Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 37
Magnús Torfi Ólafsson: SJALFSTÆÐI EÐA DAUÐI og fremst að þakka vopnabúnaði sem er jafn nútímalegur og staðhættir framast leyfa. Hann hefur hertekið strandlengju Biafra með tilstilli tundurskeytabáta og landgöngupramma. Skæðustu vopn land- hersins eru léttir brynbílar, og öflugur flugher heldur uppi skipulegum eyðingar- árásum á bæi og þorp Biaframanna. Loks hefur það ýtt við mörgum, að komið hefur á daginn að þrjú af stór- veldum heims hafa lagzt á eitt að hjálpa öðrum stríðsaðilanum að ráða niðurlög- um hins. Viðleitni Nigeríustjórnar til að bæla niður sjálfstæðishreyfingu Biafra- manna nýtur hernaðarlegs fulltingis Bretlands og Sovétríkjanna og pólitísks fulltingis Bandaríkjanna. Vonlegt er að menn spyrji, hvað komi til að þessi ríki, sem annars sitja sjaldan á sátts höfði, skuli öll leggjast á eitt að draga taum annars aðilans í deilumáli sem þessu. Ekki er síður ósamstæður ríkjahópurinn sem tekið hefur málstað Biafra. Þar er annars vegar um að ræða Evrópuríkin Frakkland og Portúgal, en hins vegar tvö af þeim Afríkuríkjum sem andsnún- ust eru harðsvíraðri nýlendustefnu Portú- galsstjórnar, sem sé Tanzaníu og Zambíu. Auðskildust af öllu í þessari mála- flækju er afstaða Bretlands, og jafn- framt er saga nýlenduveldis Breta á þessum hjara lykillinn að þróunarferli sem nú hefur orðið til þess að Nigeríu- búar og Biaframenn berast á bana- spjót. Sú stjórnarfarslega heild sem í nokkra áratugi hefur borið nafnið Nigería er handaverk brezkra heimsveldissinna, og stuðningur brezkra stjórnarvalda og stórfyrirtækja við annan stríðsaðila nú er ekkert annað en viðleitni til að tryggja gamla viðskiptahagsmuni frá nýlendu- árunum. Þegar brezkir nýlendustofnend- ur tóku að láta að sér kveða á vatna- svæði Nigerfljóts neðanverðs, var ekk- ert til sem hét Nigería, en í stórum dráttum skiptist svæðið sem þeir lögðu undir sig og gáfu þetta nafn í tvennt. Á graslendinu við suðurjaðar Sahara byggðu svertingjaættbálkar sem tekið höfðu múhameðstrú og lutu stjórn ein- valdra emíra. Fjölmennastir í þessu ætt- bálkasamfélagi voru og eru þeir tveir sem nefnast Hausa og Fulani. Breitt skóglendisbelti frá strönd Gíneuflóa og langt inn í land er heimkynni ættbálka sem á síðustu öld aðhylltust margvíslega fjölgyðistrú en hafa nú að mestu tekið kristni. Langfjölmennastir þeirra eru Yorubar vestan Nigerósa og íbóar austan árinnar. Hinir herskáu múhameðstrúar- ættbálkar höfðu um langan aldur herjað á heiðingjana nær ströndinni og unnið af þeim lönd, auk þess sem evrópskir og amrískir þrælaveiðarar höfðu unnið þar hervirki sín, eins og annarsstaðar á strandlengju Vestur-Afríku. Til að auka enn á fjölbreytnina var ættbálkastjórnin með gerólíkum hætti hjá fjölmennustu þjóðunum úti við ströndina, Yorubar bjuggu við stjórn alvaldra ættarhöfð- ingja en hjá íbóum ríkti stjórnarfar sem kalla mætti þorpslýðræði, menn kusu sér til forustu þá sem mestir þóttu af- reksmenn án tillits til ætternis og auð- legðar. Nafnið Nigería kemur fyrst fyrir í brezkum skjölum frá 1897, og nýlendu- svæðin sem Lugard lávarður sameinaði í eina risanýiendu undir þessu heiti árið 1914 náði yfir heimkynni 250 ættbálka, sem hver hafði sína sérstöku hefð og flestir sérstaka tungu. Enn þann dag í dag er enska opinbera málið bæði í Nigeríu og Biafra og óhugsandi að nokk- ur tunga innborinna manna geti tekið við því hlutverki. Fjárhagsleg sjónarmið réðu mestu um að nýlenduyfirvöldin ákváðu að búa Ni- geríu til. Suðurhéruðin urðu snemma drjúg tekjulind fyrir nýlenduveldið, en hin hrjóstrugu norðurhéruð baggi á brezka ríkissjóðnum. Eftir sameininguna var hægt að láta tekjuafganginn í suðri ganga til að greiða kostnaðinn af ný- lendustjórninni í norðri. Að öðru leyti sinntu Bretar lítt um að gera nýlenduna samstæða heild. Til dæmis hlóðu þeir undir veldi emíranna í norðri, töldu að með því móti væri auðveldara að halda landslýðnum í skefjum en með milliliða- lausri stjórn brezkra nýlenduyfirvalda. Emírarnir tóku fegins hendi liðsinni Breta við að halda uppi lénskum sam- félagsháttum og neyttu aðstöðu sinnar eftir því sem kostur var. í strandhér- uðunum varð þróunin þveröfug. Fjöl- mennustu ættbálkarnir þar gerðust ákaf- ir lærisveinar evrópsku nýlenduherranna, bæði í verklegum og andlegum efnum. Atvinnuháttum fleygði fram, bæði fyrir tilstilli brezkra aðila og fyrstu kynslóðar afrískra atvinnurekenda. Með menntun fólks til starfa í nútíma atvinnurekstri fylgdu svo nútímalegar hugmyndir í stjórnarfarslegum efnum, hugmyndir um sjálfstæði og lýðræði. Duglegustu lærisveinar Evrópumanna reyndust íbóarnir og þeim skyldir ætt- bálkar á því landsvæði sem síðar hlaut nafnið Biafra, og hér eftir verða nefndir Austanmenn til aðgreiningar frá Norð- anmönnum inni í landi og Vestanmönn- um í strandhéruðunum vestan Niger. Frá fornu fari höfðu Austanmenn vanizt því að miða manngildi við frammistöðu í starfi en ekki ætt og uppruna. Þessi hefð reyndist hið ákjósanlegasta veganesti til að bruna í einu vetfangi frá öndverðri járnöld inn í tuttugustu öldina. Óseðj- andi ásókn í menntun og dugnaður í starfi urðu auðkenni Austanmanna. Þeir tóku að breiðast út til annarra hluta Nigeríu og urðu brátt uppistaðan í stétt- um kaupsýslumanna, embættismanna og menntamanna um landið allt. Jafnframt hófst stjórnmálastarfsemi og sjálfstæðis- barátta Afríkumanna í Nigeríu á þeirra landsvæði. Á yfirráðasvæði emíranna í norðri voru aðkomumennirnir illa séðir. Koma þeirra raskaði lénskum stjórnarháttum og sam- félagsskipan. Þeir fengu ekki að búa inn- an borgarmúra múhameðstrúarmanna og var meinaður aðgangur að stofnunum þeirra. Af þessu hlauzt að um öll norð- urhéruðin mynduðust sérstök borga- hverfi aðkomumanna úr öðrum lands- hlutum, þar sem Austanmenn voru lang- fjölmennastir. Tvívegis meðan Bretar stjórnuðu enn Nigeríu, árin 1945 og 1953, réðst æstur múgur á „aðskotadýrin" í borgunum Jos og Kano. Blóðsúthelhng- arnar þá voru aðeins forsmekkur þess sem síðar varð. Hér gefst ekki rúm til að rekja sjálf- stæðisbaráttu Nigeríubúa, aðeins skal endurtekið að þar kom frumkvæðið frá Austanmönnum, Vestanmenn fylgdu fast á eftir en Norðanmenn höfðu hægt um sig. Þegar Bretar ákváðu að afsala sér völdum, notuðu þeir aðstöðu sina til að draga taum Norðanmanna og gera áhrif þeirra sem mest í æðstu stofnunum hins nýja ríkis. Foringjar Austanmanna slök- uðu hvað eftir annað til, í því skyni að afstýra klofningi landsins í tvö ríki. Sjálfstæði Nigeríu var lýst yfir 1. októ- ber 1960. Foringjar Norðanmanna fengu úrslitavöld í hinu nýja ríki, en fjármála- spilling og ofríki urðu valdhöfunum að bana og ríkinu að falli. Upplausnin hófst fyrir alvöru eftir manntal sem tekið var 1962. Undir stjórn Breta var fólksfjöldi áætlaður, og töldu þeir Norðanmenn það fjölmenna að þeim bæri meirihlutavald á þingi. Manntalið leiddi í ljós að því fór fjarri að svo væri, en í stað þess að breyta þingsætaskiptingu í samræmi við íbúafjöldann samkvæmt manntalinu, neyttu Norðanmenn aðstöðu sinnar til að ógilda það og efna til annars, sem lýst var ríkisleyndarmál. Balewa forsæt- isráðherra, foringi Norðanmanna, stað- hæfði að þetta leynimanntal bæri með sér að Norðanmenn hefðu höfðatölu til að halda þingstyrk sínum óskertum, og hélt því fram að komið hefði á daginn að Nigeríumenn væru alls 56 milljónir. Þótti sú tala öllum sem til þekktu fjar- stæða, og þann dag í dag telja SÞ íbúa Nigeríu eins og hún var þá 42 milljónir talsins. Stjórn Austurfylkisins mótmælti og 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.