Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 26
Plœging á Stórólfsvallarbúi S.f.S. við Hvolsvöll. fólk, bæru sjálfir kostnaðinn við hana að öllu leyti. í upphafi var bent á, að fjöldi bænda takmarkast af þeirri framleiðslu, sem þjóðin þarfnast, á þann hátt, að bændurnir verða því færri sem hver þeirra framleiðir meira. Einnig var bent á, að fjöldi bændanna (og heimilisfólks þeirra) er háður því, hversu góð kjör þeir hafa. Framlög ríkisins (jarðræktarstyrkir, niðurgreiðslur á lánum) hafa því ekki hagstæð áhrif á lífs- kjör sveitafólks í heild. Þvert á móti. Þau eru framlög háð því skilyrði, að þau séu notuð til að kaupa sement og timbur í útihús, skurðgröfuvinnu og áburð í flög. Enginn bóndi verður feitur af þeim kosti. Þegar framlögin eru komin í gagnið, orðin að framkvæmd- um, þrengja þau atvinnuskil- yrðin í sveitunum. Áhrifin koma fram við verðlagningu landbúnaðarafurða. VIII Hingað til hef ég forðazt nokkuð afstætt mál hagfræð- inga. Meðal þeirra er nokkur tilhneiging til að skýra erfiða aðstöðu bænda á þann hátt, að nálgast náttúrulögmál. Skýr- ingarnar eru þó í sama dúr og hér að framan (V): 1. Neyzla landbúnaðarafurða eykst mjög lítið, úr því að lífs- kjör almennings eru orðin sæmileg eða góð. 2. Afköst á starfandi mann í landbúnaði aukast vegna tæknilegra framfara og vegna aukinnar fjárfestingar á mann. 3. Afkastaaukningin gerist á þann veg, að framboð á land- búnaðarafurðum eykst. 4. Þar sem neyzlan eykst mjög takmarkað, veldur aukið framboð markaðsörðugleikum, sem fyrr eða síðar leiða til verðlækkunar (miðað við það, sem væri ella), sem löggjafar- valdinu tekst ekki að koma í veg fyrir. 5. Verðlækkunin rýrir lífs- kjör sveitafólks, og það ýtir fólki út úr landbúnaðinum, þannig að dregur úr framboði. Þar með næst ekki jafnvægi, því að sagan með tæknilegar framfarir og aukna fjárfest- ingu endurtekur sig stöðugt (punktarnir 2 og 3 hér að framan). Kjör sveitafólks verða því stöðugt verri en kjör ann- arra fjölmennra stétta. 6. Þó að kjör sveitafólks verði stöðugt verri en almennt ger- ist, geta þau batnað hlutfalls- lega á sama hátt og kjör ann- arra. Þetta gerist ekki fyrir aukin afköst í landbúnaði, heldur þrátt fyrir þau, líkt og kjör hárskera og bifvélavirkja geta haldið í horfinu við kjör annarra, þó að afköst hárskera og bifvélavirkja væru óbreytt. Menn fást ekki til að klippa hár til lengdar eða gera við bíla, ef það veitir lakari kjör til lengdar en völ er á annars. Til þess að fæla menn frá landbúnaði þarf róttækari að- gerðir (óhagstæðari kjör) en til að fæla fólk frá öðrum störfum, meðal annars vegna þess að bændur þurfa ekki að- eins að skipta um starf, heldur oftast einnig flytjast búferl- um og skilja eignir sínar eins og íbúðarhús verðlitlar eftir. IX Þessar skýringar hagfræð- inga eru, eins og ég sagði, stundum túlkaðar á þann veg, að efnahagslegir erfiðleikar bænda, miðað við aðrar stéttir, stafi af nokkurs konar nátt- úrulögmáli, og séu þvi óhjá- kvæmilegur fylgifiskur tækni- legra framfara og aukinnar fjárfestingar. Ég ætla ekki í þessari grein að ráðast á þá hugmynd, að erfitt sé að kom- ast hjá því, að kjör sveitafólks verði almennt lakari en gerist og gengur. Það, sem hér er til umræðu, er, hversu miklu lak- ari en gerist og gengur sé eðli- legt, að kjör sveitafólks séu. Ég ætla að nefna nokkur atriði í því sambandi. 1. Árin 1962—1966 var fjár- íesting á hvern starfandi mann í landbúnaði á verðlagi ársins 1967 53 þúsund krónur á ári, í fiskverkun 45 þúsund og í iðnaði 31 þúsund krónur. Fjár- festing á mann er því mest í þeirri þessara þriggja atvinnu- greina, landbúnaðinum, þar sem starfandi fólki fækkar. í fiskverkun og iðnaði fjölgar fólki. Þar hefði því mátt ætla, að fjárfesting á mann yrði meiri en í landbúnaði, þar sem fjármagnið skiptist í tvo hluta; til þess að útbúa þá, sem bæt- ast við, og til þess að búa þá betur, sem fyrir eru. í landbún- aðinum hefur ekkert fjármagn farið til þess að útbúa þá, sem bætast við, þar sem það er enginn, og ekki einu sinni að komi fólk fyrir þá, sem falla frá. Sést því, að munurinn er enn meiri en tölurnar sýna. Munurinn á fjárfestingu í þessum þremur atvinnugrein- im er þó mestur, ef litið er á áhrif.n. Hin mikla fjárfesting í landbúnaði spillir lífskjörum sveitafólks og veldur því, að starfandi fólki fækkar í land- búnaði. Fjárfesting í öðrum at- vinnugreinum, þar sem mark- aóur og náttúruauðæfi eru lítt takmörkuð, er leið til þess að veita fleira fólki góða atvinnu í þessum atvinnugreinum. Þetta misræmi m:lli fjárfest- ingar á mann í landbúnaði og öðrum atvinnuvegum stafar sumpart af markvissri viðleitni stjórnvalda til að beina fjár- magni inn í landbúnaðinn. Að svo miklu leyti, sem örougleik- ar bændastéttarinnar stafa af þessu misræmi, teljast þeir því ekki náttúrulögmál, heldur stj órnmál. 2. Á fjárlögum fyrir árið 1968 eru veittar 45 milljón krónur til jarðræktar, 25 milljónir til framræslu ásamt sérstökum lið upp á 5 milljónir til sömu hluta, tæpar 18 milljónir til sömu hluta á uppbyggðum jörðum á vegum landnáms ríkisins og 9,5 milljónir til ný- týla. („Nýbýlin“ eru nú oft raunverulega uppbygging og endurlygging á eldri jörðum gerð samkvæmt þeim kröfum, sem Nýbýlastjórn gerir. Ríkis- stjórnin hefur heimild til þess að veita aðeins 3,5 milljónir til nýbýla.) Sú framleiðsluaukning, sem þessar fjárveitingar valda, og þeir erfiðleikar, sem sú fram- leiðsluaukning mun valda bændastéttinni samkvæmt reynslu síðustu fimmtán ára, stafa ekki af náttúrulögmáli, heldur af liðunum 241 (undir- liðirnir 02 og 04) og 245 (undir- liðirnir 07, 08 og 10) á fjárlög- vm fyrir árið 1968. 3. Á landbúnaðarafurðir er nú lagt gjald til stofnlánadeild- ar landbúnaðarins. Bændur greiða 1%, neytendur 0,75% og auk þess ríkissjóður sinn hluta. Sú framleiðsluaukning, sem þessi stuðningur við stofnlána- deildina veldur, þeir erfiðleik- ar, sem framleiðsluaukningin skapar bændum við að ná því verði á afurðir sínar, sem veit- ir þeim lífskjör, sem eru nær því, sem almennt gerist, en ver- ið hefur, og sú atvinnurýrnun í sveitunum, sem hlýzt af fjár- festingunni, stafar ekki af náttúrulögmáli, heldur af 4. grein í lögum um Stofnlána- deild landbúnaðarins, land- 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.