Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 18
> Sverrir Kristjánsson: ÞEGAR ÍSLAND VARD FULLVALDA RÍKI Nú er liðið nokkuð á annan áratug, að Vilhjálmur Finsen, sá er stofnaði Morgunblaðið forðum tíð, sagði mér eftirfar- andi sögu: Það var hinn þrettánda dag júlímánaðar árið 1918, að tölu- vert var um að vera í Reykja- vík. Níu bifreiðum — álitlegum hluta af bílakosti höfuðstaðar- ins — hafði verið safnað sam- an og skyldu þær teknar í notkun handa sambandslaga- nefnd Dana og íslendinga, ráð- herrum og öðru stórmenni, og var ferðinni heitið austur fyrir fjall. Það var siður íslenzkra ferðalanga að stanza á Kamba- brún og njóta útsýnis þaðan, og svo var einnig gert í þetta skipti. Skyggni var að vísu ekki gott, þoka yfir austurfjöllun- um, en til hafs að sjá mótaði rétt fyrir Vestmannaeyjum upp úr mökkvanum. Fyrir fótum áhorfenda lá Ölvesið flatt í þýfi og blautum mýrum, stakir bæir lyftu höfðum upp úr flesj- unni. Finsen sagði mér svo frá. að Bjarni Jónsson frá Vogi hafi staðið á Kambabrún við hliðina á Chr. Hage, verzlunar- málaráðherra Dana og fulltrúa dönsku stjórnarinnar í sam- bandslaganefndinni, reykt ilm- andi vindil og bent með gulum göngustaf á kennileiti héraðs- ins. Hage ráðherra starði stór- um augum á íslenzka víðlend- ið svo lítt ræktað og illa hirt, og þegar hann hafði virt það fyrir sér um stund glöggu dönsku búmannsauga, varð honum að orði: „Ja, men jeg anede jo ikke, at Island var sá rigt.“ Daginn áður en þessi orð voru sögð höfðu dönsku samn- ingamennirnir fallizt á, að fs- land skyldi talið sjálfstætt og fullvalda ríki í konungssam- bandi við Danmörku. Svo það var ekki seinna vænna, að danskir stjórnmálamenn gerðu sér grein fyrir kostum þess lands, sem um langan aldur hafði gegnt nafninu „Biland“ — hjálenda — danska ríkisins. Þegar plágurnar herjuðu fsland Fyrr á öldum, er íslendingar skráðu annála, hefði árið 1918 verið talið í röð verstu harð- ærisára þjóðarinnar. Þá lögð- ust að landinu klassískar plág- ur íslenzkrar sögu allar í einu: hafís, eldgos, drepsótt og dýr- tíð. 1 byrjun ársins lagði ís að Vesturlandi og Norðurlandi og að Austfjörðum allt til Gerpis. Mannheldur ís var út í Viðey og Engey og við borð lá, að Reykj avíkuúhöfn yrði ekki fær skipum. Hvítabirnir gengu á land fyrir norðan og voru sjö skotnir. Þegar haustaði tók Katla að gjósa. Gosið hófst 12. október og stóð nálega linnulaust til 4. nóvember. Jökulhlaupið rann fram yfir Mýrdalssand til sjáv- ar með eldgangi, vatnsflóði og jakaburði og eyddi fjóra bæi i Meðallandi, en aska barst víða um landið og eyddi tún og haga í nærsveitum. Um það leyti er Kötlugosinu linnti lagði spánska veikin sína dauðu köldu hönd yfir Reykja- vík. Hinn 5. nóvember var skól- um lokað og næsta dag var talið að 5000 manns væru rúm- fastir í bænum. Frá 6. til 17. nóvember komu engin blöð út. Flestar búðir lokaðar, landsím- inn hættur að afgreiða símtöl. Barnaskólanum var breytt í sjúkrahús og barnaheimili, enda höfðu mörg börn misst foreldra sína. Göturnar auðar, nema þegar gamlar konur skutust milU húsa eða örfáir læknar sinntu sínum skyldu- störfum eða lögreglan ók fram- liðnum í líkhúsið á hestvögn- um. Mestöll vinna lagðist nið- ur, en líkkistusmiðir unnu dag og nótt og Slippurinn varð að taka að sér kistusmíði til að anna eftirspurninni. Bærinn var að verða matar- og bjarg- arlaus og einn Kveldúlfstogar- inn var fenginn til að veiða í soðið handa bæjarbúum. Thor Jensen lét koma á fót almenn- ingseldhúsi í Sláturfélagi Suð- urlands á eigin kostnað og gaf 7000 máltíðir, sem sendar voru út um bæinn, en 9.500 máltíðir voru framreiddar ókeypis í matskálanum. í barnaskólan- um var veitt ókeypis hafra- seyði, en mjólkurvellingur hjá Tómasi Jónssyni kaupmanni á Laugavegi 2. Hinn 12. nóvem- ber þegar allur heimurinn fagnaði friði voru fánar dregn- ir í hálfa stöng í Reykjavík, borg dauðans. Um 260 manns létust í Reykjavík einni sam- an, en margir dóu úr veikinni í Árnessýslu og Vestmannaeyj- um. Undir lok ársins 1918 hafði vöruverð almennt hækkað um 260%, kolatonnið var komið í 325 kr. og hveitið á 80 kr. tunn- an. Kaupgjaldið í landinu hafði dregizt langan veg aftur úr verðlaginu. Slík voru kjör íslands á því ári er það varð fullvalda ríki. Heimsstyrjöld og sjálfstæðis- barátta í sama mund og landlægar plágur fslandssögu þjörmuðu að þjóðinni geisaði heimsstyrj- öldin fjórða árið í röð. Lang- sýnir menn höfðu við upphaf þessa stríðs spáð því, að í kjöl- far þess myndu sigla byltingar stétta og þjóða. Þegar hér er komið sögu reyndust þessir menn sannspáir: í nóvember 1917 tók bolsévikaflokkurinn völdin með tilstilU verkamanna og bænda, en útjaðralönd hins rússneska keisaraveldis voru ýmist hernumin af Þjóðverj- um eða loguðu í uppreisnum. Hinir nýju rússnesku valdhaf- ar höfðu lýst yfir fylgi sínu við sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna og í byrjun ársins 1918 hafði Wilson Bandaríkjaforseti gert sjálfsákvörðunarréttinn að meginkjarna þess boðskapar, er hann flutti stríðandi heimi. Miðveldin, og þá einkum Þjóð- verjar, settu einnig sjálfs- ákvörðunarrétt þjóðanna á dagskrá hjá sér en með sér- stökum hætti. í friðarsamn- ingunum í Brest-Litovsk á önd- verðu ári 1918 sneiddu þeir af hinu gamla Rússaveldi öll út- héruð þess — Úkraínu, Pólland og Eystrasaltslöndin — og var það ætlunin að tengja sum þeirra í konungssambandi við Prússland eða setja þau undir stjórn atvinnulausra þýzkra smáprinsa, og í þessum fram- tíðardraumum hins stórþýzka anda var Finnland jafnvel ekki undanskilið. Eftir sigur Þjóð- verja á austurvígstöðvunum gátu þeir dregið ógrynni liðs til sóknar í vestri. Seint í marz- mánuði hóf Ludendorff mestu sókn á vesturvígstöðvunum sem hersagan kunni að greina frá. Um hríð leit helzt út fyrir, að hernaðaráætlun Þjóðverja mundi takast. En í þremur sóknarlotum sleit þýzki herinn kröftum sínum og í byrjun ág- ústmánaðar 1918 varð Luden- dorff að játa, að taflið væri tapað. Og nú hlutu keisara- ríkin tvö í Mið-Evrópu sömu örlög og hið rússneska: hinn 3. nóvember varð Austurríki að semja vopnahlé og á sömu stundu hrundi Dónárríkið í rústir og hin sundurleitu þjóð- erni skipuðu sér um sjálfsá- kvörðunarrétt sinn. Sjö dögum síðar var hinum stórláta keis- ara Þýzkalands hleypt sem póli- tískum flóttamanni inn í Hol- land og degi síðar, hinn 11. nóvember, skrifuðu fulltrúar Þjóðverja undir vopnahléssátt- 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.