Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 29
Haustgrundvallarverð Krónur % mæli fé í útflutningsbætur og Þessi beina aðstoð við land- Mjólk 1947 1,65 pr. 1. 100,00 niðurgreiðslur á vöruverði. búnaðinn í nágrannalöndum — 1957 3,50 — 212,12 Þessar upphæðir eru á yfir- okkar þjónar margvíslegum til- — 1967 8,92 — 540,60 standandi fjárlögum: gangi. í fyrsta lagi veldur hún Dilkakjöt 1947 1957 1967 9,20 pr. kg 19,65 — 63,06 — 100,00 213,58 685,43 Til útflutningsbóta kr. 248 millj. Til niðurgreiðslna á vöruverði — 708 millj. Til samanburðar skulu sýndar breytingar á kaupgjaldi verka- Samtals kr. 956 millj manna í dagvinnu í Reykjavík: 1947 kr. 8,87 pr. klst. 100,00 % Ekki veit ég, hvað mikið af því að miklu meira jafnvægi 1957 — 19.66 — — 221,65 — niðurgreiðslufénu fer til niður- er í almennu verðlagi í viðkom 1967*) — 58,47 — — 659,19 — greiðslna á búvöruverði, en andi löndum, hún dregur úr :) i Nú þarf að gefa nokkrar skýringar á þessum tölum, svo þær gefi rétta mynd af þróun málanna. Þess er þá fyrst að geta að nokkur verðtilfærsla hefur ver- ið gerð milli mjólkur og kjöts, þannig að kjöt hefur verið hækkað meira en mjólkin tvisv- ar eða þrisvar sinnum. Ull og gærur hafa jafnan verið verð- skráðar til bænda miðað við markaðsverð erlendis og hef- ur verð þeirra vara hækkað hlutfallslega minna en kjöts og mjólkur hin síðari ár, en það sem á það hefur vantað hefur verið fært á kjötið til hækkunar á verði þess. Þetta á sérstaklega við um ullina. Verð á ull og gærum hefur verið skráð sem hér segir: í sambandi við kaupgjalds- þróunina er nauðsynlegt að geta þess, að verkamenn fá nú mismunandi há laun eftir því við hvaða störf þeir vinna og hækkandi laun eftir fjölda starfsára og ýmiskonar fríð- indi, svo sem slysa- og sjúkra- tryggingar, sem ekki var áður fyrr, svo og lengra orlof. Auk þessa hafa þeir margir feng- ið hin síðari ár hærri laun en samningar kveða á um. Og hafa skýrslur sýnt vaxandi mismun á tekjum bænda ann- arsvegar og tekjum launa- manna hinsvegar, einsog Hag- tíðindi sýna, sem að nokkru leyti er vegna yfirborgana. Hér á landi er, einsog kunn- ugt er, ríkjandi sú stefna, eink- um síðustu 10 ár, að landbún- aðurinn ætti að fá aukinn kostnað við framleiðsluna upp- borinn í hærra verðlagi, og *) Hér er tekið hafnarvinnukaup í des. eftir 2 ára starf með orlofi cinsog í öðrum töxtum. meðan útflutningsuppbætur þær, sem ríkissjóður greiðir skv. 12. gr. laga um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins frá 1960, dugðu til að bæta upp út- fluttar búvörur í fullt innan- landsverð, var þetta fræðilega séð framkvæmanlegt. En nú í þrjú ár hafa útflutningsbætur ekki hrokkið til og raunar vantar verulega mikið á það, og því hefur þetta verið og er nú algjörlega lokuð leið til að tryggja afkomu landbúnaðar- ins og hag bændastéttarinnar. Markaðsverð hér á íslandi á landbúnaðarvörum, sem mörgu öðru, er yfirleitt hærra en með- al nágrannaþjóða okkar og hefur hækkað miklu meira hin síðari ár. Til dæmis um breytinguna nægir að geta þess, að kjötverð í Bretlandi var árið 1961 á milli 18 og 19 kr. íslenzkar en er nú 20—24 kr. eftir gengis- breytinguna í s.l. nóvember- mánuði. Hér hefur verðið meir en þrefaldazt á sama tíma. Þessi verðlagsþróun hefur því ekki leitt til batnandi lífskjara fyrir þá sem vinna að land- búnaði heldur þvert á móti í mörgum tilfellum þrengt kjör þeirra. Og samhliða því að kjör fólksins, sem vinnur að land- fcúnaði, hafa þrengzt hefur ís- Jenzka ríkið varið í vaxandi ekki er óliklegt að það sé 500— 600 millj. kr. Nú hljóta menn að spyrja, hvað veldur þeim mikla mis- mun, sem er á þróun verðlags hér á landi í samanburði við nágrannalönd okkar. Og líka hljóta menn að spyrja, hvort opinber stuðningur við land- búnaðinn sé meiri eða minni hér en í nágrannalöndunum. Og þar held ég að sé komið að kjarna málanna. Verði á búvöruframleiðslu nágranna- landa okkar er haldið niðri með því að veita bændum fé til framkvæmda er horfa til umbóta við framleiðsluna og veita beina framleiðslustyrki í ýmiskonar formi, er gera það að verkum að verð varanna getur verið lágt, en kjör þeirra sem vinna að framleiðslunni eru þó ekki hlutfallslega lak- ari en í öðrum sambærilegum stéttum og a. m. k. í Bret- landi allmiklu betri hjá bænd- um en t. d. iðnverkamönnum. Jafnframt er með þessum hætti auðveldað að beina fram- leiðslunni að þeim framleiðslu- greinum sem hagkvæmastar eru hverju sinni. Bretar verja miklu fé til síns landbúnaðar með þessum hætti. Þannig voru um 73,9% af nettótekjum brezkra bænda árið 1964 fram- lög frá ríkinu, en hliðstæð aðstoð við íslenzkan landbún- að innan við 40% af nettó- tekjum bændanna hér sama ár. í Noregi og Þýzkalandi er þessi aðstoð líka miklu meiri hlutfallslega en hér. Búfjárrœktarstöðin að Lundi. almennum kaupkröfum laun- þeganna og styður þannig óbeint að samkeppnisaðstöðu iðnaðarins og annarra þýðing- armikilla framleiðslugreina, sem þurfa að selja vörur sín- ar í harðri samkeppni á heims- markaði. Þessi aðstoð dregur stórkostlega úr rekstrarfjár- þörf sjálfs landbúnaðarins og líka úr stofnfjárþörfinni og stuðlar að betri lifskjörum bænda og eðlilegri þróun í landbúnaði viðkomandi landa. Aðstoð Breta við landbúnað- inn er veitt í mörgum liðum. Kind rúin með rafmagnsklippum. UU: 1947 4,00 kr. pr. kg 100,00 % 1957 10,00 — 262,5 — 1967 20,00 — 500 — Gærur: 1947 3,50 — 100 — 1957 10,00 — 285.75 — 1967 33,00 — 942,82 — 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.