Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 39
Einar Karl Sigvaldason: FRÁ SANDLEIÐ Starkaður sá, er um getur í tveimur Ijóð- anna, var frá Stóru-Völlum í Bárðardal. Hann gekk suður yfir fjöll til fundar við heitkonu sína, en varð úti við steininn sem við hann er kenndur. Sturla Jónsson fór sína frægu för laust eftir krossmessu 1916, hefur sennilega lagt af stað 16. maí. Hann var frá Jarlsstöðum I Bárðar- dal, en átti Fljótshóla í Flóa vísa til búsetu þegar suður kæmi. Unnusta hans var Sigríður, systir Gests, sem þá bjó á Hæli í Flóa. Vorið kallar Karlmenni tvö við Kiðagil kveðjast í morgunskímu. Annar snýr byggða aftur til eftir þá köldu grímu. Hinn mun nú fara Starkaðsslóðir. Staldra þeir við af kvíða hljóðir. Sjónhending Sturla suður fjöll setur og hvetur sporið. Firnindin bak við eru öll: unnustan, jörðin, vorið. — Sigríður bíður hans að Hæli, hamingjugjöf í ríkum mæli. Gangan var áfram þrotlaust þreytt, þung var samt færð á skíðum, tíma í hvíldir ekki eytt, Arnarfells stefnt að hlíðum. Óvænt er rofinn fjallafriður, fram undan heyrist vatnaniður. Vorið í Þjórsárvatnasvelg vildi nú snjóinn fela. Hvarvetna óð hann krapaelg, kominn var aur á mela. Bólgnaði nú á báðum fótum, blæddi þar títt úr sárum Ijótum. Kalt er vatnið úr krapasnjó, komið af reginfjöllum. Dalsá í strengjum drýsilhló, dæl mun hún naumast öllum, ólgaði Sturlu efst á brjósti, ekki var hlýtt í jökulgjósti. Þarna varð eftir hundur hans, hugþekkur tryggðavinur. Djúp var þá samhryggð dýrs og manns; Dalsá af þunga stynur. Atburðinn Sturlu endurdreymdi, ævilangt hann í minnum geymdi. Þyngjast spor og þrekið dvín, þá voru fjöll til baka. Hafði nú líka sagt til sín sextíu stunda vaka. Sigríðar dreymdi svipinn hreina, svo hnaut hann ögn um næstu steina. Sjá mátti vítt um Suðurland, sveitin í vordags blóma. Heiðfagrir yfir svartan sand sólroðnir jöklar Ijóma. Greindi svo bæ á grænum velli, gatan lá heim að Skriðufelli. Sturla komst heill, en Starkaðs bein slæddust og löngu fúin. Unnustan glöð og upplitshrein, öndvegiskostum búin. Allt, sem er miðlungs, öldin smækkar; afrek sem þetta tíminn stækkar. Steinninn í Starkaðsveri Stutt virðist Starkaðs saga, stórbrotin er hún þó. Enn muna íslendingar ást hans og hvar hann dó. Hvíla í gleymdum gröfum garpar sem þráðu mey. Steinn hans í Starkaðsveri stendur og týnist ei. Við steininn Sér á hönd í svörtum byl, svolítið að rofa til. Dimmust eftir dægur þrjú daga loksins tekur nú. Utan skjóls mun ekki stætt, um hann hefur lengi nætt, Starkað sem við steininn er steinhættur að berja sér. Hann í sortann hefur rýnt, honum líka nóttin sýnt nokkuð misglöggt myndasafn, meðal annars feigs manns hrafn. Síðast fyrir sjónir ber sú sem völd að ferð hans er. Blik í augum, bros á vör, björt og þyrilhrokkin skör. Við fjallalind. Yfir söndum tíbrá titrar, túni grænna fjallaver. Framhjá litla lindin sytrar, líkt og altær kristall glitrar. Ekkert leirbragð er að þér. Sé ég yfir sandinn þeysa svörtum fáki glæstan mann, hestinn fagurt höfuð reisa, hreggið súpa, áfram geysa. Eldur fjörs í augum brann. Lítur fákur lind sem streymdi, lokkar, styttir sérhvert spor. Þessa sýn hann daglangt dreymdi, dýrleg mynd sem hugur geymdi, jór þá synti jökulfor. Sé ég lúta, saman teyga svaladrykkinn mann og hest. Kjöt og brauð við bogann eiga, búrsins gæðum deila mega eins og hentar báðum bezt. Nuddar háls við mosann mjúka, makkann hristir, veltir sér. Árna hendur um hann strjúka, undan lófum sé ég rjúka: Enginn fákur af þér ber. Myndir úr Eyvindarveri Fjöllin há skaga úr jöklum skuggablá. Máninn yfir Arnarfelli á sér geislabraut í svelli þvert um mikla mýrargljá. Allt er hljótt, úti björt og bláheið nótt. Hlustað næmt, þá heyrir eyra hjartaslátt, en ekkert fleira. Halla sofnað hefur rótt. ,,Hef ég þrótt?" Eyvindi mun ekki rótt. Hælið snautt, en hungurvofa hefur læðzt um þennan kofa. Björg skal því til byggða sótt. Sveima hjá sælumyndir sumrum frá. Álft í sárum oftast náði, ef hann við þær kapphlaup háði. Gott var líka gæs að fá. Morgunsár, heiðir jöklar, himinn blár. Harmar gleymdir, hungrið fjarri, Höllu barmur öllu kærri, atlot Ijúf og æstar þrár. Uppvið sat, ákaft heimtar sultur mat. Rís af fleti gærum gyrtur, gerð af hömum brók og skyrtur, lítur út um gægjugat. Halla ein. Hugsun sú er helsárt mein: Eyvind sé ég úti krjúpa, augun meðan daggir hjúpa, drepur snjó við dyrastein. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.