Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 15
zars, eini stjórnmálaflokkurinn sem leyfð- ur var. Verkföll urðu glæpsamlegt athæfi einsog í Sovétríkjunum, verkalýðsfélög sameinuðust í orði kveðnu í „efnahags- ráðum“ þar sem atvinnurekendur og launþegar áttu samstöðu (Portúgal varð fljótlega gósenland atvinnurekenda). Þessi ráð ásamt ráðum opinberra starfs- manna og kaþólskra samtaka mynduðu aðra deild þjóðþingsins. Hin deildin var frá upphafi skrípaleikur einn: til henn- ar var kosið af lista sem Þjóðernisfylk- ingin hafði lagt fram; „andstöðulistar“ voru leyfðir, en þannig búið um hnútana að frambjóðendur þeirra áttu enga von um kosningu. Salazar sagði eitt sinn: „Þjóðin hefur minni þörf á að vera full- valda en að lúta stjórn.“ Salazar var orðinn forsætisráðherra árið 1932 og ári síðar lagði hann fram nýja stjórnarskrá sem hlaut yfirgnæf- andi fylgi í þjóðaratkvæðagreiðslu sem var ekki leynileg fremur en í Grikklandi nýlega. Hann var búinn að koma á friði og jafnvægi innanlands. í ríkisstjórn hans sátu ekki stjórnmálamenn, heldur sérfræðingar — lögfræðingur, verkfræð- ingur, hermaður o. s. frv. Hann var sjálfur yfirsérfræðingur og gegndi em- bætti fjármálaráðherra framtil 1940. Á miðjum fjórða tug aldarinnar hlýtur Salazar að hafa þótt sem þróun sögunn- ar væri honum hliðholl. Lýðræðisríkin voru að hrynja saman hvert af öðru um alla Evrópu, og árið 1935 lét hann þessi spádómsorð falla: „Komi ekki afturkipp- ur í hina pólitísku þróun, verða ekki framar nein löggjafarþing í Evrópu að tuttugu árum liðnum." Þegar spænska borgarastyrjöldin skall á ári síðar, var engum vafa undirorpið hvorn aðilan Sal- azar styddi. Portúgölsk herdeild 20.000 manna var mynduð til að berjast með Franco. Dagblöðin studdu hann, hergögn bárust til hans um Portúgal og erind- rekar hans fengu inni á beztu hótelum í Lissabon. Þegar dró nær lokum borg- arastyrjaldarinnar og flóttamenn úr spænska lýðveldishernum leituðu hælis í Portúgal, var þeim smalað saman og þeir sendir til Spánar aftur, þar sem þeirra beið líflát eða fangavist. Þó Salazar kynni í sinn hóp að for- dæma „öfgafulla þjóðernisstefnu" æsku- lýðsfylkinganna í Þýzkalandi og Ítalíu, þá voru börnin í skólum Portúgals þegar farin að læra fasistakveðjuna og syngja „Salazar, Salazar, Salazar“ á degi hverj- um. Blöðin voru líka farin að útmála fyrir auðtrúa lesendum myndina af hin- um alvísa landsföður, sem aldrei gerði annað en það sem rétc væri. Og PIDE (Alþjóðalögreglan til varnar rikinu) tók þýzku Gestapo-sveitirnar sér til fyrir- myndar og beitti aðferðum þeirra og tækni. Árangurinn var þó ekki nema i meðallagi. PIDE beitti að vísu pynding- um, en tókst frábærlega illa að koma í veg fyrir flótta mikilvægra pólitískra fanga. Stjórnarskráin frá 1933 „tryggði“ þegnunum málfrelsi, trúfrelsi, funda- frelsi og önnur grundvallarréttindi, en heimilaði ríkisstjórninni jafnframt að virða þessi réttindi að vettugi í þágu friðar og reglu, þannig að þau voru í rauninni einskis virði einsog ákvæði grísku stjórnarskrárinnar nú. Salazar hefur jafnan haft ríka til- hneigingu til að mikla fortíð Portúgals sem stórveldis, þó hann hafi ekki hafið hernaðarandann til skýjanna á sama hátt og Hitler og Mussolini. „Fyrir til- verknað forsjónarinnar, sem stjórnar heiminum," sagði hann 1934, „hefur Portúgal enga þörf fyrir styrjaldir eða landvinninga." En Portúgal hafði þörf fyrir það að komast hjá styrjöldum, og það gerði Salazar sér ljóst 1939. Hann var ákveðinn að fylgja fordæmi Francos og halda sér utanvið átök heimsstyrjald- arinnar. Bretland var gamalt bandalags- ríki Portúgals og aukþess mikilvægt við- skiptaríki, en það nægði ekki til að vekja baráttuvilja Portúgala. Samúð Salazars með fasistaríkjunum var ekki heldur svo sterk að nægði til þátttöku í stríðinu. Lissabon varð miðstöð njósna beggja stríðsaðilja og Portúgalar héldu áfram að verzla við báða aðilja. Þjóðin var blendin í afstöðu sinni, en Göbbels skrif- aði ánægður í dagbók sina: „meðan dr. Salazar er við völd, verður ekkert veru- lega fjandsamlegt okkur gert“. Einsog svo oft endranær reyndist Göbbels ó- sannspár. í október 1943, þegar farið var að halla á Þjóðverja, þvinguðu Roosevelt og Churchill Salazar til að láta af hendi herstöðvar á Azor-eyjum. Við endalok stríðsins 1945 þótti Salazar samt tilhlýði- legt að senda eftirmanni Hitlers samúð- arkveðjur vegna fráfalls Foringjans. Að- eins de Valera forseti írlands lét sér sæma að sýna svipaða kurteisi. Frjálslynd öfl í Portúgal höfðu gert sér miklar vonir í sambandi við sigur banda- manna yfir fasismanum. En varla var heimsstyrjöldinnni lokið fyrr en kalda stríðið skall á, og í því var Salazar fús þátttakandi. Aðstaða hans innan Portú- gals veiktist þannig enganveginn, einsog eðlilegt hefði verið, þó lýðræðisríkin væru samtaka um að fordæma fasismann. Salazar og Franco voru að vísu óþurftar- gemlingar í Vestur-Evrópu, en þeir voru báðir viljugir samherjar í baráttunni við heimskommúnismann. Einkanlega voru það Bandaríkjamenn sem litu á þá sem hugsanlega samherja eða að minnsta- kosti — ef samstarf við þá væri Evrópu- mönnum ógeðfellt — sem hugsanlega leigusala herstöðva í alheimsherferðinni gegn kommúnismanum. Þegar Atlants- hafsbandalagið var sett á laggirnar 1949, var Portúgal einn stofnendanna — og naut þannig meiri virðingar en Spánn sem lýðræðisríkin í Vestur-Evrópu gátu ekki hugsað sér að taka í bandalagið. Portúgal var einnig meðal stofnenda Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu (OE EC). Hinsvegar gáfu menn innanlands- málum í Portúgal lítinn gaum, þar sem þúsundir vongóðra lýðræðissinna, sem skrifað höfðu undir bænarskjöl um frjálsar kosningar, óháð dagblöð og sak- aruppgjöf til handa pólitískum föngum, komust að raun um að þeir höfðu fengið því einu áorkað að nú hafði fasistastjórn Salazars skrá yfir óvini sína í landinu. Aðrir alþjóðaviðburðir á þessu skeiði höfðu eftirköst sem Salazar kaus að virða að vettugi. í ágúst 1947 hlaut Ind- land sjálfstæði og varð mikilvægur drátt- ur i nýrri heimsmynd. Bretar fóru frá Indlandi. Frakkar, sem annars voru sein- ir að átta sig á hlutunum, áttuðu sig i þessu tilviki og tóku einnig saman fögg- ur sínar. Indversku prinsarnir sættu sig við orðinn hlut eða voru neyddir til þess, einsog í Hyderabad. Einungis Portúgal, eitt fátækasta ríki Evrópu og smáveldi á alþjóðamælikvarða, hélt dauðahaldi í litla nýlendu sína á Indlandsskaga, Góa. Portúgalar neituðu að ræða málið við Indverja, þareð Góa væri hluti Portúgals, íbúarnir þar Portúgalar, að vísu annars flokks borgarar með takmörkuð réttindi, en Portúgalar samt. Hluti íbúanna, eink- um kaþólikkar, var ánægður með þetta ástand. Stjórn Nehrus neytti allra bragða til að ná svæðinu á sitt vald, og eftir 14 ára þóf greip hún loks til vopna og lagði Góa undir sig 1961. Salazar fékk ekki að Manlio Brosio framkvœmdastjóri NATO (t.v.) í heimsókn hjá Salazar vorið 1968. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.