Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 8
ekki bæði komið fram undir yfírskini nútímalega hugsandi manns, sem veit að menntun og þekking eru undirstöður heilbrigðrar þjóðfélagsþróun- ar, og jafnframt reynt að bera í bætifláka fyrir íslenzka fúskarahugsunarháttinn, sem Grænmetisverzlunin er talandi dæmi um. Mergur málsins í því sem ég hafði um Grænmetisverzlun landbúnaðarins að' segja sner- ist nm áratuga tilraunir Einars Siggeirssonar og þá meðferð sem hann hefur sætt af opin- berri hálfu, en þá „sorgarsögu“ færist þú undan að ræða, hvað sem veldur. Einsog ég gat um hefur Einar framleitt um 160 afbrigði kartaflna, þaraf tvær frostþolnar tegundir og eina sem stenzt hnúðorm. Rann- sóknir hans og tilraunir hafa verið hunzaðar hérlendis, þó vísindastofnanir víða um heim hafi sýnt viðleitni hans áhuga. Honum var meinað að koma kartöflunum frá sér á þeirri forsendu, að tegundir hans væru ekki á flokkunarskrá. Þú neitaðir sjálfur að selja fram- leiðslu hans árið 1963, og Sverrir Gíslason gerði slíkt hið sama. Árið 1957 gaf Hermann Jónasson þáverandi landbún- aðarráðherra Einari þær upp- lýsingar, að einungis Græn- metisverzlunin mætti selja kartöflur frá framleiðanda i heildsölu, en enginn einstakl- ingur mætti gefa kartöflur, kjöt eða mjólk. Vera má að lagabókstafur fyrir einkarétti Grænmetisverzlunar landbún- aðarins á stofnræktun sé hvergi til, en í reynd er það svo, að einstaklingum sem vinna að stofnræktun eru all- ar bjargir bannaðar. Þarf vai’la að fjölyrða um þá aug- ljósu staðreynd, að hér er um að ræða einokun sem lamar allt einstaklingsframtak á þessum vettvangi. Að neita einokunaraðstöðu Grænmetis- verzlunar landbúnaðarins er ekki annað en orðhengilshátt- ur og þjónar engum tilgangi öðrum en þeim að þvæla og flækja málið. Væri satt að segja miklu nær að reyna að gera grein fyrir því, í hverju kostir einokunarinnar, ef ein- hverjir eru, séu fólgnir og hversvegna sé nauðsynlegt að setja framtakssömum einstakl- ingum stólinn fyrir dyrnar einsog gert hefur verið í tilviki Einars Siggeirssonar. dralon borcídúkar í fallegum sja.faik0ssii.zxi 6 og 12 manna. köflóttir og einlitir, með servíettum. Dralondúkana mó þvo í þvottavél. Strauning óþörf. f 6. grein reglugerðar um Grænmetisverzlun landbúnað- arins segir, að hún skuli sjá um að völ sé á heilbrigðu inn- lendu útsæði og að ræktaðir séu úrvalsstofnar af beztu kart- öflutegundum undir ströngu heilbrigðiseftirliti. Samt hefur Grænmetisverzlunin ekki af- hent kaupendum stofnútsæðis heilbrigðisvottorð og ekki held- ur vottorð um kynhreinleik út- sæðis. Þú segir að strangt eft- irlit sé með innflutningi er- lendra kartaflna, en þó er vit- að að „Tiglaveiki (Virus) hefur oft borizt hingað með útlendu útsæði" (Matjurtabókin, bls. 160). Og mörgum mun vera í fersku minni innflutningurinn á kartöflubjöllum í kartöflum frá Portúgal og Póllandi; kart- öflurnar voru fluttar í land og þeim dreift, en síðan innkall- aðar og fluttar útí hafsauga. Eitthvað virðist vera bogið við hið stranga eftirlit sem þú stærir þig af. Þú kveðst aldrei hafa heyrt minnzt á „höfundarlaun" i sambandi við kartöflur og ger- ir helzt ráð fyrir að þetta sé blaðamannamál. Hafir þú betri þýðingu á hugtakinu „royal- ties“, þá tek ég henni með þökkum, en hafir þú ekki heyrt talað um „royalties" í sam- bandi við stofnræktun, þá held ég þú ættir að kynna þér al- þjóðareglur um höfundarlaun fyrir stofnræktun á hverskon- ar jurtagróðri (t. d. í handbók- inni „Die Kartoffel" eftir Rud- olf Schich og Maximilian Klink- owskii. í því sambandi væri einkar fróðlegt að fá upplýst, hverjum eru greidd höfundar- 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.