Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 20
íslenzku julltrúarnir í sambandslaganefndinni fyrri 1908, taldir frá vinstri: Jón Sveinbjörnsson ritari nefndarinnar, Jón Magnússon, Lárus H. Bjarnason, Hannes Hafstein, Steingrímur Jónsson, Jóhannes Jóhannesson og Stefán Stefánsson. Á myndina vantar Skúla Thoroddsen. kaus Erik Arup sagnfræðing og prófessor fulltrúa sinn. Það. var að mörgu leyti lán okkar Isiendinga, ao við áttum a danskri grund hauk í horni þar sem var Jón Krabbe, for- stjori „Skrifstofu íslenzka raöuneytisins í Kaupmanna- hofn“ og starfað hafði í is- lenzku s cj órnardeildinni frá því fyrir aldamot. Hann var dott- ursonur Jóns Guðmundssonar ritstjora og hafði um langan aldur haft mikinn áhuga á málefnum íslands. Hann ræddi bæöi við danska forsætisráð- herrann og tvo hina áhrifa- meiri nefndarmenn, Hage og Christensen, og lagði fast að þeim að ganga að fullu að óskum íslendinga í þjóð- réttarlegum efnum. JónKrabbe sendi Jóni Magnússyni for- sætisráðherra greinargerð um viðræður sínar við hina dönsku stjornmálamenn og þær skoð- anir, sem hann hafði túlkað fyrir þeim. Af þessari greinar- gerð er ljóst, að Jón Krabbe hefur brýnt það fyrir hinum dönsku nefndarmönnum, að verið gæti að íslendingar myndu leita aðstoðar í al- menningsáliti umheimsins, ef Danir synjuðu þeim um það, sem þeir færu fram á í þjóð- réttarlegu tilliti. En um þetta leyti bundu Danir miklar von- ir við þau fyrirheit, sem ná- lega allir stríðsaðilar höfðu gefið um sjálfsákvörðunarrétt þjóðanna, og sjálfir væntu þeir þess að heimta aftur hið danska þjóðerni Suður-Jót- lands. Sögulegar aðstæður til lausnar á hinni gömlu deilu Dana og íslendinga voru því að mörgu leyti hinar ákjósan- legustu. Alþingi hafði verið kvatt til fundar um miðjan apríl, og þegar kunnugt varð um að dönsku samningamennirnir væru lagðir af stað til íslands, voru kosnir fulltrúar frá öllum þingflokkum í samninganefnd- ina: Jóhannes Jóhannesson úr Heimast j órnarf lokknum,Bj arni Jónsson frá Vogi og Einar Arn- órsson úr báðum flokksbrotum Sjálfstæðismanna og Þorsteinn M. Jónsson frá Framsóknar- flokknum. Samninganefndin hélt fyrsta fund sinn 1. júlí, en þann 18. s. m. hafði hún lokið störfum. Nú voru liðin tíu ár síðan danskir og íslenzkir stjórn- málamenn höfðu setið við samningaborð og rætt sam- band Danmerkur og íslands. Mikil tíðindi höfðu gerzt síðan samkomulagsnefndin fyrri sat á rökstólum 1908. Styrjöldin, sem enn stóð með fullum ofsa, hafði raskað bæði heiminum og hugmyndum manna, og víg- staða íslendinga til samninga var nú öll hagfelldari en þá. En þegar í upphafi samninga- viðræðnanna bar hinum dönsku og íslenzku fulltrúum æði mikið á milli. Samninga- menn íslands lýstu því yfir á fyrsta nefndarfundinum, að samningur um samband ís- lands og Danmerkur yrði því aðeins gerður, að ísland væri viðurkennt fullvalda ríki, er væri í sambandi við Danmörku um konung og konungserfðir. Öll önnur mál væru sérmál Jón Krabbe. hvors ríkis, og þótt samið yrði um sameiginlega meðferð ein- hverra mála, mætti sá grund- völlur ekki haggast. Fulltrúar Dana lögðu fram drög að sambandi Danmerkur og íslands, er þeir töldu sér fært að leggja fyrir stjórn og þing Dana. Samkvæmt þeim eru ísland og Dan- mörk frjáls og sjálfstæð riki í sambandi um sameiginlegt konungsvald og sameiginlegan ríkisborgararétt, en hafi gert með sér samning um sameig- inlega stjórn utanríkismála, hervarnir, mynt og æðsta dóm- stól. Dönsk stjórnarvöld skyldu fara með sameiginlegu málin þar til öðru vísi yrði ákveðið með lögum, sem ríkisþing Dan- merkur og alþingi íslands sam- þykktu. Svo leit út í fyrstu sem allt mundi lenda í sama þófinu, því að tillögur dönsku fulltrú- anna minntu í mörgum efnum á Uppkastið frá 1908. En þeg- ar undirnefnd var skipuð til að gera drög að sambandslögum komst skriður á málið. Hinn 12. júlí lagði undirnefndin fram tillögur sínar og var þá auð'sætt, að málið mundi leys- ast. Sambandslagasáttmálinn veitti íslandi langþráð full- veldi, og ákvæði hans um þau mál, sem Danmörk hafði á hendi í umboði íslendinga, voru með þeim hætti, að þeim var tryggður fullur réttur til íhlutunar og afskipta og gef- inn kostur á að taka þau í sín- ar hendur, er þeim yxi fiskur um hrygg. Jafnréttisákvæði danskra og íslenzkra ríkisborg- ara, 6. gr. sambandslaganna, sem margir töldu hættulega efnahagslegu sjálfstæði lands- ins, varð í reyndinni sennilega hagstæðara íslendingum en Dönum. En ákvæði 18. gr. sá við öllum leka: hvort ríki um sig mátti að tuttugu árum liðnum segja einhliða upp sam- bandssáttmálanum. Um þetta ákvæði sagði danski þjóðrétt- arfræðingurinn Knud Berlin, sem íslenzkir sjálfstæðismenn báru lengi þungan hug til, að það væri einstakt í sáttmálum sambandsríkja. Sambandslaga- sáttmálinn 1918 ber því skýrt vitni, hve þjálfaðir íslendingar voru orðnir eftir að hafa rök- rætt lögspeki og þjóðarétt við Dani hátt á heila öld. Hlutleysisákvæði sambands- lagasáttmálans Það hefur verið mikið í tízku i almennum stjórnmála- umræðum á íslandi hin sið- ustu ár að tala af nokkru virð- ingarleysi um hlutleysisyfirlýs- ingu þá, sem rituð er i 19. gr. sambandslagasáttmálans. Og það er ekki trútt um, að yngri kynslóð íslenzkra stjórnmála- manna bregði höfundum hlut- leysisgreinarinnar um bláeygða bjartsýni, jafnvel sveitamanns- lega einfeldni. En þegar kann- aður er uppruni hlutleysis- ákvæðisins verður það ljóst, að það á sér gildar orsakir í sögu- legu — maður gæti jafnvel sagt heimssögulegu — um- hverfi sambandslagasáttmál- ans. Hlutleysisyfirlýsingin er á þessa leið: „Danmörk tilkynn- ir erlendum ríkjum, að hún samkvæmt efni þessara sam- bandslaga hafi viðurkennt ís- land fullvalda ríki, og tilkynn- ir jafnframt, að ísland lýsi yfir 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.