Samvinnan - 01.06.1968, Síða 60

Samvinnan - 01.06.1968, Síða 60
Barzani strauk úr haldi árið 1943. Gamlir og nýir félagar hópuðust að hon- um heima í átthögunum, og nýr frelsis- andi fór um sveitirnar. Bretar, er háðu erfiðustu glímu sögunnar, höfðu hvorki tíma né krafta til að berja á böldnum sveitakörlum í Kúrdistan. Kúrdar end- urnýjuðu kröfur sínar um kúrdíska embættismenn í Kúrdistan, jafnrétti kúrdísku og arabísku og fleiri kúrdíska skóla. Þeir ráku á brott arabíska embætt- ismenn úr stórum hluta lands síns og lifðu lausir við arabíska áþján til stríðs- loka, þegar brezkar og írakskar hersveitir gátu gefið sér tíma til að klekkja á óaldarseggjunum. Barzani hélt þá til írans (Persíu) með þrjú þúsund manna liði, en þar hafði fyrir skömmu verið stofnað kúrdískt lýð- veldi, eftir að íran var hernumið af Bretum, Bandaríkjamönnum og Rússum, og íranska Kúrdistan losnaði þar með undan yfirráðum Persa. Saga þessa eina kúrdíska lýðveldis aldarinnar varð stutt. Að ári liðnu, er hernámi írans lauk, var lýðveldið hernumið af ofurefli persneska hersins og leiðtogar þess hengdir. Barzani flúði upp í torsótt fjöllin, þar sem landa- mæri írans, íraks og Tyrklands ná sam- an mitt í háfjöllum Kúrdistans. Þaðan brauzt hann nokkru síðar með 500 manna lið til sovézku Armeníu og fékk hæli sem flóttamaður. í önnur hús var ekki að venda. Persar, Arabar og Tyrkir á hæl- um hans allt um kring. Við tóku önnur 11 útlegðarár, í þetta sinn þó ekki innan lokaðra dyra. Útlög- unum var meira að segja kennt að lesa og skrifa og ýmis störf og iðnir, eftir því sem geta og vilji var fyrir hendi. Barzani var um skeið settur á frægan byltingarskóla í Moskvu. Árið 1958 gerði Abdul Karim Kassem stjórnarbyltingu í írak, lét myrða kon- unginn, sleit írak úr tengslum við Bret- land og sagði það úr hinu vestræna CENTO-bandalagi. Barzani fékk að snúa heim, var gerður að þjóðhetju, lofsam- aður fyrir baráttu sína gegn „heims- valdasinnum og nýlendukúgurum" og fengin til vistar lúxusvilla fyrrverandi fjandmanns síns, Nuri-es-Saids forsæt- isráðherra, sem myrtur hafði verið í st j órnarbyltingunni. Það, sem síðar gerðist, rak ég í síðustu grein minni, sem lauk með komu minni til Ranja, lítils bæjar í breiðum, frjó- sömum dal, sem umluktur er tignarleg- um, skóglausum fjöllum á alia vegu. Hér var byggð ekki þéttari en í fjölmennari sveitum á íslandi, loftið tært, hljóðbært á kvöldin og landslagið slíkt að eins hefði getað verið á Fróni. Þetta var síðla hausts árið 1964. Upp- skerunni var að mestu lokið og gras og annar gróður skrælnaður og gulur eftir heitt skin sólar sumariangt. í Ranja bjuggu 2—3 þúsund manns, en þessa dag- ana var umferð fótgangandi manna, hesta og hvers kyns farartækja óvenju- ör og mikil. Þéttsetið var á tehúsunum, sem settu borð sín og bekki fram á göt- una. Fjöldi karlmanna, sem klæddir voru þjóðbúningum og með rifil um öxl, setti svip sinn á bæinn. Ranja var þessar vikurnar höfuðborg írakska Kúrdistans. Leiðtogar Kúrda voru í þann mund að setja hér fyrsta landsþing sitt. Á landrými því, er þeir stjórnuðu í skjóli eigin valds, bjó rúm- lega helmingur hinna tveggja milljóna írakskúrda. Svæði þetta var um tveir þriðju fslands að stærð eða um þrisvar sinnum stærra en ísrael. Daginn eftir komu mína til Ranja var ég viðstaddur þriðja og síðasta fund svonefnds fólksþings, eins þriggja for- þinga, er kjósa skyldu fulltrúa á lands- þing það, sem brátt yrði sett. Fólksþing þetta með um 500 kjörnum fulltrúum hvaðanæva af landinu var haldið í stórri tóbaksskemmu, stærsta húsi héraðsins. Fulltrúar hinna ýmsu héraða og ætt- bálka, er sátu krosslögðum fótum á teppalögðu gólfinu, voru margir auð- kenndir af þjóðbúningum sínum og skrautlegum vefjarhöttum. Fyrir gafli skemmunnar sátu nokkrir gestir og virð- ingamenn, m. a. leiðtogar hinna ýmsu trúflokka klæddir embættisskrúða. Þar mátti sjá biskup hinna kaldeísku kristnu Kúrda, biskup nestóríönsku kirkjunnar og trúarlegan leiðtoga hins fámenna flokks jesíta, ungan mann klæddan hvítri, síðri skikkju með langan, miðalda- legan hött. Þá sat þarna, eins og nærri má geta, mikill leiðtogi múhameðstrúar- manna, en Kúrdar eru flestir múhameðs- trúar. Innan múhameðstrúarinnar, ekki sízt í Kúrdistan og Persíu, blómstra ýmsar reglur með strangar og háleitar trúar- og siðgæðishugmyndir, en öðrum og mun fámennari reglum svipar til fakíra á Indlandi. Berja þeir sig til blóðs á al- mannafæri, stinga í gegnum limi sína prjónum og ganga á eldsglóðum. Fræg- Barzani í þungum þönkum. Tjaldbúöir Barzanis. Svartafjall í baksýn. 60

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.