Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 16
gert og lét sér nægja að úthúða Bretum, Bandaríkjamönnum og Sameinuðu þjóð- unum. Metnaður er ein meginástæða þess aí hvílikri þrákelkni Portúgalar halda í ný- lendur sínar. Fátækt er önnur ástæða. Portúgalar væru enn fátækari en þeir eru, ef þeir heföu ekki nýlendurnar í Afríku og Asíu til að bjarga hinum óhag- stæða verzlunarjöfnuói. Frá Angóla og Mózambik, tveimur stærstu nýlendunum, koma ódýr hrábaðmull, sykur, grænmet- isolíur, kaffi, sísal og aðrar hitabeltisaf- urðir sem eru mjög mikilvægar efnahag landsins. Þessar afurðir eru ekki aðeins áttundi hluti innflutningsins, heldur liggja þær til grundvallar rúmum fjórð- ungi af öllum útflutningi Portúgals, bæði til nýlendnanna sjálfra og annarra landa. Þrávtfyrir nýlendurnar er Portúgal sárfátækt land, og endaþótt Salazar hafi komið einu og öðru til leiðar, hefur hon- um ekki tekizt að bæta lífskjörin svo neinu nemi. Daglegur matarskammtur landsmanna er sennilega sá lægsti í allri Evrópu eða um 2400 hitaeiningar á dag á hvern íbúa. Dánartala af völdum berkla (sem jafnan er góður mælikvarði á van- næringu) er hærri en í nokkru öðru Evrópuríki, 51 á hverja 100.000 íbúa. Barnadauðinn (84 á hverja 100.000 íbúa) er hvergi meiri í Evrópu nema í Júgó- slavíu. Framleiðslan á hvern íbúa nem- ur einungis fjórðungi framleiðslunnar í Bretlandi. Meðallaun i Portúgal á dag eru svipuð og meðaltímalaun á Norður- löndum. Undir stjórn Salazars hafa kaupsýslumenn og landeigendur með öðrum orðum matað krókinn meðan verkamenn og bændur hafa einatt soltið. Margar fátækar fjölskyldur dreymir um það eitt að flytjast burt, helzt til Brasi- líu, en fargjöld fyrir heilar fjölskyldur er flestum um megn að greiða, og 90% þeirra 350.000 Portúgala sem fluttust úr landi á árunum 1950—60 voru karlmenn. Jafnvel þessi mikli straumur flóttamanna frá fátæktinni nemur ekki nema tæpum þriðjungi mannfjölgunarinnar í landinu. í Portúgal eru getnaðarvarnir auðvitað stranglega bannaðar af trúarástæðum og íbúafjöldinn er kominn uppí tíu millj- ónir — eða meira en 100 manns á hvern ferkílómetra. Portúgölsk iðnfyrirtæki eru flest í höndum litils hóps einkasala, sem margir eru erlendir. (Þegar eigandi stærsta fyrirtækisins lézt 1942, var hann talinn sjötti auðugasti maður heims). Verkföll eru óiögleg, tekjuskattur mjög lágur, og engir skattar mega fara fram úr 30%. Salazar hefur sjálfur lifað ó- brotnu lífi með tveimur kjördætrum sín- um og gamalli ráðskonu — en kringum hann hefur staðið fámennur hópur sem hefur rakað saman fé: bankastjórar, landeigendur og iðnrekendur. Portúgal er land lúxushótela og fátækrahverfa, kádiljáka og múlasna. Landbúnaðurinn er hrjáður af tvennskonar gagnstæðum meinum. í landinu norðanverðu hefur jarðnæði verið skipt svo oft og rækilega, að margar „jarðir" eru ekki nema ein eða tvær ekrur, sem tæplega fá haldið lífinu í einni fjölskyldu (í öllu landinu er yfir helmingur jarðnæðis hverrar fjöl- skyldu ekki nema 2—4 ekrur). Á hinn bóginn eru jarðeignir í Alentejo, sem er hrjóstrugra land, hvergi minni en 7000 ekrur, og fjórir landeigendur eiga þar 235.000 ekrur. í landinu norðanverðu eru jarðirnar svo litlar, að bændurnir kæmu ekki við traktorum jafnvel þótt þeir hefðu efni á að kaupa þá, en í suðurhér- uðunum hafa landeigendur vélvætt ræktun frjósamasta landsins og látið hitt fara í órækt. í þessum héruðum eru margir jarðnæðislausir landbúnaðar- verkamenn einungis ráðnir til vinnu um sáð- og uppskerutímann og neyddir til að ganga aðgerðalausir meginhluta árs- ins. Þegar rithöfundur nokkur birti skáldsögu um kjör farandverkamanna í Alentejo 1946 og lýsti vonlítilli leit þeirra að atvinnu, var bókin bönnuð. Eftir að Salazar hafði árum saman verið svo önnum kafinn við að jafna fjárlögin, að annað komst varla að, tók hann að snúa sér að brýnni verkefnum uppúr 1950. Orkuver hafa verið reist til að sjá landinu fyrir nauðsynlegri raf- orku (þar eru engin kol). Fyrsta þróun- aráætlunin (1953—58) réðst gegn frum- stæðum framleiðsluháttum landsmanna, og sú næsta (1959—64) miöaði m. a. að því að veita vatni á þurrlendi Alentejo- héraðs, reisa brú yfir Tagusána fyrir vestan Lissabon, koma upp skipasmíða- stöð í Lissabon, auka raforkuframleiðslu og olíuhreinsun og gera flugvelli á Mad- eira og Azor-eyjum. Slíkar áætlanir hefðu gjarna mátt vera fyrr á ferðinni, því Portúgal er sífellt að dragast aftur- úr öðrum þjóðum. í skólamálum hafa veriö gerðar verulegar umbætur, enda full þörf á þeim; ólæsi hefur minnkað og nú fá öll börn einhverja skólagöngu. Samt kunna aðeins tveir Portúgalar af hverjum fimm eða sex að lesa. Salazar hefur ekki verið blindur á efnahagsvandamál Portúgals, en úrræði hans hafa oft virzt vera frá annarri öld en þeirri sem við lifum. í ræðu sem hann hélt 1936 skilgreindi hann ljóslega vanda landsins: þar væri of margt fólk, of lítill iðnaður, skortur á fjármagni, skortur á eldsneyti og málm- um, stór hrjóstursvæði og fólk sem væri tæknilega langt á eftir öðrum þjóðum. Portúgal útaf fyrir sig væri mjög vafa- samt efnahagsfyrirtæki. „Hin rökrétta lausn er því, að nýlendurnar framleiði hráefni og selji það Móðurlandinu í skiptum fyrir fullunnar vörur.“ Þessi átjándu aldar lausn fyrir vandamál tutt- ugustu aldar er dæmigerð fyrir hugs- unarhátt Salazars og Portúgala, sem líta á „heimsveidið" sem fastan punkt í til- verunni og sjá jafnframt að án nýlendn- anna er framtíð Portúgals tvisýn. Árið 1938 fékk hann ekki séð að nýlendunum væri ógnað úr neinni átt: „Hver mundi ágirnast þær?“ Bretland? En það hefði heitið að verja þær. Frakkar? Þeir ælu ekki á neinum slíkum iöngunum. Þjóð- verjar? Herr Hitler hefði sérstaklega neitað öllu tilkalli til þeirra. Ítalía? Sig- nor Mussolini væri hæstánægður með Eþíópíu. Belgía og Holland? Þau kæmu ekki til greina. „Við verðum að losna við þennan eilífa ótta ... Við skulum ekki fjalla um þetta efni lengur, því við mun- um ekki einu sinni ræða spurninguna urn rétt okkar sem fullvaida ríki... Full- veldi okkar er lif okkar og við einir get- um farið með það. Aukþess voru nýlend- ur okkar ekki teknar frá neinu öðru riki. Þær voru uppgötvaðar af okkur og hafa ævinlega verið okkar eign ... Hvaða ríki getur státað af jafnlangri nýlendusögu og við?“ Sú hugsun hafði semsé ekki hvarflað ab Saiazar, að hættan stafaði fremur frá íbúum sjalfra nýlendnanna en öörum ný- lenduveidum. Hann gat ekki komið auga á, að það sem gerðist i Brasilíu á nitj- ándu oid kynni að gerast i Afriku og Asiu a tuttugustu old; að þjoðernisstefnan væri ekxi einkaeign Evrópumanna; aú Afnkumennirnir og Indverjarnir sem höfou „alltaf“ verið portúgalskir kynnu að oska annars hlutskiptis en þess að forða Portúgal frá hungursneyð. Eftir að Portúgalar misstu nýlendur sínar vestan hafs áttu þeir enn nýlendur víða um heim: á Indlandsskaga Góa (sem þeir misstu 1961), í Kína ivíacaó, í Austur-Indíum hálfa Tímor-ey, í Guineu- flóa eyjarnar Sao Tomé og Príncipé og hluta af Guineu á meginlandinu, á Atl- antshaíi Cape Verde og Azor-eyjar, og dýrmætastar af öllum tvær stórar ný- lendur í Afríku, Mózambik sem teygir sig eftir strönd Indlandshafs rúma 1600 km. frá Tanganjiku til Suður-Afríku, og Angóla, stórt land á Atlantshafsströnd Afríku. Þessar tvær afrisku nýlendur eru samanlagt að flatarmáli nálega jafn- stórar og helmingur Indlands. Síðan 1951 hafa þær ásamt öllum öðrum ný- lendum Portúgala talizt héruð í Portú- gal; en sú lögfræðilega goðsögn veitir ekki aflausn frá staðreyndum sögu, landa- fræði og hagfræði. Þær eru víðáttumikl- ar og frumstæðar, og litlir hópar hvitra manna (um 1% af íbúafjöldanum) njóta þar forréttinda. Þar tíðkast nauðungar- vinna og líkamlegar refsingar, enda er stjórn Portúgala á þessum lendum for- dæmd af Sameinuðu þjóðunum og frjáls- lyndum öflum um heim allan. Lengivel tóku Portúgalar nýlendustefn- una mjög hátíðlega og litu á hlutverk sitt sem þjónustu við heilaga kirkju með því að útbreiða kaþólska trú, jafnframt því sem þeir voru hreyknir af að rót- festa portúgalska menningu meðal frum- stæðinga í fjarlægum álfum. Afstaða þeirra var föðurleg og kynþáttarígur sjaldgæfur. Portúgölsku landnemarnir voru ófeimnir við að gera innfæddum konum börn, hvort heldur þær voru eig- inkonur eða hjákonur — og er það ein meginástæða þess að Brasilía hefur sloppið við kynþáttaátökin sem nú hrjá Bandaríkin. í Afríku höfðu Portúgalar (þeldekksta þjóð Evrópu) ekki sama við- bjóð á blóðblöndun og til dæmis Hollend- ingar, sem aukþess voru kalvínskir. Á síðustu árum hafa átök milli hvítra manna og svartra í afrísku nýlendunum harðnað til muna, og innfæddir nýlendu- búar eiga til dæmis miklu erfiðara með að afla sér réttinda í Portúgal en áður var. Nýlendurnar hafa einnig orðið at- hvarf umbótamanna, sem sáu sér ekki fært að vinna gegn Salazar heimafyrir, en gerðu sér vonir um að Angóla eða Mózambik gæti orðið ný Brasilía. (Þegar 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.