Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 51

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 51
mans, Tvá dagar, tvá nátter, frá 1965 — og hún er fróðleg um aðferðir hans, meðal annars vegna þess að hún tekur upp söguefni sem hann hafði áður not- að í fyrstu bók sinni, Jágarna. Sagan segir frá leit að morðingja, unglingi sem í æði hefur orðið mönnum að bana; leit, eftirför, rannsókn er annars algengt minni hjá Sundman frá öndverðu, upp- haf leiðangranna í seinni skáldsögum hans. Og nú kvað hann vera að skrifa um Nóbel! Leitarmennirnir tveir í sög- unni freista þess að reikna út viðbrögð strokumanns, leggjast í launsátur fyrir honum, og tekst að hafa hendur í hári hans. Skáldsagan kemur að þessu leyti heim við smásöguna. Samt er skáldsagan allt annað verk í meginatriðum en smá- sagan — og breytingin helgast af breyttri stöðu sögumanns í verkinu. í smásögunni er sögumaður einkum vitni atburðanna sem hann lýsir, sagan beinist fyrst og fremst að eltingunni sjálfri, sakamann- inum, lögregluþjóninum sem á í höggi við liann. í skáldsögunni er sögumaður hinsvegar í sjónarmiðju, og verður æ ljósara við lesturinn að frásögn hans er varlega treystandi, að hún miðlar mjög vilhallri mynd atburðanna, öll atvik sög- unnar lituð af meðalgöngu hans og eink- um til þess fallin að lýsa hans innra manni, mjög svo gagnrýnni neikvæðri lýsingu. „Ytri“ lýsing raunhæfra atvika er orðin að „innri“ lýsingu mannshug- ar, hlutlægnin lýtur huglægri uppmálun. Sögumaður er ekki lengur vitni um veru- leikann umhverfis sig heldur sjálfur aðili að honum, þátttakandi hans. Gagnrýnendur komu snemma auga á þá líkingu sem greina mátti með stíl Per Olof Sundmans og epískri aðferð ís- lendingasagna; sjálfur hefur hann lýst yfir aðdáun sinni á sögunum og á Heims- kringlu. En af því sem nú hefur verið rakið má vera Ijóst hve hæpið er að leita að „klassískri heiðríkju" íslendingasagna, „epískri hlutlægni" Snorra eða öðrum þvílíkum dyggðum í fari Sundmans. Hins- vegar gætu menn skemmt sér við að semja sögurnar upp á nýtt með aðferð Sundmans, að viðhafðri allri hans hug- lægu hlutlægni, Njálu frá sjónarmiði Skarphéðins, Björns að baki Kára, Sæ- unnar kerlingar, Ólafs sögu helga frá sjónarmiði Hræreks konungs, Knúts ríka, Ástríðar drottningar. Y. Per Olof Sundman var orðinn upp- kominn maður þegar fyrstu sögur hans birtust á prenti, fæddur 1922, og hafði áður lagt stund á marga hluti, þar á meðal gert einar þrjár tilraunir til að skrifa skáldsögur. í greinaflokki sem nokkrir sænskir rithöfundar skrifuðu undir sameiginlegu heiti, „Innan jag skrev," birti Sundman fyrir nokkrum árum fróðlega grein um æsku sína og æviár fram að fyrstu sögunni (Stenen i vágskálet, BLM 1961, 7) þar sem hann lýsir því m. a. hvernig hans eigin reynsla, bóklestur hans í æsku innrætti honum þvert ofan í allan skólalærdóm að „de uppstállda ekvationerna tvárt emot in- lárda regler hade mánga alternativa lösningar. Vi började tvivla pá sanningen och sanningarna. Ju fler sanningar vi lárde oss, desto mer tvivelaktiga blev de alla.“ Vitundin um gagngera óvissu allra hluta, mannlegrar þekkingar og skyn- semi, var sem sé Sundman áunnin þegar í æsku; ritstörfin lánuðust honum hins- vegar ekki fyrr en á fullorðinsárum norður í Jamtalandi; hann lýsir því hve afdrifarík áhrif hans fyrstu kynni af norðlenzkri náttúru, mannlífi þar nyrðra höfðu á hann á ungum aldri. Sundman er fæddur í Vaxholm, óx að mestu upp í Stokkhólmi, en fluttist fullorðinn norður í land, gerðist hótelhaldari þar sem heit- ir í Jormlien, og tók brátt þátt í sveitar- stjórn og öðrum málefnum hreppsfélags- ins, samsamaður sveitinni og lífi sveit- unga sinna. „I sinom tid blev jag med- veten om den verklighet i vilken jag levde,“ segir hann . . . Og þar nyrðra gerast allar fyrstu sögur hans. Sögur Per Olof Sundmans lýsa tilbún- um veruleika, segir hann sjálfur, uppi- staða þeirra er uppspuni. En ívaf frá- sögunnar er jafnan raunsæislegt, stefnt að því að hvert smáatriði þeirra sé sem réttast, samkvæmt veruleikanum sjálf- um; lýsingin á hreppsfélaginu, sænsk- um áfengislögum og beitingu þeirra í Undersökningen svo dæmi sé nefnt; eða lýsing hinnar norðlenzku náttúru, úti- vistar leitarmannanna tveggja í Tvá dagar, tvá nátter. Aragrúi raunhæfra smáatriða er hagnýttur í frásögninni til að gera hana sem verulegasta, gæða hana sínum eigin sjálfstæða veruleika í lík- ingu lífsins sjálfs. í greininni sem fyrr var nefnd, Kommentarer till en teknik, lýsir Sundman aðferð sinni; sagan sem um er rætt er Undersökningen: „Jag anvande mig av det gamla valkanda knepet. Huvudlinjen i berattelsen kompletter- ades med en serie i och för sig ovidkommande men „sanna" detaljer — uppgijter om vader och vind, virkesmatares anstallningsför- hállanden, busslinjers barighet, vad som h'dnder ndr dynamit detonerar, golvytan i ett vardagsrum samt — naturligtvis — en svit av smá informationer som knyter an till huvud- personens egenskap av kommunal förtroende- man. De mánga detaljuppgijterna behöver aldrig ifrágasattas, de ar en smula trakiga och tjatiga, de tycks vara betydelselösa. De ar alltsá trovarda och de svaller över av trovdrdhet och förlánar ocksá det diktade hándelseförloppet en kvalitet av odiskutabel sanning . . . Men jag blev ocksá överrumplad av min egen metod. Jag upptackte att dessa i och för sig ovidkommande detaljer inte var i och för sig ovidkommande. De visade sig att ha ett eget vdrde, de tycktes innebdra vidgade möjligheter att beskriva och disku- tera mdnniskans situation bland mdnniskor.“ Hlutlægni, objektivismi Per Olof Sund- mans er af sama tagi og Hemingways, eða Indriða G. Þorsteinssonar hér hjá okkur; þeir Sundman eru raunar af sömu kynslóð. En aðferð hans er enganveginn ein og söm heldur tekur hún breyting- um í verkum hans, bók fyrir bók, og með henni mannskilningur, lífsýn höfundar- ins. Hin stranga hlutlægniskrafa virtist í upphafi setja mannskilningi hans næsta þröngar skorður við þær mann- gerðir sem hann gat samsamazt sjálfur, en inntak hennar breytist með bókun- um; með tortryggnara, gagnrýnna við- horfi við sögumanninum hverfur af sjálfu sér greinarmunur „innri“ og „ytri“ lýsingar, eins og m. a. kemur fram af orðræðuaðferð sagnanna þar sem eigin- leg orðsvör og hugsun sögumanns, eigin- leg atvik og minning hans um atburðina, blandast saman, verða ekki lengur að- greind. En hinum slungna stíl, sem vill segja jafnmikið milli orðanna og setn- inganna og berum orðum, fylgir að vísu eigin áhætta, þráfelldum endurtekning- um hans, áherzlu á smámunina, stöðugri viðleitni að gefa í skyn fremur en upplýs^. Lesanda þykir höfundurinn ger- ast æði-drýgindalegur og leiðist til að spyrja sjálfan sig hvort það sem hann vill „gefa í skyn“ sé í rauninni jafn markvert og hann gefur í skyn. Og Expeditionen er að vísu saga sem virð- ist beinlínis þurfa á simþólskri útlegg- ingu að halda til að fá fulla merkingu. f Expeditionen eru sögumenn tveir, evrcpskur liðsforingi og innfæddur túlk- ur í liði landkönnuðarins. Þeir miðla lesandanum tveimur lýsingum, tveimur myndum leiðangurs sem engan veginn ber saman. Þeir segja ekki allténd frá sömu atburðum, og segi þeir frá hinu sama ber sitthvað í milli í frásögninni; þeir leggja hvor um sig sinn gerólíka skilning í hlutina, en samanlögð frásögn þeirra gefur lesandanum hans hugmynd um leiðangurinn, skilning sögunnar. I Ingenjör Andrées luftfárd er sögumaður aðeins einn, Knut Fraenkel, sem engan vitnisburð lét eftir sig um ferðina. Hann er trúverðugur sögumaður: staðreynd- irnar sem hann fer með koma heim við heimildirnar, segja þeir sem til þekkja. Þar með er ekki sagt að lýsing hans á Andrée-leiðangrinum sé sú eina rétta, samkvæm öllum sannleikanum um ferð- ina. Auðvitað veit Per Olof Sundman full- vel að í þeim skilningi verður aldrei kom- izt að veruleikanum sjálfum, eins og hann veit að skáldskapur er ekki ker að skenkja á skoðunum sínum eða kenn- ingum um hitt eða þetta. Frásögn hans er rannsókn staðreynda, raunverulegra atburða fyrir meðalgöngu sögumannsins Knut Fraenkels, — saga um ferð út í ófæruna sem farin er opnum augum, af frjálsum vilja. Um þetta val fjallar sag- an, það er hin tilbúna uppistaða sem í skáldsögunni er íklædd af mikilli ná- kvæmni efnivið veruleikans, lífsins sjálfs, tilbúinn veruleiki höfundarins. Hvers vegna er ég að fást við þessa sögu? spyr Sundman — og svarar sér sjálfur: ég veit það ekki. Gátan um Andrée-leið- angurinn verður ekki ráðin, og þótt hún yrði ráðin, hver væri nokkru nær fyrir það? En ef til vill er hún tilefni að íhuga það sem sögumaður Thorkild Hansens nefndi „menneskets lod“: hlutskipti mannsins í heiminum. 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.