Samvinnan - 01.06.1968, Síða 59

Samvinnan - 01.06.1968, Síða 59
Meö Kúrdum á nýjan leik II. ERLENDUR HARALDSSON Enginn einstaklingur hefur mótað sögu Kúrda á þessari öld í ríkara mæli en Múlla Mústafa Barzani. Reyndar hefur athafnafrelsi kúrdískra leiðtoga verið lítið, vart annað en veik vörn gegn ytri öflum svo sterkum, að tíðum virtist til- gangslaust að glíma við þau. Fram til heimsstyrjaldarinnar fyrri lifðu um þrír fjórðu kúrdísku þjóðarinn- ar innan Tyrkjaveldis og afgangurinn innan þersneska keisaradæmisins. Uþp- haflega átti skipting þessi sér framar öðru trúarlegar ástæður. Hinir súnnítsku Kúrdar fylgdu Tyrkjum að málum, en soldáninn í Istanbul varð leiðtogi súnhíta eftir að kalífatið fluttist frá Bagdað til Istanbul. Þeir Kúrdar, sem sítar voru, fylgdu Persum, sem sjálfir eru sítar. Þessi trúarlega skipting múhameðs- trúarmanna er að nokkru leyti sam- bærileg við skiptingu kristinna manna í kaþólska og mótmælendur. Frjálsu kúrdísku furstadæmin, sem þannig skiptust í fylkingar með voldug- um nágrönnum í austri og vestri á tím- um, er trúin var þýðingarmeiri en þjóð- arböndin, áttu eftir að iðrast gerða sinna. Lauslega tengd bandalög urðu að mið- stjórnuðum ríkjum. Hin frjálsu fursta- dæmi urðu að leppríkjum, unz ekki voru aðrar leifar forns frelsis sjáanlegar en sýslumörk og sveitarstjórnarumdæmi. Við hrun Tyrkjaveldis að lokum heims- styrjaldarinnar fyrri gerðu Kúrdar sér glæstar vonir um nýja tíð frelsis og sjálfstjórnar. Vesturveldin, óvinir Tyrkja í styrjöldinni, voru óspör á yfirlýsingar og samþykktir, sem tryggja skyldu frelsi og sjálfsákvörðunarrétt allra þjóða, er lifðu undir oki Tyrkja. Þessar samþykkt- ir komust inn í friðarsamningana, þar sem gert var ráð fyrir stofnun kúrdísks ríkis, sjálfstæðrar Armeníu og sjálfstæðra arabískra rikja, en auk Kúrda höfðu bæði Armenar og Arabar lengi orðið að þola áþján Tyrkja. Barzani ólst upp á þessum árum. Fædd- ur árið 1904, kynntist hann af eigin raun valdatíma Tyrkja, meira að segja fangelsum þeirra, er hann sem smábarn með móður sinni og fleiri ættingjum varð að afplána refsingu vegna vopnaðr- ar mótspyrnu ættflokksins gegn Tyrkj- Hjá Múlla Mústafa Barzani Greinarhöfundur og Barzani. um. Var ættbálki Barzana refsað með lífláti nokkurra foringja og fangelsun annarra. Öðruvísi fór en ætlað var eftir heims- styrjöldina fyrri. í stað tvöfaldrar skipt- ingar Kúrdistans kom fjórföld. í stað tveggja herra komu fjórir. Hvorki Kúrd- istan né Armenía urðu sjálfstæð ríki. Þvert ofan í gerða samninga fengu þau ekki minnsta vott af sjálfstjórn. Helmingur kúrdísku þjóðarinnar bjó eftir sem áður undir oki Tyrkja, sem varð enn verra en áður vegna uppreisna, sem Kúrdar gerðu, þegar brotnir voru á þeim samningar, ekki aðeins einu sinni heldur oftar. Þeim fjórðungi þjóðarinn- ar, sem losnaði undan yfirráðum Tyrkja, var skipt milli tveggja nýstofnaðra ríkja, íraks og Sýrlands, sem voru fyrst og fremst byggð Aröbum. Kúrdar eru um 10% íbúa Sýrlands og um 30% íbúa íraks. Hin nýju ríki voru fyrst í stað undir umboðsstjórn sigurvegaranna tveggja, Breta og Frakka, sem veittu Kúrdum visst menningarlegt frelsi, leyfðu t. d. útgáfu blaða og bóka á kúrdísku, hvað ekki fékkst annars staðar. Loforð um sjálfstjórn voru hins vegar svikin. Á þessum tíma varð nafn Barzanis fyrst þekkt í írak. Árið 1930 hétu Bretar írak endalokum umboðsstjórnarinnarr sem þýddi að Kúrdar kæmust undir beina stjórn Araba. í Kúrdistan þótti þetta að ganga úr öskunni í eldinn, og var svarað með vopnaðri uppreisn undir for- ustu ættbálks Barzana. Sjeik Makmúd var leiðtogi þeirm, en Múlla Mústafa, yngri bróðir hans, vakti fljótt á sér at- hygli fyrir herkænsku sína og foringja- hæfileika. Með hjálp flugliðs bældi brezki herinn uppreisnina niður, og Múlla Mústafa var lokaður inni fjarri átthög- um sínum í ellefu ár. írak varð að sjálfstæðu konungsríki með nánum tengslum við brezka heims- veldið: varnarbandalagi, brezkum ráðu- nautum og brezkum olíufélögum, er nýttu olíulindirnar við Kirkuk og Mósúl. Ein- mitt þessar olíulindir, sem voru í kúrd- ískum byggðarlögum, áttu mestan þátt í því að Bretar sameinuðu hina arabísku Mesópótamíu og þann hluta Kúrdistans, sem lenti undir stjórn þeirra við lok heimsstyrjaldarinnar, og mynduðu hið nýja ríki írak. Þessi þvingaða samein- ing arabísks og kúrdísks lands átti eftir að verða að krónískum krankleika, sem fylgt hefur írak fram á þennan dag og orðið hefur því illkynjaðri sem áhrif Breta — hins sameinandi afls — hafa minnkað. Bretar forðuðust stöðuga ólgu og upp- reisnir með þokkalegu menningarlegu frelsi, svipað og Frakkar á Sýrlandi. Þeir gerðu hvað þeir gátu til að treysta mið- stjórn hins nýja ríkis, sem var þeim fyrst og fremst olíuríki. Þeir lögðu nokkr- ar hömlur á pólitíska starfsemi Kúrda, stundum með lögreglu eða hervaldi en oftar með því að gera hinum ýmsu ætt- bálka- og sveitarhöfðingjum mishátt undir höfði eftir tryggð þeirra og holl- ustu við konunginn og sig, og rufu þann- ig einingu þeirra. Bretar komu líka mörgu góðu til leiðar í írak. Þeir lögðu þar undirstöðu að nú- tímaríki. Menntunarskilyrði voru aukin, hvað margir Kúrdar hagnýttu sér, og lagður var grundvöllur að þingræði í landinu. Kúrdar, sem eru þróttmikil þjóð og góðum gáfum gædd af náttúrunnar hendi, komust oft í háar stöður, urðu jafnvel ráðherrar, oft herforingjar og þekktir athafnamenn og vegnaði í reynd betur en nokkru sinni áður. Með aukinni menntun spratt upp blómlegt kúrdískt bókmenntalíf, svipað og í Sýrlandi undir handarjaðri Frakka. Hefði sú stefna, sem Bretar fylgdu, haldizt og aukizt að frjáls- ræði með vaxandi stjórnmálaþroska og menntun landsmanna, er sennilegt, að írak hefði getað orðið til fyrirmyndar um sambúð tveggja þjóða innan eins og sama ríkis. En Araba skorti reynslu og hæfileika til að framkvæma það, sem Bretum hefði ef til vill tekizt. Heimsstyrjöldin síðari kom með um- rót og breytingar. Kúrdar höfðu lært af reynslunni, að Arabar ætluðu sér ekki að efna gefin loforð, sem Þjóðabandalag- ið hafði krafizt þeim til handa og fest höfðu verið í stjórnarskrá landsins, er umboðsstjórn Breta í nafni Þjóðabanda- lagsins lauk og írak var veitt fullveldi og gert aðildarríki Þjóðabandalagsins. 59

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.