Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 38
skipaferðir beint til útlands- ins, Danmerkur, Noregs, Skot- lands og einnig til Ameríku, sem nú fóru að tíðkast, reynd- ust allri íslenzkri verzlun og viðskiptum hin mesta lyfti- stöng. Æð fengnu fullveldi Þó orkar ekki tvímælis, að fullveldið, sem landsmenn fengu að sigurlaunum í lok fyrri heimsstyrjaldar fyrir ára- tuga þrotlausa baráttu hinna beztu manna, var aðalafl- gjafi þjóðarinnar í sókninni eftir bættum lifskjörum og fullkomnari atvinnuháttum, því að einmitt hið aukna frelsi á öllum sviðum þjóðlífsins leysti úr læðingi krafta og at- hafnaþrár, sem lengi höfðu búið með þjóðinni, en fengu ekki að njóta sín sökum van- mats á eigin getu, vankunn- áttu og fátæktar. Þjóðin var sér nú hinnar auknu ábyrgðar meðvitandi og staðráðin í að reynast verðug hins langþráða sjálfsforræðis. Styrjaldarárin og sér í lagi fullveldisárið var þjóðinni að ýmsu leyti þungt í skauti. Haf- ís var víða landfastur fyrstu mánuði ársins og beygur í mönnum við vöruskort, því að siglingar voru ennþá ótryggar af völdum styrjaldarinnar. Þá geisaði og spánska veikin víða um land og olli þungum búsifj- um. Árið 1917 hafði ríkisstjórnin tekið í sínar hendur mestan hluta af utanríkisverzluninni og annaðist sérstök útflutn- ingsnefnd afurðasöluna. Af bú- vörum voru veigamestar í út- flutningnum: saltkjöt, gærur og allskonar skinn, ull og salt- aðar garnir, en af sjávarafurð- um saltfiskur og síld. Yfirleitt fékkst þá hagstætt verð fyrir útflutningsvörurnar, en þær greiddust oft seint og áttu framleiðendur við allmikla peningaörðugleika að stríða af þeim sökum. Á árinu 1920 fór að verða mjög alvarlegt ástand í at- vinnumálum og verzlun hér- lendis. Næstum allar fram- leiðsluvörur landsmanna féllu mjög í verði, aðallega ull og gærur, birgðir landbúnaðar- og sjávarafurða höfðu hrúgazt upp og bankarnir lentu í gjald- eyrisvandræðum. Verðfall varð á íslenzku krónunni og útlend- ur gjaldeyrir gekk kaupum og sölum utan við bankana. Varð þá að grípa til allskonar inn- flutningshafta til að takmarka óþarfa innflutning. Ein ábatasamasta afurðasal- an á þessum verðfallsárum var Konur kemba ull meö gamla laginu. hrossaútflutningur á Dan- mörku og Bretland, en fyrir hryssur fengust til jafnaðar um 330 ísl. kr. og fyrir fola um 355 ísl. krónur á íslenzkri höfn og nam flutningskostnaður á því herrans ári 1921 77 krón- um á hrossið til Danmerkur og 72 krónum til Englands. Seint á árinu 1922 voru fyrst gerðar tilraunir með útflutn- ing á kældu dilkakjöti til Dan- merkur og Bretlands, en kjöt- ið skemmdist sökum lélegrar kælingar í skipinu. Varð tap á fyrirtækinu, en mikilsverð reynsla fengin. Sama ár var reynt að selja íslenzkan gráða- ost á Ameríkumarkað. Var hann búinn til úr sauðamjólk og átti að keppa við franskan Recqueford-ost, sem hafði unn- ið sér hefð þar á markaðinum. Þessi tilraun mistókst einn- ig, því íslenzki osturinn stóð hinum franska ekki á sporði í samkeppninni. Þegar hér var komið sögu höfðu mataræði og aðrir lifn- aðarhættir Íslendinga tekið miklum stakkaskiptum frá því sem verið hafði á ofanverðri 19. og öndverðri 20. öld, þegar margir sultu heilu hungri, illa fataðir og við lélegan húsakost. Á þessum fáu áratugum urðu framfarir í efnalegu tilliti meiri og stórstígari en dæmi voru til á öllum undangengn- um öldum íslandsbyggðar samanlögðum. Það rofaði fyrir nýjum degi — degi athafna og framsóknar í atvinnulífi þjóð- arinnar, því að trúin á gæði landsins og framtíð atvinnu- veganna var nú svo rík orð- in meðal alls þorra lands- manna, að hún fannst aðeins jafnrík hjá örfáum brautryðj- endum áður. Átti það ekki síð- ur við landbúnaðinn en hina atvinnuvegi þjóðarinnar. Frá lokum fyrri heimsstyrj- aldar og fram á fjórða tug aldarinnar hófst ný öld í sögu landbúnaðarins á íslandi. Á þessu tímabili varði íslenzka ríkið stórfé árlega til hvers- konar búnaðarframkvæmda. Ræktun landsins, notkun til- búins áburðar og vinnuvéla við jarðrækt og heyskap var stór- aukin og komið var á fót ýms- um stofnunum til að fullnægja lánsfjárþörf landbúnaðarins, m. a. Búnaðarbankanum, sem stofnaður var árið 1929. Þá var og jafnframt ötullega unnið að bættum samgöngum um land- ið og með ströndum fram. Margar nýjar vinnslustöðvar tóku til starfa, m. a. ullar- og skinnaverksmiðjur, mjólkurbú og frystihús, bæði til að efla framleiðsluna og gera hana fjölþættari. Stofnun kjöt- frystihúsa, á þriðja tug ald- arinnar, markaði tímamót í afurðasölu landbúnaðarins og greiddi mjög fyrir þessari höf- uðgrein íslenzkrar landbúnað- arframleiðslu, jafnt á innlend- um sem erlendum markaði, enda voru þá íslenzk skip sér- staklega byggð með kæliflutn- ing fyrir augum. Síðustu tímar Um og eftir 1930 brá til mik- ils sorta á himni alþjóðavið- skipta. Kreppan mikla var skollin á og fóru íslendingar ekki varhluta af afleiðingum hennar. Heimsmarkaðsverð flestra eða allra íslenzkra af- urða féll ákaflega og fór ekki að hækka að ráði fyrr en um 1935. Voru bændur illa við kreppunni búnir og þrengdi hún mjög hag þeirra. Fengu þeir þá um 8 krónur fyrir sauði á fæti og um 20 aura fyrir mjólkurlítrann þegar verðið var lægst. Var ljóst, að rót- tækra aðgerða var þörf til lag- færingar á ástandinu. Á árinu 1935 voru síðan sett lög á Al- þingi um sölu kjöts og mjólk- ur, sem giltu til 1945, en þá tóku við Búnaðarráðslögin. Eins og að líkum lætur olli heimsstyrjöldin síðari, sem skall á 1939, miklum truflun- um og róti í landbúnaðinum, en örlagaríkastur honum var samt hinn mikli fólksflutning- ur úr mörgum sveitum lands- ins vegna setuliðsvinnunnar fyrst og síðar vegna þess fjár- magns, sem hún skildi eftir í þéttbýli landsins. Þá urðu og sauðfjárpestirnar miklu, sem herjuðu sveitirnar, til þess, að menn freistuðust til að yfir- gefa hinn aldna atvinnuveg, er þeir sáu enga möguleika til að reka hann með viðunandi afkomu, en nóg og vel borguð atvinna stóð til boða í bæjun- um. Má til sanns vegar færa, að íslenzkur landbúnaður hafi aldrei borið sitt barr síðan. Árið 1947 tóku gildi lögin um Framleiðsluráð landbúnaðar- ins af Búnaðarráðslögunum og eru þau ennþá við lýði með ýmsum seinni breytingum. Um landbúnaðinn hefur á undanförnum misserum og ár- um staðið mikill styr og þegn- réttur hans í íslenzku þjóðfé- lagi jafnvel verið vefengdur, en víst er, að þakkarskuld þjóð- arinnar við landbúnaðinn er of stór til þess að hún megi fyrnast. Agnar Tryggvason. 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.