Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 50

Samvinnan - 01.08.1968, Blaðsíða 50
Uppreisn æskunnar gegn samtíma sín- um er síferskt umræðuefni. Öldum sam- an hafa skáldin lofsungið hana, siðspek ingar hryggzt yfir henni og heimspek- ingar fullyrt að hún ætti sér að öllu leyti eðlilegar orsakir. Og samt er hún á okkar dögum orðin alræmd, rétt eins og hér væri um spánnýtt fyrirbrigði að ræða, einstakt fyrir okkar tíma. Og vissu- lega hefur uppreisnin orðið svo víðtæk og gengið svo langt á öllum sviðum, að tekur langt fram öllu sem forfeður okkar kvörtuðu undan. Fyrir hálfri öld fylgdu skipulagðar „æskulýðshreyfingar" yfirleitt alltaf ein- hverri hefðbundinni stefnu eða voru að minnsta kosti angar af einhverri hefð, þótt þær kynnu að vera nýstárlegar að ytra búningi. Þannig studdi og útbreiddi skátahreyfingin á sínum tíma heims- veldissinnaðar og kristilegar hugsjónir og siðgæði miðstéttanna. Æskulýðshreyf- ingar nazista og kommúnista voru á sinn hátt hliðstæðar henni: þær voru skátahreyfingar byltingarflokkanna, sem byggðar voru upp innan vébanda þeirra, en stefndu ekki burt frá þeim. Hið sama á við um „æskulýðshreyfingar“ evangel- ísku kirkjunnar fyrr á tímum. En æsku- lýðshreyfingar nútímans, eins og þær eru almennt túlkaðar, eru gjörólíkar þessum. Þær stefna burt frá uppruna sínum. Ein kynslóð rífur sig af ásettu ráði lausa frá þeirri sem næst fór á undan og beitir ofbeldi ef annað dugar ekki. Hún hafn- ar öllu, sem hið hefðbundna þjóðfélag ætlast til að hún taki í arf: hefðum, fyrirmyndum og siðgæði; og hún heimt- ar nýjar hefðir, nýja mælikvarða, nýtt siðgæði. Öfgatilvikin koma, svo sem við er að búast, frá Ameríku, þeim heimshluta sem í seinni tíð hefur leyst hina svörtu Afríku af hólmi og er sá staður þar sem flestar afkáralegar nýjungar eiga upp- tök sín. Fyrir fáum árum urðum við vitni að uppreisn í bandarísku háskólalífi, sem hófst í Berkeley í Kaliforníu. í fyrs-tu var þessi uppreisn dulbúin. Hún virtist hafa stjórnmálalegt eða þjóðfélagslegt inni- hald: baráttu fyrir borgaralegum rétt- indum handa negrum. En smátt og smlátt, eftir því sem gengið var meir og meir til móts við þessar kröfur, hvarf dularbúningurinn og uppreisnin fékk til- gang í sjálfri sér. Leiðtogarnir gerðu stöð- ugt róttækari kröfur. Þeir heimtuðu inn- takslaust frjálsræði, einungis í þeim tilgangi að verða „frjálsir“, frjálsir af öllum tálmunum, frjálsir í algjöru til- gangsleysi. Þessi uppreisn hefur nú fjar- að út. En í stað hennar höfum við feng- ið Hippíana með hina fjölskrúðugu feg- urðardýrkun sína og heildarafneitun á þjóðfélaginu og lögum þess. í Evrópu hefur þessara öfgahreyfinga einungis gætt lítillega, en sama andann má þó greina, jafnvel þótt túlkun hans sé ekki eins áköf og vestanhafs. „Próvóarnir" í Amsterdam eru eins konar rólegri útgáfa af uppreisnarhreyfingunum í Ameríku. Þessi almenna uppreisn hefur leitt til margs konar viðbragða. Annars veg- ar eru verjendur hins viðtekna þjóðfélags ævareiðir. Forstöðumaður King’s College HUGH TREVOR- ROPER UPPREISN ÆSKUNNAR «- New York Berlín -» í Oxford segir, að unga fólkið hafi aldrei verið jafn almennt hatað og nú á dög- um, og hann bætir því við, ákveðinn í að sýna frjálslyndi sitt jafnvel þótt það kosti að hann verði hlægilegur, að þjóð- félagið eigi að láta undan síga og leggja niður hina úreltu stofnun, fjölskylduna, en það sé gegn þröngsýnni erfðafestu og frumstæðum smekk hennar, sem unga fólkið hafi nú risið á þann hátt, að mjög auðvelt sé að hafa samúð með því. Þetta virðist mér vera mjög grunnfær og van- hugsuð lausn á málunum, sem aðeins muni leiða af sér enn meiri vandræði, ef hún fái viðurkenningu. Því að þegar öllu er á botninn hvolft, þá þurfum við ekki á neinum yfirborðslausnum að halda. Við höfum söguna til að læra af, og það er hreint ekki svo lítið, sem þar getur orðið okkur til leiðbeiningar í þessu efni. Átök á milli kynslóða hafa átt sér stöðugan farveg í mannkynssögunni. Þau eru raunar eitt af frumskilyrðum þess, að söguleg þróun eigi sér stað. Ef sú kynslóð, sem við tekur, kastar engu fyrir borð af þeim verðmætum, sem hún fær í arf, verður sagan kyrrstæð: það verður hvorki framför né afturför. Ef svo hefði verið, ættum við enga endur- reisnarstefnu, enga siðbót og enga róm- antík. Uppreisnir af þessari tegund eru undirstöðuatriði og mega heita líffræði- legar nauðsynjar. Á nákvæmlega sama hátt og að því kemur í sérhverri fjöl- skyldu, að börnin geri uppreisn gegn for- eldrum sínum í einhverri mynd — og uppreisn þeirra verður ennþá ákafari ef heimur foreldranna er þvingaður, að- stæðurnar hindra þau í að fá eðlilegt svigrúm eða umhverfi þeirra er mótað af ofstopa eða þröngsýni — þannig kem- ur stundum fyrir, að heil kynslóð láti fyrir róða félagslega tálma, sem henni finnst vera orðnir óþolandi, eða almenn- um hugmyndum sem alið hefur verið á of lengi eða af of mikilli fastheldni. Ég hef þá trú, að mörg af „vatnaskil- um“ sögunnar verði að skoða í þessu ljósi. Hver einasta kynslóð markast af reynslu sinni, sem hin næsta aftur á móti þekk- ir ekki nema af afspurn, og ef svo hitt- ist á, að sú reynsla hafi verið einstæð og áhrifamikil, svo að minningin um hana verði brennandi og óafmáanleg, þá verður bilið á milli kynslóðanna breið- ara sem því nemur. Á 16. öld eyddi heil kynslóð öllum sínum kröftum í trúar- bragðadeilur innan Evrópu. Þeir sem á eftir komu litu á úrslit deilnanna sem sjálfsagðan hlut og kusu sér heldur frið, rólegt líf og fagrar listir að viðfangsefni. Samtímamenn Olivers Cromwells of- reyndu sig á hreintrúarstefnunni. Þeir sem á eftir komu gengu mjög langt í þveröfuga átt. Þeir sem uppi voru á fjórða áratugi þessarar aldar þoldu á svipaðan hátt erfiðleika og þjáningar þessara ára og mótuðust af þeim, en þessum sömu erfiðleikum hafa börn þeirra ekki kynnzt og neita því að halda áfram að haga lífi sínu í samræmi við þá. Hugsjónaárekstrar á milli kynslóða eru þannig ekki neitt nýtt fyrirbrigði. Slíkir árekstrar þurfa ekki nauðsynlega að vera harðir né heldur langvinnir. Á sama London 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.