Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 49

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 49
tanke ret, gaar den ud paa, at et menneske, der som Jens Munk, hverken tilsmiles av livet i dets rigdom og herlighed eller vinkes til side af döden med dens hvile og fred, alene vil vœre hjemfalden til skœbnen og dens om- skiftelser. Derfor skulde man i hans historie vœre i stand til bedre end mange andre steder at studere, hvad krönikeren med et af sine gammeldags udtryk kalder menneskets lod.“ Hér má liggja milli hluta hvort verk Thorkild Hansens séu fremur „sagn- fræði“ eða „skáldskapur“ — en víslega er hann með áhugaverðustu rithöfund- um í Danmörku um þessar mundir. Saga hans af Jens Munk er sönn: hún hefur raunverulega gerzt. En höfundinum nægir ekki sagnfræði. Sögumaður hans, „krönikeren“, lýsir afstöðu, lotningu fyr- ir staðreyndum, trú á veruleika þeirra sem okkar einu duganlega fótfestu áleið- is til „sannleika", sem fjölmargir les- endur og höfundar munu samsinna. Hver kærir sig um sögulega rómani? En stað- reyndir þrífast ekki einar sér, í tómu rúmi; staðreyndir eru ekki samar og jafnar frá degi til dags, ári til árs, manni til manns. Hver og einn sögumaður gæðir staðreyndir frásögu sinnar merkingu og samhengi að sínum hætti og sinnar tíðar, greinir „orsök“ og „tilgang“ að baki þeirra, lífsins sem hann lýsir. „Naar personerne er virkelige, maa forfatteren være opdigtet," segir Thorkild Hansen — í vitund þess að veruleikinn, sannleikur- inn sjálfur verður þrátt fyrir allt og ætíð óhöndlanlegur. En slíkur „tilbúinn höf- undur“ á jafnan aðild að verkum dokú- mentarista eins og öllum skáldskap öðr- um. II í grein sem Per Olof Sundman birti í sumar meðan hann var enn að vinna að skáldsögu sinni Ingenjör Andrées luft- fárd (Anteckningar och kommentarer, BLM 1967, 6) segir hann frá sínum fyrstu kynnum, í bernsku, af Andrée-leiðangr- inum. „Andrée ár nágot som jag árvt av min far,“ segir hann. Faðir höfundarins, sem dó fyrir hans minni, safnaði á sín- um tíma blaðaúrklippum og plakötum blaðanna, svonefndum hlaupseðlum, þar á meðal miklu efni um Andrée og leið- angur hans. Salomon August Andrée var verkfræðingur að mennt, forstjóri fyrir einkaleyfaskrifstofu sænska ríkisins, frjálslyndur og framfarasinnaður og átti um skeið sæti í bæjarstjórn Stokk- hólms, sannarlega enginn draumamaður; en hann hafði áhuga á loftsiglingum. „Han greps av en fix idé“, segir Sund- man: „han skulle bli den förste vid nord- polen.“ Áhugi Andrées á pólnum og pól- ferðum stafaði einvörðungu af því að engum hafði tekizt að komast þangað; fyrir honum vakti ekki annað en verða fyrstur á heimskautið, komast í öllu falli sem næst því. Hugmynd hans var að láta suðlæga vinda fleyta loftbelg sínum frá Svalbarða og yfir heimskautið og áfram, til Ameríku eða þangað sem loftbelginn bæri að landi. Andrée fullyrti að loftbelg- ur slnn, sérstaklega byggður fyrir leið- angurinn, gæti haldizt á lofti í 30 sólar- hringa, en hingað til hafði ekki tekizt að halda loftbelg á flugi lengur en tvo eða þrjá daga; með sérstökum stýrisbúnaði átti að vera hægt að hafa nokkra stjórn á ferð loftbelgsins. Sumarið 1896 beið Andrée árangurslaust byrjar á Svalbarða; það var sama sumarið sem Friðþjófur Nansen sneri heim úr sínum fræga heimskautsleiðangri á Fram — án þess að hafa komizt á sjálfan pólinn. Árið eftir var tilraunin endurtekin. 11. júlí 1897 hóf Andrée sig til flugs við þriðja mann í loftbelg sínum — og þar með hurfu þeir félagar úr sögunni um meira en 30 ár. Það var ekki fyrr en 1930 að líkamsleifar þeirra fundust í þeirra hinzta næturstað á Hvítey við Svalbarða. Reynslan reyndist sem sé ólygnari kenningum verkfræðingsins. Stýrisútbún- aðurinn eyðilagðist þegar við flugtak. Og loftbelgurinn sem átti að haldast á lofti allt að mánuð strandaði í ísnum þegar á þriðja degi og hafði þá borið töluvert af réttri leið. En leiðangursmenn voru við því búnir að brjótast langan veg til byggða, ef með þyrfti, um auðnir og torfærur heimskautalanda. Og hófst nú endalaus ganga þeirra til lands, yfir ís- breiðuna sem stöðugt virtist reka gegn þeim. Henni lauk í Hvítey. Þangað höfðu þeir komizt í október um haustið, búizt um til vetursetu, en létust allir áður en langt leið. En það voru ekki einasta jarðneskar leifar og farangur þeirra sem fundust í Hvítey heldur einnig dagbæk- ur sem þeir höfðu haldið í ferðinni, merkilega vel varðveittar. Þar er að finna það sem vitað er um leiðangurinn og örlög leiðangursmanna eftir að lagt var upp frá Svalbarða, og dagbækurnar eru helzta heimild Per Olof Sundmans fyrir sögu sinni sem hófst með úrklippusafni föður hans. Áður hefur hann að vísu lesið allt sem skrifað hefur verið um leiðangurinn, og hann hefur kynnt sér vandlega minjasafn hans; ennfremur hefur hann viðað að sér ógrynnum efn- is um heimskautaferðir almennt til að efla sannfræði frásögunnar í smáatrið- um. Tveir leiðangursmanna héldu reglu- legar dagbækur, þeir Andrée og Nils Strindberg. Sá þriðji, Knut Fraenkel, gerði veðurathuganir leiðangursins og hélt bók um þær, en enga dagbók fyrir eigin reikning eins og félagar hans. En það er hann sem Per Olof Sundman læt- ur segja sögu sína af loftsiglingu Andrées verkfræðings. III. Per Olof Sundman hefur áður samið skáldsögu með ekki ósvipaðri aðferð og Ingenjör Andrées luftfárd, sem í vetur hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs; það var Expeditionen sem kom út 1962 og vakti verulega athygli á höfund- inum erlendis. Hún var byggð á ritum Henry Stanleys landkönnuðar, einkum frásögn hans af leiðangrinum til bjarg- ar Emin pasja, þriggja ára ferð lengst inn í myrkviði Afriku, 1887—1889. „Min bok handlar dock inte om denna und- sáttningsexpedition,“ segir Sundman seinast orða í örstuttum formála þar sem hann getur um þessa heimild sína. Og sama má víst segja um hina nýju bók hans: hún fjallar ekki um Andrée- leiðangurinn sem slíkan þó efniviður hennar sé þangað sóttur. Það er ekki sjálft hið sanna söguefni sem freistar Sundmans — þó hann fari með það í bók sinni af nákvæmni um smáatriði sem maður gæti freistazt að kalla vísindalega. Þess er getið um söguna að þar komi fram allar þekktar staðreyndir sem máli skipti um leiðangurinn og enda- lykt hans, og sé rétt farið með þær all- ar. Engu að síður er Ingenjör Andrées luftfárd skáldskapur fyrst og fremst, eitthvað annað og meira en frásögn blá- berra staðreyndanna um hina hróplegu pólferð; Sundman á þrátt fyrir allt færra sameiginlegt með „dokúmentaristum“ en söguefni hans virðist benda til. Hann er ekki ádeilu- og áróðursmaður eins og Peter Weiss og Rolf Hochhuth. Hann hef- ur ekki sama æsingakennda áhuga á ótíð- indum, glæp og refsing eins og Truman Capote. Og hann er ekki eins og Peter Weiss og Jean-Frangois Steiner að segja frá sögulegum stórtíðindum, veruleika sem yfirgengur alla mannlega ímyndun. Hann hefur eðlisgróna tortryggni, andúð á hefðbundinni sálfræðilegri frásöguað- ferð sem þeir þurfa báðir á að halda, Capote og Steiner, til að gera sín ömur- legu söguefni aðgengileg, skiljanleg le;s- andanum. Og Sundman er ekki epískur höfundur eins og Thorkild Hansen sem heillast af sögulegri atburðarás, fólki og örlögum þess, sjálfs þess vegna fyrst og fremst. Því er reyndar ekki að neita, og einmitt það gerir samanburð svo for- vitnilegan, að sitthvað er líkt með sögu- hetjum þeirra, Munk skipstjóra og Andrée verkfræðingi. Báðir eru knúðir áfram af óslökkvandi metnaði, heillaðir af sjálfri ófærunni — og báðir bíða þeir hraklegar ófarir og ósigur að lokum. Það má segja með sanni að báðar þessar ólíku bækur fjalli um mannlega þráhyggju. Samt er á þeim meginmunur. Tilraun Munks að finna „norðvestur-leiðina“ var þrátt fyrir allt engin fjarstæða, hún kom heim við skynsamlegt vit þeirra tíma; loftsigling Andrées verkfræðings var hins- vegar fjarstæð frá öndverðu. Seinni tíma menn gera sér grein fyrir því hvernig og hversvegna leiðangur Jens Munks mis- heppnaðist, en sjálfur gat hann ekki vit- að að svo þurfti að fara; öll rök hníga hinsvegar að því að Andrée hafi vitað fullvel sjálfur hvílíka fásinnu hann lagði út í hinn 11. júlí 1897, fangi síns eigin metnaðar, þráhyggju sinnar. Sá skilning- ur virðist mér skipta skáldsöguna meg- inmáli. Fundur þeirra leiðangursmanna í Hvít- ey, dagbækur þeirra leysa sem sagt eng- anveginn úr gátunni um Andrée-leiðang- urinn. Þær koma mönnum aðeins til að spyrja annarra spurninga en áður. í grein sinni í BLM í sumar, sem hér hefur einkum verið stuðzt við, leiðir Sundman rök að því að ekki aðeins Andrée, held- 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.