Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 35

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 35
leysi, sem Iagt var á þessa konu, því henni hafði, að sögn, ekki komið blund- ur á brá í þrjátíu og tvö ár. En nú tíndi hún úr glatkistunni allar þær spurnir og sagnir, sem hún hafði haft af hlið- stæðum kvillum í fjósum um dagana og hún jós ótæpilega úr sjóðum minning- anna. Tvö brögð kunna almennir bændur gegn þvi, er súrdoði herjar á góða kú. Annað er það, að létta undir með henni, þegar henni er um megn að rísa á fæt- ur. Takist það heitir að kýrin standi úr sér doðann og þykir gott ráð. Hitt er spunnið af toga kraftaverka og er kalk. Kalk er töfralyf og fæst í glærum flösk- um frá Lyfjaverzlun ríkisins. Það er kjördrykkur allra veikra kúa, og í mörg- um sveitum er það haft fyrir satt að hatrömmustu mein, allt frá steinkálfi og niður í hárlos, megi kveða niður með kalki. Bóndi símaði því sér og kú sinni til fulltingis í einn nágranna sinna, sem þótti laginn við lasnar skepnur og átti í fórum sínum einhverja meðalaglutru, og þar á meðal kalk. Ennfremur gerði bóndi boð fyrir tvo aðra sveitunga sína, því ekki lofta þrír menn heilli kú. Þegar við komu hins lyffróða var haf- izt handa við að miðla lífskrafti kalks- ins inn í blóðrás kýrinnar. Flöskunni frá Lyfjaverzlun ríkisins var tyllt með segl- garni hátt upp á fjósstoð og stúturinn látinn vísa niður, en úr honum lá mjó slanga, rauð, ofan í nál, sem stungið var í þrútna æð undir svörtum feldinum. Drengurinn leit undan, þegar skottu- læknirinn stakk kúna. Hann sat á hey- laup uppi í jötunni og fylgdist vongóður með aðgerðum mannanna. Stundum laut hann niður, gerði gælur við köld eyrun eða gægðist inn í augun. Þau voru opin eins og hurðarlaus gætt, og þar inni fyrir var margt ásjálegt, blá víðfeðmi og dýpt, sem drengurinn trúði að næði aftur undir rass. Nú var eins og rigndi þar inni, og augun voru vot og ógnarstór, því skepnan var hrædd og hélt hún væri að deyja, og drengurinn var hræddur líka, en vissi að hún mundi lifa. Skottulækn- irinn fann, að hann var efstur á baugi, varð gleiður í máli og klæmdist hressi- lega við bóndann, sem virðingar sinnar vegna klæmdist á móti, því hann kunni ekki við að vitnaðist að sér stæði ekki á sama um kúna. Fjósamanninum þótti varlegast að glotta að öllu, sem sagt var, með drýgindum þess, sem veit og veit vel, því áður hafði hann orðið að athlægi fyrir að skilja ekki það grín, sem honum var ætlað í klámi. Sú skömm þótti honum mest allra. Þegar vætan var sigin úr flöskunni niður um rauða pípuna inn í æðar kúnni, úrskurðaði skottulæknirinn að nú skyldi reisa kúna. Drengurinn virti fyrir sér fumið, sem kom á aðkomumennina, þegar loks kom til þeirra kasta. Annar þeirra steig ofan í flórinn og leizt hali kýrinnar vænlegur til halds, hafði hönd á honum og brá yfir öxl sér. Aðrir þrengdu sér upp í básinn og freistuðu þess að bora fingrunum inn í ávalan belginn, en er til átakanna kom reynd- ust tök þeirra notarýr og fingur þeirra skruppu á haldlitlum feldinum, en kýr- in hrærðist ekki svo þeim féllust hend- ur. Þess varð halamaður ekki var, þar eð hann sneri baki í hina og neytti síns trausta taks og viðspyrnunnar í flórnum til að láta að sér kveða við halann, unz hinir vöktu athygli hans á því, hver hætta væri samfara því, að svo sterkur maður hygðist lofta kú á halanum ein- um. Á þessu urðu þau, kýrin og dreng- urinn, undrandi. Þá var skotið á ráðstefnu í flórnum aftan við básinn og urðu þær lyktir á að sótt var reipi og smokrað undir kúna. En það gekk ekki að heldur, því enn var óhægt um vik og þröngt, og ekki fengu allir lagt verkinu það liðsinni, sem þeir vildu, enda lá kýrin óhreyfð í básn- um eftir að menn voru horfnir frá þessu ráði og hún blés froðu út um nasir sér. Á meðan verið var að koma hjólaldi fyr- ir á einni sperrunni, lagði hún granirn- ar niður í moðsallann, og þá strauk drengurinn henni um hausinn. Með til- komu hjólaldsins nýttist mannaflinn betur. Kaðli var fleygt yfir það og var sá gyrtur um kúna miðja. Halamaður tók upp sína fyrri iðju og fjósamanninum var gert að vera við höfuðið. Aðrir lögð- ust sem mest þeir máttu á reipið, enda varð nú fátt til fyrirstöðu, og kýrin stóð brátt skjögrandi fótum í básnum og kramdi fjósamanninn upp við fjósstoð- ina. En hann ragnaði henni og komst úr krappanum og slóst í hóp hinna, sem höfðu tekið sér stöðu á bálkinum vegg- megin flórsins. Þeir virtu fyrir sér ber- beinan bakhluta kýrinnar, eilítið móðir eftir átökin og vitund drýldnir yfir af- köstunum. Þeir samþykktu, að nú væri kúnni borgið, þar eð hún hefði aukið kalkforða sinn og væri á fótum. Því varð drengurinn feginn og hann leit á kúna til að sjá hvort henni væri lífgjöf sín ljós, og honum sýndist hún hressari í bragði en áður, og hann lét hana því eina og fór í humátt á eftir mönnunum, þegar þeir gengu til bæjar. Hann var feiminn við aðkomumennina, einkum þann sem átti í fullu tré við banvænan súrdoðann, og hann fyllti í engu þá ímynd dirfskunnar, sem hann ávallt sýndi í framgöngu sinni gagnvart mönn- um og konum sinna drauma. Inni í bænum gekk húsmóðirin um beina og veitti kaffi og kleinur, en húsbóndinn brá sér inn í klæðaskáp og náði í flösku af brennivíni og gaf öllum út í kaffið. Drengurinn fékk mjólkurglas frammi í eldhúsi, meðan hann lofaði hástöfum fyrir móður sinni undramátt lyfsins og vöðvakraft karlmannanna. Móðir hans hlýddi kímin á mælgi hans en fór síð- an inn í stofu og blandaði sér í tal karlmannanna. Það skildi hinsvegar drengurinn ekki, svo honum leiddist, og hann afréð að halda á ný til fundar við kúna til að klappa henni og bjóða hana velkomna frá Hel. En þegar dreng- urinn kom í fjósið sá hann að kýrin hafði dottið á ný og var dauð. Það voru mikil vonbrigði fyrir drenginn. Hanna Kristjónsdóttir: 3 ljóð Þar. Þar sem fjöllin eru kollótt og dalurinn er grár, votir flóar breiða úr sér og áin streymir kliðmjúkt til sjávar, ilmur úr grasi er heitur sólin varpar geislum yfir fölt landið, söngur fuglanna hefur fegurri hljóm og fast hófatak blandast nóttinni, þar ert þú. Þú sem ert hjá mér. Um dimmar nætur finn ég þig hjá mér, þegar mér er varnað svefns þreyjum við saman, sólbjarta morgna brosirðu angurvært og við skiljum mál hvort annars, í erli dagsins og hlátrasköllum, höldumst við í hendur, á kvöldin horfi ég í hvít augu þín og veit að þú þekkir tárin mín, þú sem ert einmanaleikinn, þú ert hjá mér allar stundir. Einhvers staðar á leiðinni. Ánægð gekk ég og vissi ekki hvenær bros mitt varð að glotti einhvers staðar á leiðinni herptist hjartað saman og blóðið varð kalt, loksins, er andlit mitt speglaðist í léttlyndum læk, sá ég, hvað hafði gerzt einhvers staðar á leiðinni. 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.