Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 37
Grasrœktartilraunir eru stundaSar í stórum stíl síðustu árin. hið mesta niðurlægingartíma- bil í sögu þjóðarinnar. Jarðabætur höfðu verið lít- ilfjörlegar og atvinnuvegir í kalda koli. Þjóðin lifði við sult og seyru í ömurlegum hreys- um og allt andlegt líf hneppt í fjötra. Þá var það, að Skúli Magn- ússon, landfógeti, hóf starf sitt til endurreisnar atvinnuvegun- um og andlegu lífi. Hann stofnaði, ásamt nokkr- um heldri mönnum, hlutafélag til að vinna úr íslenzkri ull, en hún hafði öll verið seld úr landi óunnin um langa 'hríð. Skúli gerði annars ítarlegar tillögur um, á hvern hátt mætti helzt bæta atvinnuvegi lands- manna, m. a. að fá hingað bændur frá Danmörku og Noregi til að kenna mönnum garðyrkju og trjárækt og að landsmönnum yrði kennt að salta kjöt og fisk. Verksmiðjur Skúla, eða nýju innréttingarnar eins og þær voru kallaðar, urðu að litlum notum ýmissa hluta vegna en einkum þó af þeim sökum, að landsmenn skildu ekki þær til- raunir til framfara, sem Skúli barðist fyrir. Hann var á und- an sínum tíma í þessu sem svo mörgu öðru. Ný viðhorf Árið 1786 var einokunar- verzluninni formlega aflétt og hún gefin frjáls öllum dönsk- um þegnum og síðan 1854 hef- ur íslandsverzlunin verið frjáls öllum þjóðum. Tók nú verð á ýmsum af- urðum landsmanna að hækka smámsaman og eins byrjuðu útlendingar að kaupa ýmsar vörur af íslendingum, sem ekki höfðu verið verzlunarvara áð- ur, þar á meðal sauði og hesta. Um þesar mundir fóru Skot- ar og Englendingar að verzla á íslandi og varð verzlunin mun hagstæðari fyrir landsmenn. Fiskafurðirnar voru lengst af aðalútflutningsvörurnar og námu þær um 70% af heildar- útflutningi landsins 1913. Land- búnaðarafurðir voru þá 5,1 milljón króna virði í útflutn- ingnum. Þá voru flutt úr landi 1.067 millj. kg. af ull fyrir 1,7 milljón krónur og 307 þús. saltaðar sauðagærur fyrir 879 þús. krónur. Rétt fyrir aldamótin hófst útflutningur á sauðkindum til Englands og voru árið 1896 seld 60.400 stk. fyrir 811 þús. krónur. Stofnun banka og sparisjóða, á síðustu áratugum 19. aldar, greiddi mjög fyrir verzlunar- viðskiptum, en á fyrstu áratug- um þessarar aldar var íslands- verzlunin þó enn að miklu leyti rekin með dönsku lánsfé. Helztu verzlunarvörurnar af landbúnaðarframleiðslunni voru á þessum árum: saltkjöt, smjör, tólg, gærur, hross og sauðkindur. Auk þess hlunn- indavara: Lax, kópa- og tófu- skinn, fiður, æðardúnn og rjúpur. Með auknu frelsi í verzlunar- málum þjóðarinnar vaknaði áhugi manna að vanda fram- leiðsluvörurnar sem bezt. Smjörbúum var komið upp víða á landinu, en hið fyrsta var stofnað í Hrunamanna- hreppi aldamótaárið 1900. Ára- tug síðar voru þau orðin 33, 8 á Norðurlandi, 2 á Vesturlandi en hin öll á Suðurlandi. Alíslenzk verzlunarfélög voru stofnuð víða um land eftir að verzlunin var gefin alfrjáls og var Gránufélagið eitt hið stærsta og elzta. Þá komu og til mörg kaupfélög og óháð pöntunarfélög. Þá var farið að koma á slát- urhúsum fljótt eftir aldamót- in, enda fékkst þá þegar hærra verð fyrir saltað sauðakjöt er- lendis, en forgönguna í fram- kvæmdum innanlands höfðu samvinnufélög bænda, sam- bandsfélögin og Sláturfélag Suðurlands. Hin fyrrnefndu sameinuðust í Samband ísl. samvinnufélaga á árinu 1902, en Sláturfélagið 1907. Á síðustu áratugum 19. ald- ar urðu og stórkostlegar fram- farir í fiskveiðum landsmanna við tilkomu nýrra seglþilskipa og mótorbáta. Seinna komu til stór gufuskip til botnvörpu- veiða. Útiend skip önnuðust á þeim árum þvínær alla vöruflutn- inga til og frá landinu svo og flutninga hafna á milli innan- lands, en með stofnun Eim- skipafélags fslands árið 1914 hófst nýtt og glæsilegt tíma- bil í siglingasögu íslendinga. Rættist þá aldagamall draumur íslenzku þjóðarinnar um eigin skipastól eins og á dögum hins forna þjóðveldis. Lítið hafði til þessa verið unnið að hafnargerðum hér á landi og flestar hafnir því eins útlítandi og þær voru frá önd- verðu, en nú var hafizt handa og byggð höfn í Reykjavík og víðar á landinu. Góðar hafn- ir, frá náttúrunnar hendi, voru víða til fyrir, sérstaklega á Vesturlandi, og með auknum skipastóli landsmanna jukust strandferðir að miklum mun á fyrstu tugum 20. aldarinnar. Að sama skapi dró úr lang- ferðum um hina fornu fjall- vegi milli byggða. Bættar sam- göngur innanlands og gufu- Hrútur veginn í sláturhúsi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.