Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 58

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 58
Einnig hefur hljómsveitin skyldum að gegna við íslenska einleikara, og þarf að nota starfskrafta þeirra í miklu rík- ara mæli en gert ihefur verið til þessa. Aðalhljómsveitarstjóra til aðstoðar þarf að vera framkvæmdastjóri, ásamt ritara sér við hlið. Mundu þeir sjá um daglegan rekstur, fjármál, bókhald, áróð- ur, samvinnu við blöð og fjölmiðlunar- tæki. Síðar mundu svo koma til sögunnar bókavörður og fastur umsjónarmaður hlj ómsveitarinnar. Innan vébanda hljómsveitarinnar þyrfti kór að vera starfandi, með fast- launuðum kórmeistara. Nú sem stendur eru starfandi hér tveir allgóðir kórar en enginn verulega góður. Úr þessum tveim kórum mætti hæglega mynda einn úr- valskór, sem gæti kynnt okkur að stað- aldri kórmúsik og tekið þátt í flutningi stærri verka ásamt hljómsveitinni. Gera þarf sem fyrst áætlun um stækk- un hljómsveitarinnar. Fullskiþuð mundi hljómsveitin telja 72 fastráðna meðlimi: 12 fyrstu fiðlur, 10 aðrar fiðlur, 8 lág- fiðlur, 7 selló, 5 kontrabassa, 3 flautur, 3 óbóa, 3 klarínettur, 3 fagotta, 5 horn, 3 trompeta, 3 básúnur, bassatúbu, 3 slag- verksmenn, hörpuleikara, píanóleikara, og þá getur hún flutt flest sem máli skiptir. Án efa mundi vera nauðsynlegt að ráða aðstoðarhljómsveitarstjóra. Gera þarf ráðstafanir til að ná heim þeim íslenskum hljóðfæraleikurum, sem starfa erlendis, og stefna að því að hljóm- sveitin yrði sem fyrst skipuð íslenskum ríkisborgurum. Innan hljómsveitarinnar yrði að vera starfandi strokkvartett, og blásarakvint- ett, sem halda mundu tónleika reglu- lega, og svo aðrar kammermúsikgrúppur. Hljómsveitin þyrfti með vissu millibili að fara í tónleikaferðalög um landið. Með góðri og skynsamlegri stjórn mætti sjá til þess að alltaf yrðu á ferðalagi einhverjir meðlimir hennar. Ríkis- hljómsveit, sem haldið er uppi af öllum landsmönnum, getur ekki starfað ein- göngu í Reykjavík þó auðvitað yrði hún að hafa fast aðsetur þar. Það er t. d. skammarlegt hvernig stofnun eins og Þjóðleikhúsið gegnir þjónustuhlutverki sínu við landsbyggðina; Reykvíkingar sitja algjörlega í fyrirrúmi rétt eins og þeir kostuðu Þjóðleikhúsið einir. Jafnvel söngvarar gætu starfað inn- an vébanda hljómsveitarinnar. Það mætti stofna kammeróperu sem sýndi í Þjóðleikhúsinu á þeim dögum sem ekki væri leikið, og það er álitamál hvort ekki væri rétt að Sinfóníuhljómsveitin annaðist þær óperusýningar sem fram færu í Þjóðleikhúsinu, þær margrómuðu voróperur eða oftar voróperettur. Ákveðinn fjölda skólatónleika þarf að halda árlega fyrir mismunandi aldurs- flokka bæði í Reykjavík og útá landi. Hálfgerður handahófsbragur hefur verið á framkvæmd skólatónleika hingað til og þeir mætt áhugaleysi eða jafnvel andstöðu einstakra skólastjóra. Þeirri andstöðu þarf að útrýma og koma skipu- laginu í fastara form. Launakjörum hljóðfæraleikara þarf að koma í betra horf. Hljóðfæraleikarar eru töluvert verr settir en t. d. leikarar. Má benda á það, að leikarar fá fullan taxta greiddan fyrir vinnu sína hjá útvarpinu, en hljómsveitarmeðlimir, sem eru starfs- menn útvarpsins, fá lítið sem ekkert greitt fyrir vinnu í leikhúsinu við söng- leikasýningar, sú vinna er innifalin í þeirra vinnusamningi. Án þess að ég ætli að kasta nokkurri rýrð á leikara, vil ég benda á, að mögulegt er að leikari verði hlutgengur starfsmaður Þjóðleik- hússins eftir tveggja ára nám í hálfs- dags leikskóla, en nám hljóðfæraleikara er mörgum sinnum lengra, a. m. k. jafn- langt námi presta eða lögfræðinga áð- ur en þeir geti talist fullgildir atvinnu- menn. Hér hef ég í stuttu máli rissað lauslega hugmyndir mínar um þær breytingar sem ég álít nauðsynlegt að gera á rekstri og skipulagningu Sinfóníuhljóm- sveitar íslands. Ef ekki verður úr fram- kvæmdum, er hætt við að starfsemin verði kák og handahófskennd meðal- mennska. Auðvitað kosta þessar breyt- ingar aukið fé, sem yrði að koma frá ríkinu. En það er ekki víst að það verði svo mikið, ef hljómsveitinni tekst að vinna aukinn markað, selja „vöru“ sína til fleiri aðila; með aukinni aðsókn al- mennings á tónleika hennar koma meiri peningar í kassann, og það þýðir aukið athafnafrelsi, meiri möguleika og betri hagnýtingu vinnunnar. Það er ekki víst að unnt sé að fram- kvæma allar þessar breytingar á svip- stundu, en að þeim ber að stefna. Við erum fámenn þjóð, sem vill lifa menn- ingarlífi, og við höfum ekki efni á að dreifa kröftunum. Sinfóníuhljóm- sveit íslands verður að vera miðdepill tónlistarlífs hér á landi. Hún verður að vera undir eftirliti opinberra aðila, og allir starfsmenn hennar verða að vera ábyrgir fyrir störfum sínum. Hún verður að njóta stuðnings ríkisins, en það verð- ur að búa þannig um hnútana að sá stuðningur beri ávöxt í gróskumeiri starfsemi. í stefnuskrám ýmissa stjórnmálaflokka má finna margvíslegar klásúlur og lof- orð um styrk til handa Sinfóníuhljóm- sveitinni, og almenningur á kröfu á að ekki sé látið sitja við orðin tóm. 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.