfa gátt. 3 Ég bætti nokkrum viðarbútum á eld- inn og lét þá brenna í opnu stæðinu. Táin hafði bólgnað og leit út einsog stórt blátt kýli. Það virtist ætla að vetra snemma. Götur og gangstéttir voru þakt- ar frostsnævi sem marraði undir skó- sólum, hjólum og meiðum. Himinn var heiður, enginn ylur af sólinni, reykirnir úr skorsteinunum stóðu einsog pílárar uppaf húsþökum. Af Drottningargötuhæðinni sá ég að verið var að slökkva í koksinu á gasstöðinni; gífurlegt reykskýið hófst til lofts. Ég hafði þrautir í fætinum og stakk við, en mér lá ekkert á og gat leyft mér Knut Frœnkel stutta heimsókn á Panoptikon við Kungstrádg&rdsgötu. Vaxbrúðan Andrée hafði alltaf haft einkennileg, næstum fráhrindandi áhrif á mig, þótt talað væri um hvað hún væri lík — sléttgreitt hárið með skipt- ingu beint uppi yfir vinstra auga, sam- anbitnir kjálkar, yfirvararskegg sem huldi varir og munnvik, sterkbyggt nef, stórar augabrúnir sem tengdust með djúpri og skýrri hrukku. Andrée-sýningin á Panoptikon hafði verið sett upp fyrir þrem árum, þegar eftir einmanalega og stormasama sigl- ingu hans yfir Álandshaf í loftbelgnum Svea. Föt vaxbrúðunnar voru sannferðug, það voru fötin sem Andrée var í á ferða- laginu, og ég hafði heyrt því fleygt að hann hefði selt vaxmyndasafninu þau og einhver vísindatæki, sem skemmzt höfðu við harkalega lendinguna, fyrir röskar þúsund krónur úti hönd. Það voru fáir gestir á Panoptikon svo snemma dags. Unga stúlkan við inn- ganginn gat óhrædd yfirgefið borð sitt og komið til mín. Hún hló vingjarnlega. Jú, ég hafði svosem komið alloft á Panoptikon. Því var engin ástæða til að neita. — Ég er að reyna að gera mér í hug- arlund hvernig ég mundi líta út sem vaxbrúða, sagði ég, einmitt þegar ég — eða vaxbrúðan — rekur stöng með sænska fánanum í nyrðri enda jarðar- möndulsins. Hún skellti uppúr. Svo mældi hún mig með augunum og fullyrti að ég yrði dýr brúða. Vax er dýrt, sagði hún, jafnvel þó það sé drýgt með tólg og steríni. Hún vissi greinilega ekki hvernig vax- brúðurnar voru gerðar. 4 Einkaleyfaskrifstofan, eða Hin konung- lega einkaleyfa- og skráningarstofnun, einsog hún hefur heitið síðan í fyrra, hafði kontóra sína við Bunkenbergstorg í þeirri byggingu sem stundum er nefnd folckerska huset. Ökuþórarnir sem biðu á torginu voru þegar byrjaðir að byggja snjóhúsið sitt við vatnsdæluna. Þeir voru búnir að leggja einskonar grunn af troðnum snjó 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.