Samvinnan - 01.06.1968, Page 65

Samvinnan - 01.06.1968, Page 65
SUNNUFERÐIR 1968 Því er slegið föstu: Hvergi meira fyrir ferðapeningana Þrátt fyrir gengisfellingu gefst yður kostur á ótrúlega ódýrum ut- anlandsferðum, vegna hagkvæmra samninga og mikilla viðskipta SUNNU við hótel og flugfélög. — SUNNUFERÐIR eru íslenzkar ferðir alla leið, en farþegum ekki komið inn í hópferðir erlendra aðila í London eða Kaupmanna- höfn. Við gefum sjálfum okkur ekki einkunn, en spyrjið þær þúsundir sem valið hafa SUNNUFERÐIR og gera það aftur ár eftir ár. Ánægðir viðskiptavinir er sú auglýsing, sem gert hefur SUNNU að stórri og vinsælli ferðaskrifstofu. Við getum á þessu ári í mörgum tilfellum boðið Uþp á utanlands- ferðir á svipuðu verði og fyrir gengisfellingu. Nokkrar af okkar vinsælu og vönduðu utanlandsferðum, sem enn verða ódýrar á þessu ári: 14 dagar Mallorka, 2 dagar í London. Hálfsmánaðarlega frá 10. apríl. Flogið með íslenzkri flugvél allar leiðir og búið á góðum hótelum. Eigin skrifstofa SUNNU í Palma tryggir farþegum fullkomna þjón- ustu á vinsælasta sumarleyfis-skemmtistað álfunnar. LONDON — AMSTERDAM — KAUPMANNAHÖFN Brottfarardagar: 7. júlí — 11. júlí — 4. ágúst — 18. ágúst — 8. sept. — 15. sept. — 12 dagar. — Verð kr. 14.400,—. Þessar stuttu og ódýru ferðir gefa fólki tækifæri til að kynnast þremur vinsælum stórborgum Evrópu, sem þó eru allar mjög ólík- ar. Milljónaborgin London, tilkomumikil og sögufræg höfuðborg heimsveldis, með sínar frægu skemmtanir og tizkuhús. Amsterdam, heillandi og fögur með fljót sín og skurði, blómum skrýdd og létt í skapi. Og svo „Borgin við sundið“, Kaupmannahöfn, þar sem íslendingar una sér betur en víðast á erlendri grund. Borg í sumarbúningi með Tívolí og ótal aðra skemmtistaði. Þar er hægt að framlengja dvöl í ferðalok. Þessi stutta og ódýra ferð hefir átt vaxandi vinsældum að fagna með hverju ári. í fyrra voru farn- ar fimm slíkar ferðir og komust færri en vildu. Fararstj.: Jón Helgason, Jón Sigurbjörnsson og Gunnar Eyjóifsson. PARÍS — RÍNARLÖND — SVISS Brottför 23. ágúst. — 17 daga ferð. — VerS kr. 22.840,—. Þessi vinsæla ferð hefir verið farin svo til óbreytt í sjö ár, og jafnan við miklar vinsældir, enda fólk komið heim með óbrot- gjarnar endurminningar. Fólki gefst hér tækifæri til að kynnast nokkrum fegurstu stöðum Evrópu, í rólegri ferð. Flogið er til Parísar og dvalið þar [ borg fegurðar og gleði sólríka sumardaga. Frá París er flogið til Sviss, skroppið í skemmtiferð suður yfir fjallaskörðin til Ítalíu. Frá Sviss er farið fljúgandi til Rínarlanda, og dvalið fjóra daga við Rín í Rudesheim, einum frægasta skemmtanabæ við sögufræga Rín. Þar er ,,Vínhátíðin“, þar sem drottningin er krýnd. Farið er í ökuferðir um Rínarbyggðir og siglt á fljótinu með skemmtilegum farþegaskipum. Fararstjóri: Jón Helgason. EDINBORGARMÁTÍÐIN Brottför 24. ágúst. — 7 daga ferð. — Verð kr. 8.900,—. Þessi vinsæla ferð hefir verið farin á hverju ári í sex ár og jafnan fullskipuð. Fara allmargir árlega, enda er Edinborgarhátíðin mik- ilfenglegasta listahátíð álfunnar, auk þess sem Edinborg er mjög fögur borg og ánægjulegt að dvelja þar sólheita sumar- daga. Farið er í skemmtiferðir uþp í hálendi Skotlands og hin fögru vatnahéruð, en jafnan komið heim á hótel í Edinborg að kvöldi. Hægt er að framlengja dvölina og skreppa til London. Fararstjóri: Gunnar Eyjólfsson, leikari. ÍTALÍA — SEPTEMBERSÓL Brottför 1. september — 21 dagur. — Verð kr. 27.600,—. Þessi luxusferð er mun ódýrari en aðrar hliðstæðar ferðir, vegna hagkvæmra viðskiptasambanda SUNNU á Ítalíu. — Flogið til Milano og ekið þaðan um fegurstu byggðir Ítalíu, Feneyjar hina „Fljótandi borg“ ævintýra, söngs og sögu. Róm eru helgaðir fimm dagar, því þar er margt að sjá. Frá Róm liggur leiðin suður um Napoli, Pompei til Sorrento, siglt með einu glæsilegasta haf- skipi heims, risaskipinu Michelangelo 43 þús. smál. að stærð til Cannes á frönsku Riveria og ekið til Nizza, þar sem dvalið er síðustu daga ferðarinnar. Frá Nizza er flogið heim með viðkomu í London, þar sem hægt er að framlengja ferðina, ef óskað er. Fararstjóri: Thor Vilhjálmsson, rithöfundur. ÆVINTÝRAFERÐ TIL AUSTURLANDA Brottför 6. október. — 21 dagur. — VerS kr. 28.900,—. Þeir mörgu, sem tekið hafa þátt í þessum vinsælu ferðum SUNNU á ævintýraslóðir Austurlanda, eiga fæstir nógu sterk orð til að lýsa þeim undrum og furðum sem fyrir augun ber. Flogið til London og þaðan til Aþenu, þar sem dvalið er í tvo daga. Flogið til Beirut. Skoðaðir leyndardómar þessarar frægu borgar vega- móta í Austurlöndum nær. Heimsóttir þersneskir teþpasalar í fríhöfninni. Frá Beirut er flogið til Kairo og dvalið á góðu hóteii á bökkum Nílar. Frá Kairo er flogið til Jerusalem, dvalið í fimm daga og skoðaðir allir helztu sögustaðir Biblíunnar. Frá Jerusalem er flogið til London og hægt að framlengja dvöl, ef óskað er. Fararstjóri: Guðni Þórðarson. FERÐASKRIFSTOFAN Bankastræti 7. — Símar 16400 og 12070. SUIMIMA

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.