Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 3
Reykjavík. Hr. ritstjóri. í fjórða hefti tímaritsins Samvinnan hefur þú helgað Grænmetisverzlun landbúnað- arins smáklausu af heilsíðu- vísdómi þínum um landbún- aðarmál. Við, sem störfum við það fyrirtæki, erum auðvitað stolt- ir af því að þú skyldir ekki gleyma „garminum honum Katli“ þegar eytt er tíu blöð- um af hinum dýrmæta mynda- pappír Samvinnunnar undir greinar um íslenzkan landbún- að. Þó að sumum mönnum sé flest vel gefið, það sem þeim er ósjálfrátt, og haldi sig þess- vegna hafa vit á öllu milli himins og jarðar, þá eru við- fangsefni nútímans orðin svo margslungin, að jafnvel greind- ustu menn, með hóflegu sjálfs- áliti, geta ekki breitt sig yfir öll svið tilverunnar. Ég færi þetta fram sem af- sökun fyrir þig, SAM minn góður, vegna þess að flest af því, sem þú segir um Græn- metisverzlun landbúnaðarins í fyrrnefndri grein, er vægast sagt skrifað af lítilli þekkingu á málefninu og talsverðri hvat- vísi. Þú getur þess spaklega, að kartöfluuppskera hér á landi hafi verið misjöfn frá ári til árs, og virðist helzt svo að skilja að það sé Grænmetis- verzlun landbúnaðarins eða stjórn hennar að kenna. Hitt munu flestir vita að stjórn Grænmetisverzlunar landbún- aðarins, þó voldug sé, ræður hvorki hnattstöðu íslands né veðrum, né vindum og jafnvel ekki næturfrostum. Eins getur þú réttilega (og vil ég gjarnan undirstrika það, því það er ekki svo margt rétt í klausunni), að í stjórn Græn- metisverzlunar landbúnaðarins eru þrír menn, og að enginn þeirra er sérfræðingur í græn- metisræktun, en allir hafa þeir þó fengizt við garðrækt, þó að ekki hafi það verið þeirra aðalatvinna. Ég ætla ekki hér að ræða liæfni þeirra til að stjórna Grænmetisverzlun landbúnað- arins, enda munt þú telja þig vita það betur en ég, þrátt fyrir að ég hef starfað með þessum mönnum í nokkur ár og tel mig þekkja starfshæfni þeirra á við hvern annan. Þá vil ég benda þér á, að þú hefur sjálfur valið tvo af þeim til að skrifa í þetta hefti Sam- vinnunnar um landbúnaðar- mál, væntanlega til þess að aðrir mættu þar nokkuð af nema, svo að ekki er þeim alls varnað. Þá komum við að stofnrækt- uninni. Þar segir þú, að Græn- metisverzlun landbúnaðarins hafi „algeran einkarétt á stofnræktun kartaflna hér- lendis“. Nú vil ég biðja þig að benda mér á hvar það er bann- að í íslenzkum lögum að fram- leiðandi megi leggja fé sitt í stofnræktun útsæðis, ef hann hefur áhuga á því. Um leið og þú leitar að þessu, þá finnurðu eflaust einnig í hvaða lögum eru ákvæði um að ekki megi gefa manni útsæðiskartöflu. Þá komum við að kaflanum um hann Einar. Það er sorg- m 9 » « ©AUGLVSINGASTOFAN fynr börn á öllum aldri m 9 sameinar f ullorðna og börn i leik alltaf eitthvað nýtt og spennandi REYKJALUNDUR, sími um Brúarland. Skrifstofa í Reykjavík: Bræðraborgarstíg 9, sími 22150. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.