Samvinnan - 01.06.1968, Qupperneq 48

Samvinnan - 01.06.1968, Qupperneq 48
Fyrir fjórum árum fékk British Muse- um í Lundúnum í arf nokkur kíló af frí- merkjum sem einhver séntilmaður í Tapling hafði safnað. Safnið var metið á tvær milljónir sænskra króna. Skin- virði. Konstrúksjón. — Framboð og eftirspurn, sagði ég. Andrée hafði pantað humar, fjóra helminga, með honum mjúkt rúgbrauð og hvítvín. Ég hafði ekki smakkað mat bað sem af var deginum og hefði helzt viljað koma tönnum í kótelettu eða væn- an bita af nautakjöti. — Alltof margt er unnt að skýra með tilvísun til eftirsDurnar og framboðs. sagði Andrée. Fyrir kemur jafnvel að ég efast um réttmæti frjálslyndra stjórn- málaskoðana minna. — Tvær milljónir króna, sagði ég. Með tvær milljónir í banka hefði Nansen get- að gert út fjóra leiðangra að frysta inni í ísnum. Ég var óvanur að borða humar svo aðrir sæju og ég reyndi að brjóta skel- ina, sjúga úr henni og skrapa kjötið út einsog Andrée. Við sátum hlið við hlið, ekki hvor andspænis öðrum. Andrée lyfti glasi sínu. — Eða, sagði hann, fyrir sömu upphæð hefði verið hægt að búa milli tíu og fimmtán loftsiglingaleiðangra til norð- urskautsins. — Ég hef aldrei safnað frimerkjum, sagði ég. Andrée hló öðru sinni þennan dag; harn hallaði sér aftur og til hliðar, lyfti brúnum og alvaran yfirgaf vanga hans og munn. og það sat víndropi eða munn- vatn í yfirvararskegginu. — En þér skiljið, Frænkel verkfræð- ingur? — Ég veit það ekki. Kannski. — Hugsið yður um, sagði hann. Getið þér munað eftir einum einasta lista- manni sem hefur látið sér detta í hug að hægt væri að nota vetnisloftbelg til að komast til norðurskautsins? — Nei, svaraði ég. — Menn verða að vera verkfræðingar til að fá svo snjalla hugmynd, sagði hann. — Eða þá tannlæknar, sagði ég. Andrée leit undrandi á mig og skellti síðan rppúr einsog yfir góðum brandara. Mér varð ljóst að Andrée vissi ekki að Henry Coxwell, sem upphaflega var ensk- ur tannlæknir, síðar m. a. liðsforingi í prússneska lofthernum, hafði þegar fyr- ir tuttugu árum gefið út nákvæma áætl- un um heimskautsferðir í loftbelg. Ég vék ekki tali að þessari staðreynd. — Jules Verne hefur skrifað bók um loftsiglingu sem tók fimm vikur, sagði Andrée. Hún var í bókasafninu á Fram. Sverdrup skipstjóri sagði mér það, þegar hann kom til Danaeyjar í sumar og ég sýndi honum loftbelginn. Þá var það sem við fengum að vita að Nansen hafði snúið aftur úr ísgöngunni. Þeir höfðu lesið bók Vernes, og langan veturinn höfðu þeir rætt sín á meðal um loftbelg sem ætti að birtast og rjúfa einangrunina. I Dokúmentarismi er aðferð eða stefna eða tízka sem æ meir gætir í bókmennt- um á seinni árum, bæði í leikritun og sagnagerð. Aðferð eða stefna er kannski fullmikið sagt, það eru hin fjölbreyti- legustu verk, harla ólík sín í milli, sem gerð eru með þessum hætti. Nær væri lík- lega að segja að höfundar þeirra að- hylltust sameiginleg almenn viðhorf við bókmenntum sem lægju til grundvallar skáldskaparstarfi þeirra, bæru allir jafna virðingu fyrir staðreyndum, hverri skap- aðri staðreynd mannlegs lífs, en van- treystu að sama skapi andríki, hugar- flugi, innblæstri skálds, hinni frjálsu fabúlu sem hingað til hefur verið hlut- verk hans að semja. Svo er vissulega eftir sem áður; starf skálds hefst þar sem grundvelli staðreynda sleppir. En dokú- mentaristar leggja upp úr því að efni- viður skáldskapar sé réttur, þeir leitast við að segja sannar sögur; og viðhorf þeirra við söguefninu hlýtur jafnharðan að móta frásögutækni þeirra, gerir tilkall til að hún sé jafn hlutlæg, sannsýn, rétt að sínu leyti. Verk þeirra eru unnin í þeirri trú að ekkert sem skáldi detti í hug geti nokkru sinni jafnazt á við veru- leikann sjálfan eins og hann getur að líta opnum augum; vandi þeirra er að sjá rétt. En hlutlægni er ekki í þessu dæmi fremur en öðrum hið sama og óhlutdrægni, hvað þá hlutleysi. Dokú- mentarismi verður einatt samfara kröfu um aukið „engagement" bókmennta, hlutdeild þeirra í lífinu sjálfu og dag- legri baráttu, um ádeilu, áróður í skáld- skap. Nokkur nöfn verka af þessu tagi eru að líkindum betur fallin til að veita hug- mynd um fjölbreytni þessara viðhorfa, þeirra höfunda sem aðhyllast þau, en almennar bollaleggingar um „dokú- mentarisma“ sem slíkan. En af þessu tagi er leikrit Peter Weiss um Auschwitz, Die Ermittlung; stríðsleikrit Rolf Hoch- huths um páfann, Der Stellvertreter, og um Churchill Die Soldaten; revia brezka leikstjórans Peter Brooks um stríðið í Víetnam, US eða Us. Af þessu tagi er líka skáldsaga Truman Capotes um morð heillar fjölskyldu í Kansas, In Cold Blood; og saga Jean-Frangois Steiners um útrýmingarbúðir nazista í Póllandi þar sem 800.000 gyðingar voru brenndir lifandi á stríðsárunum, Treblinka. Hér ÓLAFUR JÓNSSON: Per Olof Sundman mætti einnig nefna danska rithöfundinn Thorkild Hansen og sögulegar frásagnir hans; bók hans, Jens Munk, er vert að nefna sérstaklega vegna þess að hún stóð á sínum tíma nærri því að fá bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs; eins og verðlaunabók Per Olof Sundmans í ár fjallar hún um landkönnuð og heim- skautafara, sem að vísu var nærri 300 árum fyrr á ferð en Andrée verkfræð- ingur. En það er ekki einasta þessvegna að fróðlegt er að bera saman bækur Han- sens og Sundmans. Efni Thorkild Han- sens í Jens Munk er í eðli sínu efnivið- ur sögulegrar skáldsögu — sem höfundur- inn fellur frá að skrifa. Hinsvegar kem- ur við söguna sérlegur fulltrúi höfund- ar, „krönikeren", skáldið í frásögninni; höfundur lýsir sjálfur hlutverki hans í upphafi sögunnar. Það er ekki einasta að „segja satt“. En —: „Dermed ikke sagt, at krönikeren opfinder begivenheder, der ikke har fundet sted, introducerer personer, som ikke har eksi- steret, endsige bryder den etablerede og bevisligt korrekte kronologi. Nef, noget saadant forbyder ham ikke alene hans naive redelighed, men ogsaa hans dybe respekt for kendsgerningerne, den virkelighed, han et sted vistnok í ramme alvor betegner som vor eneste tilflugt og holdepunkt, vor eneste kilde til sandheden. Han bryder sig ikke om histor- iske romaner. Naar hans lange beretning alligevel omend ugerne maa forkastes paa et mere seriöst plan, skyldes det hans aabenlyse svaghed for det anekdotiske og hans beklage- lige tilböjelighed til at udgive det mulige som det virkelige, hvad der unœgtelig sikrer ham interessantere resultater, end han vilde have opnaaet ved en mere œdruelig holdning. Det samme gœlder den synlige, men sagen natur- ligvis ganske uvedkommende sindsbevœgelse, hvormed han í denne historie genkender trœk fra sit eget mislykkede liv . . . Krönikeren indskrœnker sig ikke altid til at fremlœgge kendsgerningerne og lade disse tale for sig selv, men tillader sig undertiden et forsög paa at fortolke dem, at samle dem i et billede, en idé. Han kan ikke standse ved tilfœldigheden som det eneraadende princip bag den menn- eskelige skœbne, han leder efter en mening bag livets absurde tilskikkelser . . . Vi er ikke skœbnelöse, vcer sikker paa det, siger kröni- keren, som altid naar han er kommet for skade at ytre noget, hvorpaa vi aldeles ikke kan vcere sikre. Har vi forstaaet hans hoved- 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.