Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 61

Samvinnan - 01.06.1968, Blaðsíða 61
astir eru „dervísarnir" svonefndu, sem þekktir eru fyrir trúarlega dansa sína. Hér sá ég Barzani í fyrsta sinn. Virðing sú, sem Kúrdar bera fyrir þessum leið- toga sínum, var auðsæ. Hvorki var klapp- að né hrópað, er hann gekk til sætis síns — Kúrdar eru stilltir menn og hávaðalitlir — en þögn sló á menn. Meðal þjóðar sinnar er Barzani lifandi lífs í senn orðinn þjóðsagnapersóna og imynd frelsisbaráttu hennar. í honum sjá þeir þjóðhetju sína, Káa, eins og end- urborna. Við jafndægur á vori, þegar „nárús" (hinn nýi dagur, nýársdagur) er haldinn hátíðlegur hvarvetna þar sem Kúrdar búa, fagna menn ekki aðeins nýju ári og komandi sumri, heldur fyrstu uppreisn gegn framandi 'kúgun. Þá drap járnsmiðurinn Káa harðstjórann Bin- arasep, er rænt hafði hann öllum börn- um hans. Svo segir þjóðsagan, sem skráð er í ótal kvæði og kvæðabálka og er Kúrdum í dag jafnlifandi og nálæg og hún hefur nokkru sinni verið. Á degi þessum, 21. marz, eru kveiktir eldar á fjallstindum og stignir þjóðdansar dag- langt. Barzani er tæplega meðalmaður á hæð, vel þrekinn, teinréttur í baki, með arnar- nef og hreina andlitsdrætti. Geðfelldur maður og traustvekjandi við fyrstu sýn. Maður sem gaman væri að starfa með, hugsaði ég. ísmaíl Aref, risi að vexti, er setið hafði í fangelsum íraks í níu ár eftir fall hins kúrdíska lýðveldis í íran (Persíu), setti fundinn. Fluttar voru nokkrar stuttar ræður, sú fyrsta af Barzani. Að loknum ræðunum yfirgaf Barzani salinn. Al- mennar umræður höfðu þegar farið fram, svo að gengið var til kosninga 12 fulltrúa á fyrirhugað landsþing. Beðið var um uppástungur. 30 voru bornar fram, og að þvi loknu gengið til leyni- legra kosninga. Atkvæði voru síðan tal- in í viðurvist allra af þar til skipaðri nefnd og hvert atkvæði skráð á stóra töflu við nafn hvers frambjóðanda. Eins lýðræðislegar aðfarir og hugsazt gat. Að loknum fundi kom Barzani til mín í mannþrönginni á hlaðinu fyrir utan skemmuna. Ákveðið var, að við hittumst næsta kvöld í skrifstofu hans í Ranja. í Kúrdistan, sem annars staðar, eru sjaldan allir á einu máli um allt. Fram á síðustu áratugi voru ættbálkahöf ðingj - ar álíka valdamiklir innan sveita og léns- höfðingjar áður fyrr í Evrópu. Höfðingj- ar þessir voru ýmist veraldlegir, þá nefndir „aghar", eða trúarlegir og þá nefndir „sjeikar". Þeir fyrrnefndu voru jarðeigendur, en sjeikarnir voru það ekki nauðsynlega, þótt þeir næðu oft miklum völdum og vinsældum. Barzani er t. d. af trúarlegri fjölskyldu, ekki höf- uð hennar, heldur yngri bróðir, sem eng- in völd hlýtur að erfðum. Með vexti bæj- anna, sem hefur verið allör á undanförn- um áratugum, hefur svo myndazt nýtt afl í Kúrdistan, stétt borgaranna, verka- manna, verzlunarmanna og mennta- manna. Það er ævaforn hefð í sveitum Kúrd- istans, að hver karlmaður eigi vopn. Vald ættarhöfðingjans hefur ætíð verið að miklu leyti fólgið í því að mega kalla saman vopnfæra karlmenn, ef þörf gerð- ist. Mjög hefur losnað um þessi fornu ættbálkabönd undanfarna áratugi, en í norðurhluta landsins, þaðan sem Barzani er ættaður, eru þau enn sterk. í bæjunum hefur stjórnmálalífið mót- azt að vestrænum sið af starfsemi skipu- lagðra (venjulega bannaðra) stjórn- málaflokka. En þessu nýja valdi í Kúrd- istan var ekki einungis frelsi og viðhald fornra og þjóðlegra venja eftirsóknar- vert. Það vildi einnig félagslegar um- bætur, t. d. skiptingu jarðeigna. Sosíal- ískar hugmyndir náðu verulegri út- breiðslu í kúrdíska demókrataflokknum, þótt starfsemi hans beindist fyrst og fremst að auknum þjóðernislegum rétt- indum og hann afneitaði algerlega kommúnisma. Kjarna flokksins mynduðu menntamenn, sem var sumum hverjum gjarnt að líta á agha og sjeika sem þránda í götum sannra framfara. Vegna frægðar sinnar og baráttu hef- ur Barzani verið forseti flokksins á ann- an áratug, þótt hann sé uppruna síns og eðlis vegna tengdari hinni fornu höfð- ingjastétt sveitanna. Raunveruleg stjórn flokksins, starf aðalritara hans, hefur hins vegar alltaf verið í höndum ann- arra manna. Langdvöl Barzanis í Rúss- landi tókst ekki að gera hann að komm- únista, og hernaðaraðstoð Sovétrikjanna við Kassem batt enda á þann litla kær- leika sem hann kann að hafa borið til kommúnismans. Þegar stríðið brauzt út í Kúrdistan árið 1961, var gott samkomulag milli tveggja áðurnefndra afla, flokksins og sveitar- hluta landsins og í næsta nágrenni bæj- anna. Vorið 1964, þegar annað vopnahlé stríðsins var gert (nokkrum mánuðum fyrir komu mína til Ranja), kom til fyrstu -alvarlegu deilunnar milli Barzanis og fylgismanna hans annars vegar og róttækari hluta flokksstjórnarinnar hins vegar. Þeir síðarnefndu vildu heyja stríð þetta, sem Kassem hafði raunverulega þröngvað á Kúrda, sem frelsisstrið, er haldið skyldi áfram unz sigur ynnist. Þeir vísuðu á frelsisstríð Alsírbúa sem fordæmi og fyrirmynd. Þá vildu þeir skiptingu jarðnæðis og aðrar þjóðfélags- umbætur. Barzani kaus fremur að semja frið, þótt hann vissi, að loforð Araba um auk- in réttindi væru aðeins innihaldslaust hjal. Hann taldi rangt að leggja meiri þjáningar á almenning en þegar hafði verið gert með gegndarlausum loftárás- um, og taldi vafasamt að nokkur hern- aðarlegur sigur ynnist með áframhald- andi stríði, þar sem engin hjálp fengist utan að, en hana fengu Alsírbúar á sín- um tíma. Kúrdar byggju og við stöðugan skort vopna og skotfæra, þar sem þeir væru lokaðir inni á allar hliðar. Barzani fannst vænlegra til árangurs að semja frið, þegar hann bauðst, reyna að koma á fót sjálfstjórn á því svæði, sem Kúrdar réðu þegar yfir, og búa sig jafnframt eftir föngum undir næstu atlögu Bagdað- stjórnar. í innanlandsmálum kom hann því til leiðar, að bændur greiddu land- eigendum lægri skatt en áður, en lét ekki fara fram skiptingu jarðeigna. Hann bar því við, sem ekki verður um deilt, u „Pesh merga" nefna húrdískir hermenn sig. Orðin merkja „Þeir sem bjóða dauðanum byrgirí'. höfðingjanna. Þungi stríðsins lá fljót- lega á her þeim, sem Barzani og sveitar- höfðingjarnir kölluðu saman og aðallega hafðist við í mið- og norðurhluta lands- ins. Skæruliðasveitir, sem flokkurinn skipulagði og að mestu voru skipaðar bæjarbúum, höfðust mest við í suður- að sveitarhöfðingjarnir hefðu ekki reynzt lakari föðurlandsvinir en aðrir. Ekki væri unnt að leggja á þjóðina í senn þján- ingarfulla baráttu fyrir viðunandi frelsi og róttækar breytingar innanlands, sem í reynd myndu sáralitlu breyta, því að jarðeigendur í Kúrdistan eiga sjaldnast 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.