Samvinnan - 01.06.1968, Qupperneq 47

Samvinnan - 01.06.1968, Qupperneq 47
áðurnefndur Tardini í árekstri við sænskt fjall. Áfram hafði Andrée hlustað hugall og þögull. — Víst voru þeir loftfarar, sagði hann, en þeir voru ekki loftsiglingamenn, bara fífldjarfir artistar. Hann þætti við: Titill prófessors Roberts var eigin uppfinning hans. Raunar hét hann ekki réttu nafni Robert heldur Robertson og hann var Belgi. Og þér gleymið hinum fræga Francesco Cetti. Nei, ég hafði ekki gleymt Cetti. Það var einmitt með Cetti og í loftfari hans í Kristjánsborg sem Andrée fór fyrst í loftið árið 1892, fyrir röskum fjórum árum. Það var sama ár og ég hóf nám við Tækniháskólann. Ég hafði með eigin augum séð þrjá loftfara: Rolla á þeirri siglingu sem átti eftir að verða hans síðasta, ítalann Cetti og Andrée. — Cetti var norskur ríkisborgari, sagði Andrée. — Var hann ekki líka nýtur hljómlist- armaður? — Ég er ekki rétti maðurinn til að leggja dóm á það, svaraði Andrée, hvort hann var frábær, leikinn, þokkalegur eða lélegur. Það er nú þannig, þótt undarlegt megi virðast, að hlustendur, sem annars eru mjög vitugir og gagnrýnir, hafa mikla tilhneigingu til að ofmeta tón- list sem framleidd er af loftfara. Nú hló hann í fyrsta skipti. — Menn hafa líka, hélt hann áfram, tilhneigingu til að leggja sérstaka áherzlu á pólitískar og heimspekilegar yfirlýsing- ar sem komnar eru frá loftsiglingamönn- um. Cetti var nú raunar líka þekktur hugs- analesari. — Yfirverkfræðingurinn hlýtur að hafa haft úr mörgum að velja í stað doktors Ekholms, sagði ég. — Sannast að segja, svaraði hann, voru fleiri umsækjendur í fyrra. Með- al annarra uppfinningamaður og út- skurðarmeistari sem heitir Axel Peters- son frá Smálöndum. Einn af þessum þyggðasnillingum. Annar vonbiðill var rithöfundur og fréttamaður. Hann hét Pelle Molin og var einmitt þá í Norður- Noregi, Lófót — eða var það í Bodö? Ég afþakkaði og hann dó rétt á eftir úr lungnabólgu eða einhverjum lifrarsjúk- dómi. — Molin var skarpur rithöfundur, sagði ég. Mér er kunnugt um að Gústaf Geijer- stam er einmitt núna að safna smásögum hans til útgáfu í bók. — í ár, sagði Andrée, í haust eru umsækjendur sýnu færri. Hann leit af mér, opnaði vinstri skrif- borðshurðina, dró út skúffu, lagði bunka af skýrslum á borðið fyrir framan sig og blaðaði í. — Fimm doktorar í heimspeki, sagði hann, þaraðauki einn prófessor, semsagt sex háskólaborgarar. Fimm offíserar úr ýmsum deildum, riddaraliðar, fótgöngu- liðar og sjóliðar. Tveir verkfræðingar, og þó þrír, ef þér eruð talinn með, Frænkel verkfræðingur. Einn skipstjcri og einn veiðivörður. — Þarvið bætast nokkrir útlendingar, sagði hann. En loftfar mitt er þrátt fyrir allt sænskt loftfar og á því á að vera sænsk áhöfn. — Að sjálfsögðu, sagði ég. Andrée gekk frá bréfunum og greinar- gerðunum í fallegum bunka og setti þau aftur vinstra megin í skrifborð sitt. Ég var þakklátur fyrir að losna ofur- litla stund við rannsakandi augnaráð hans. — Þér hafið áhuga á bókmenntum, sagði hann. — Ofurlítinn, svaraði ég. — Málið þér? — Nei. — Leikið á hljóðfæri? Dagbók Andrées og lítil vasabók, sem fund- ust hjá líki verkfrœðingsins vafðar í sennes- hey og bláa ullarúlpu. — Ekki einu sinni til heimabrúks. — Ég er ofurlítið smeykur við fagur- kera, sagði hann. Þeir eiga ekkert erindi á heimskautið. 6 Við gengum þegjandi í Óperukjallar- ann þarsem sérlega kurteis og liðlegur hofmeistari tók okkur báðum höndum. Það er kalt úti, sagði hann, en hér inni fer að verða heimskautsbragur. Fyrir stundu kom Nordenskiöld barón, og nú herra yfirverkfræðingurinn. Vissulega sat Adolf Nordenskiöld þar að snæðingi ásamt ungri konu og liðs- foringja. Nordenskiöld reis á fætur og þeir Andrée heilsuðust hjartanlega. Þeir stóðu á miðju gólfi og ræddust við um stund. Aðrir gestir í salnum horfðu opinskátt og í laumi á þessa kunnu menn. Samtalið fór fram í hálfum hljóðum, en ég tók eftir Finnlandssænsku Nordenskiölds, og enn var ég minntur á að maðurinn sem vann sigur á ísum Norðausturleiðarinnar á sænsku skipi undir sænskum fána var fæddur og uppalinn í Helsingfors, finnsk- ur og rússneskur borgari. Hofmeistarinn hikaði fáeinar mínút- ur, vísaði mér síðan að tveggja manna borði. Ég var klæddur grófgerðum hvundagsfötum og órakaður. Þetta var í fyrsta skipti sem ég kom í Óperukjall- arann. Prófessor Nordenskiöld hvarf aftur að borði sínu og Andrée settist við hlið mér. — Ég hélt því fram áðan að fagurker- ar ættu ekkert erindi á heimskautið, sagði hann. Ég hefði getað tekið skýrar til orða. — Til eru þeir sem hamra á því, sagði hann, að Andrée sé bölvaður drumbur, harðsvíraður verkfræðingur og tækni- sinni: Andrée les aldrei ljóð. Andrée þol- ir ekki tónlist. Þessi fáu skipti sem hann kemur í óperuna á hann ekkert erindi annað en sannfæra sig um galla í tækni- útbúnaði sviðsins. Kaupi Andrée skáld- sögu er það til að finna nýja sönnun fyrir áhrifum iðnbyltingarinnar á tung- una. Ef Andrée fer á málverkasýningu, má lesa í slúðurdálkum blaðanna dag- inn eftir að Andrée hafi leitað árangurs- laust á sýningunni að teikningum af nýj- um skilvindum, túrbínum, rafhreyflum og landmælingatækjum. — Til eru þeir, sagði hann, sem ímynda sér að engin skapandi hugsun sé til önn- ur en sú sem beinist að bókmenntum, málaralist og tónlist. En hefur nokkurt skáld eða nokkur málari haft ímyndunarafl eða dreymt drauma á borð við þá Johannes Kepler — eða Galilei, eða Newton eða Polhem eða Pasteur? — Eða Nordenskiöld, sagði ég. — Fáir menn hafa haft eins mikið að segja fyrir líf mitt og Nordenskiöld, svar- aði Andrée. Án uppörvunar hans og án stuðnings hans í Vísindaakademíunni hefði leiðangur minn aldrei komizt til framkvæmda. Hann hélt áfram: — Ég lítilsvirði ekki skáldin, málarana og tónskáldin. Ég vanmet ekki mikilvægi þeirra. En stundum — þýsna oft — virðast þau fást við einskonar frímerkja- söfnun. Ég meina ekki að þau safni frímerkjum. En ég á við að starfsemi þeirra minni á frímerkjasöfnun. Frí- merki hefur í upphafi verðgildi sem samsvarar skráðum meðalkostnaði við flutning bréfs frá einum stað til annars. Notað og stimplað burðargjaldstákn er einskis virði. Frímerki verður aðeins not- að einu sinni í upprunalegu hlutverki sínu. — En, sagði Andrée, alltíeinu fá þessi notuðu burðargjaldstákn nýtt verðgildi. Það grundvallast ekki á skynsamlegu notkunargildi þeirra — það er þegar búið að nota þau — heldur á því að hóp- ur manna hefur tekið að safna frí- merkjum, líma þau í bækur, skoða þau undir stækkunargleri, flokka þau eftir verðgildi og árgöngum, greina milli papp- írsgæða og dagstimpla, ræða gerð tanna og litbrigði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.