Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 36

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 36
ERLENQ VÍÐSJÁ í hartnær þrjú misseri hefur ófriður ríkt í héruðunum austan við Nigerfljót neðanvert, á einhverju þéttbýlasta og gagnauðugasta svæði í Afríku sunnan Sahara. Pyrsta stríðsárið leið svo að um- heimurinn lét sig litlu skipta það sem þarna var að gerast; flestir sem ekki eru því kunnugri málefnum Afríku munu hafa litið svo á að um væri að ræða átök af svipuðu tagi og orðið hafa í fleiri ný- frjálsum Afríkuríkjum og bera mestan keim af ættbálkaskærum, þegar utanað- komandi aðilar blanda sér ekki í leik- inn. En síðustu mánuði hefur orðið á gagnger breyting. Komið hefur á daginn að hernaður Nigeríuhers á hendur Bi- aframönnum hefur haft í för með sér styrjöld sem ekki er síður grimmúðleg og mannskæð en stríðið í Vietnam, og hlýtur eins og það að leggjast sem mara á vitund mannkynsins, ef látið verður skeika að sköpuðu. Það sem einkum hefur orðið til að ýta við mönnum og knýja þá til umhugsunar um frelsisstríð Biaframanna gegn fyrr- verandi löndum sínum, er óyggjandi vitn- eskja um að skæðasta vopnið í stríðinu er hungursneyð. Um mitt síðastliðið sum- ar var samgöngubannið, sem Nigeríuher setti á Biafra jafnskjótt og hið nýja ríki var stofnað, farið að hrífa að því marki að börn, konur og gamalmenni tóku að hrynja niður þúsundum saman af eggia- hvítuskorti, sem ógnar þjóðinni með tor- tímingu hvenær sem aðflutningar tepp- ast, því landþrengsli eru slík að íbúarnir eiga fullt í fangi með að afla sér af eigin rammleik kolvetnafæðu einnar saman. Það hafa um langan aldur verið óskráð lög, að sé vitað til að hungursneyð herji einhvern hluta heimsbyggðarinnar, kosta líknarstofnanir og flestar ríkisstjórnir í löndum sem betur eru á vegi stödd kapos um að bægja frá sultinum svo fljótt og vel sem tök eru á. En þegar reynt var að kojna matargjöfum og læknislyfjum á- leiðis til Biafra, ásannaðist að hungurs- neyðin þar er algerlega af manna völd- um, vopn sem beitt er af ráðnum huga 5 grimmilegri styrjöld. Og jafnframt var'ð Ijóst hverjum sem sjá vill að stríðið milli Nigeríu og Biafra getur hæglega þróazt bannig að úr verði tortíming milljóna- þjóðar, sannkallað þjóðarmorð. Préttamennirnir sem streymdu til Ni- geríu og Biafra jafnskjótt og hungurs- neyðin gerði hið hálfgleymda stríð að stórfréttaefni, breiddu ekki aðeins út um heiminn átakanlegar lýsingar og myndir af hungurtærðum flóttamönnum í stór- hópum og afmynduðum andlitum van- nærðra barna í dauðateygjunum, heldur líka vitneskju um að stríðið sem þarna er háð á ekkert skylt við skipulagslitlar ættbálkaerjur, háðar með frumstæðum vopnum eða í hæsta lagi rifflum og vél- byssum, eins og margir höfðu gert sér í hugarlund. Þvert á móti er nú háð nú- tímastyrjöld í fyrsta skipti í Afríku sunn- an Sahara. Nigeríuher á sigra sína fyrst 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.