Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 55

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 55
Guðbergur Bergsson Hannes Sigfússon Leifur Þórarinsson Hannes Pétursson Indriði G. Þorsteinsson Thor Vilhjálmsson hvað mesta athygli hefur vakið að undanförnu, var alls ekki á skrá hjá nefndinni, endaþótt hann hefði skömmu áður hlotið Silfurhest gagnrýnenda fyrir beztu bók ársins 1967. Þó bók- menntagildi verka hans væri látið liggja milli hluta, hefur hann gefið út jafnmörg skáldverk og sumir þeirra sem færðir voru í efri flokk, þannig að ekki geta rýr afköst verið skýring á at- hæfi úthlutunarnefndar. Formaður hennar, Helgi Sæmundsson, hefur látið þess getið, að í sjö manna nefnd geti atkvæði hæg- lega fallið þannig, að listamenn sem að réttu lagi ættu að hljóta umbun fái ekki það magn sem til þarf og heltist úr lestinni í bili. Við þessa yfirlýsingu er það að athuga, að hún vitnar um mjög sérstæð vinnubrögð. Ræðast nefndarmenn ekki við áður en gengið er til atkvæða? Var það einber hending að þeir Hannes, Indriði og Thor voru færðir uppí efri flokk? Felur sú „upphefð" ekki í sér neitt mat nefndarinnar á verkum þeirra? Mér er ómögulegt að verjast þeim áleitna grun, að meðferð- in á Guðbergi Bergssyni eigi sér pólitískar rætur, sé í rauninni lítilmótleg pólitísk ofsókn eða „hefnd“ fyrir óvægilega gagnrýni á íslenzkum þjóðfélagsháttum, enda eru sumir nefndarmanna þekktari fyrir pólitíska einsýni en bókmenntasmekk. Að réttu lagi hefði Guðbergur vitaskuld átt að fylgja þremenningunum uppí efri flokk, því hann er í öllu tilliti jafnoki þeirra á bók- menntasviðinu. Hér mætti nefna fleiri dæmi um þá bókmenntalegu blindu, sem nefndin virðist vera haldin. Eitt svipmesta ljóðskáld þjóð- arinnar, Hannes Sigfússon, var einnig settur hjá í ár, að ekki sé minnzt á „óróamennina" Jóhannes Helga og Ingimar Erlend Sigurðsson, sem hafa verið algerlega sniðgengnir. Sé litið til annarra listgreina blasir meðal annars við sú hlá- lega staðreynd, að það tónskáld sem afkastamest var á liðnu ári og einna mesta athygli hefur vakið bæði heima og erlendis, Leifur Þórarinsson, var ósýnilegur á skrá úthlutunarnefndar. Öll störf hennar eru þvílíkri þoku sveipuð, að ógerlegt er að átta sig á, við hvað hún miðar eða hvað fyrir henni vakir. Þess- vegna þykir mér sú tillaga Árna Bergmanns fyllilega tímabær, að valdir verði svosem 250 listamenn (þá yrðu sennilega sárafáir útundan) sem taki þátt í happdrætti um upphæðina sem er til ráðstöfunar hverju sinni. Vinningar þyrftu ekki að vera nema hundrað. Með þessu móti gæti nefndin firrt sig allri ábyrgð á úthlutun, og það er af og frá að happdrætti leiddi af sér annað- eins handahóf og nú viðgengst í atkvæðagreiðslu nefndarmanna. Mér er sama hve oft og rækilega nefndarmenn bera af sér þá ásökun, að pólitísk hlutdrægni ráði úthlutuninni: hún beinlín- is hrópar á athugulan lesanda þegar hann fer yfir skrá þeirra sem finna náð fyrir augum nefndarmanna hverju sinni. Ég get nefnt heilan tug róttækra höfunda sem ættu sama rétt til listamannalauna og ýmsir þeir sem hljóta þau ár eftir ár; þeir eru augljóslega settir hjá af annarlegum ástæðum. Hið pólitíska ofstæki sem lengi tröllreið íslenzkri bókmenntagagnrýni er nú að mestu úr sögunni, en það fitnar einsog púkinn á bitanum í úthlutunarnefnd listamannalauna, og er leitt til þess að vita að góðir drengir skuli leggja nafn sitt við slíkan ósóma. Um síðasta framlag íslands til bókmenntasamkeppni Norð- urlandaráðs þarf naumast að fjölyrða, svo almenna furðu sem það vakti. Verðlaunabók Snorra Hjartarsonar, Lauf og stjörnur, var sjálfkjörin, en telja hefði mátt eðlilegt að bókin sem næst henni kom í atkvæðagreiðslu gagnrýnenda, Tómas Jónsson met- sölubók, yrði henni samferða til keppninnar. í stað hennar völdu þeir Helgi Sæmundsson og dr. Steingrímur J. Þorsteinsson stór- gallað og stíllaust verk, sem fáum mun hafa dottið í hug að kæmi til álita, hvað þá meir: Bak við byrgða glugga eftir Grétu Sigfúsdóttur. Með þessu vali gerðu nefndarmenn ekki einungis höfundinum skömm, heldur óvirtu gróflega íslenzkar bókmennt- ir og beittu Guðberg Bergsson og aðra sem til greina komu hróplegu ranglæti. Ég heyrði það af vörum annars nefndarmanna, að Tómas Jónsson metsölubók hefði bæði verið of nýstárleg að efni og of erfið í þýðingu til að hægt væri að senda hana til keppninnar. Hvorttveggja sjónarmiðið er fjarstætt. Þetta skáldverk er sízt nýstárlegra en ýmislegt sem verið hefur svo að segja daglegur kostur í norrænum bókmenntum um árabil. Hin viðbáran er þó kannski enn fáránlegri, því vitanlega verða beztu verkin ævinlega erfiðust í þýðingu, og eigi þetta sjónarmið að ráða, þá er beinlínis verið að dæma úr leik öll beztu verkin sem til greina kæmu. Nú hef ég sannfrétt að næsta framlag íslands til norrænu samkeppninnar verði Márus á Vclshamri og meistari Jón eftir Guðmund G. Hagalín og Þjófur í paradís eftir Indriða G. Þor- steinsson, sem bæði eru frambærileg verk, en einsætt virðist að sniðganga eigi Guðberg Bergsson í annað sinn, þó hann hlyti verðlaun gagnrýnenda fyrir síðustu bók sína. Það er þannig ekki einasta sjónvarpið sem sýnir islenzkum bókmenntum takmarkaða umhyggju, heldur einnig þeir opin- beru menningarvitar sem trúað hefur verið fyrir að standa vörð um sóma þeirra, vöxt og viðgang. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.