Samvinnan - 01.06.1968, Síða 56

Samvinnan - 01.06.1968, Síða 56
Engin þeirra menningarstofnana, sem reknar eru af opinberri hálfu hérlendis, hefur á undanförnum árum starfað af jafnmikilli grósku og Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Hljómsveitin hefur tekið slíkum listrænum framförum á seinustu árum, að starfsemi hennar er það besta sem er á boðstclum í íslensku menning- arlífi ef miðað er við strangasta alþjóð- legan mælikvarða. Haustið 1967 var haldin hér tónlist- arhátíð Norðurlanda, og var hún próf- steinn á hæfni hljómsveitarinnar. Á skömmum tíma voru æfð mörg verk, öll ný af nálinni, sum nokkuð nýstárleg og erfið. Flutningur allur fórst hljómsveit- inni prýðilega úr hendi, og vakti frammi- staða hennar einróma lof og aðdáun hinna erlendu gesta sem hér voru. Hljómsveitin hefur notið sívaxandi vinsælda bæði Reykvíkinga og annarra landsmanna, og má segja að uppselt sé á nær alla tónleika hennar, meira að segja mikill hluti aðgöngumiða er seld- ur í upphafi hvers starfsárs. Allt hjal hálfmenntaðra grammófón- plötuheyrara að hljómsveitin sé slæm er argasta firra. Sinfóníuhljómsveit ís- lands er góð hljómsveit og á seinustu þremur árum hefur hún tekið ótrúlega örum og jöfnum framförum undir hand- leiðslu Bodhans Wodiczkos. En samt er hljómsveit þessi hálfgert olnbogabarn og rekstur hennar hangir í lausu lofti. Það er óþarft að rekja þá sögu, með hvílíkum harmkvælum þessari hljómsveit var komið á laggirnar. Skammsýni og menningartregða stjórn- málamanna og þröngsýni fjárveitingar- valdsins hafa ætíð reynst hljómsveitinni fjötur um fót, en eldlegur áhugi og hug- sjónamennska áhrifamikilla velunnara og hljóðfæraleikara hafa jafnað metin. Á fyrstu árum hljómsveitarinnar urðu mistök í rekstri hennar, og leit svo út um hríð að hún mundi geispa golunni. En þá tók Ríkisútvarpið hljómsveitina að sér, og fá íslenskir tónlistarmenn seint þakkað Vilhjálmi Þ. Gíslasyni þá- verandi útvarpsstjóra það lofsverða fram- tak. Ríki og bær hlupu líka undir bagga ásamt Þjóðleikhúsinu, sem þar með ATLI HEIMIR SVEINSSON: SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS NOKKRAR HUGLEIÐINGAR UM REKSTUR HENNAR 56

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.