Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 38

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 38
krafðist manntals undir stjórn óvilhalls aðila, en sú krafa var að engu höfð. Þeg- ar kom til fyrstu kosninga í sjálfstæðri Nigeríu 1964 fór allt i bál. Stjórnarand- stöðuflokkunum var meinað að starfa i Norðurfylkinu, svo þeir tóku þann kost að hundsa kosningarnar. Þegar fylkis- kosningar í Vesturfylkinu 1965 voru fals- aðar gersamlega að undirlagi Norðan- manna og bandamanna þeirra, var mæl- irinn fullur. Balewa og Bello, foringjar Norðanmanna, ákváðu að afnema lýð- ræðisyfirskin á stjórnarháttum og koma á hernaðareinræði. En ungir liðsforingj- ar sem komust á snoðir um samsærið ákváðu að verða fyrri til. Þeir gripu til vopna sólarhring áður en hinir ætluðu að hefjast handa og tóku forsætisráð- herrann og nokkra nánustu samstarfs- menn hans af lífi. Ironsi yfirhershöfðingi mun af hvor- ugu samsærinu hafa vitað, en þegar sig- ursælu samsærisforingjarnir yfirgáfu höfuðborgina Lagos til að skipta um stjórnendur í Austurfylkinu, notaði hann tækifærið, lýsti þá uppreisnarmenn og myndaði ráð eldri liðsforingja, sem tók æðstu stjórn landsins í sínar hendur. Þetta gerðist í janúar 1966. Upplausnarástandið magnaðist eftir því sem á árið leið. Um mitt sumar hóf- ust múgmorð á Austanmönnum í sumum borgum Norðurfylkisins. Ironsi hóf ferða- lag um landið til að reyna að friða það, en hermenn frá Norðurfylkinu myrtu hann og aðstoðarforingja hans skömmu eftir að hringferðin hófst, en yfirhers- höfðinginn var Austanmaður. Auk hans voru um 200 liðsforingjar úr hópi Austan- manna myrtir hvar sem Norðanmenn náðu til þeirra. Fyrsta ágúst lýsti svo ofursti að nafni Gowon yfir að hann væri tekinn við for- ustu herforingjastjórnarinnar. Hann hóf samningaviðræður við herstjórana í hér- uðunum um framtíðarstjórnskipan Nige- ríu. Þar leiddu þeir saman hesta sína, hann og annar ofursti, Ojukwu herstjóri í Austurfylkinu. Gowon, sem er af fá- mennum ættbálki og sonur kristins pré- dikara, gerði brátt bandalag við fulltrúa Norðanmanna og brezka sendifulltrúann gegn Austanmönnum. Markmið þeirra var fyrst og fremst að skilja frá Austur- fylkinu strandhéruð, þar sem nokkrum árum áður höfðu fundizt olíulindir, svo auðugar að Nigería komst á níu árum í tölu mestu olíuframleiðslulanda í heimi. í september 1966 gerðust svo atburðir sem frá sjónarmiði Austanmanna gerðu slit sambandsríkisins óhjákvæmileg. Þá hófust á ný múgmorð á Austanmönnum í Norðurfylkinu og nú í langtum stærri stíl en nokkru sinni fyrr. Á einni viku er talið að 33.000 varnarlausar manneskjur hafi verið brytjaðar niður. Austanmenn sem eftir lifðu flykktust unnvörpum til heimkynna sinna. íbúafjöldi á svæðinu sem brátt hlaut nafnið Biafra jókst á nokkrum mánuðum úr 12,4 milljónum í tæpar fjórtán milljónir vegna flótta- mannastraumsins. Sögurnar sem flóttafólkið hafði að segja af hroðalegum morðum á börnum, konum og körlum sannfærðu þorra Aust- anmanna um að ekki væri um annað að ræða úr því sem komið var en leysa upp sambandsríkið Nigeríu og lýsa yfir sjálf- stæði. Einna tregastur forustumanna til að fallast á þessa skoðun var Ojukwu herstjóri. Eftir öll morðin sem á undan voru gengin, var óhugsandi að Austan- menn gengju sambandsyfirvöldum og hersveitum skipuðum Norðanmönnum á vald, svo efnt var til síðustu samkomu- lagstilraunar erlendis, í Ghana. Þar strandaði samkomulag á því að Gowon vildi ekki fallast á að hvert sambandsfylki réði yfir eigin her. í maí 1967 var ten- ingum kastað. Gowon setti Austurfylkið í samgöngubann, fylkisþingið þar svaraði með því að fela Ojukwu að lýsa yfir sjálfstæði sem fyrst og skyldi nýja ríkið nefnast Biafra. Sjálfstæðisyfirlýsingin var svo gefin út 30. maí. Gowon fyrirskipaði hervæðingu og lýsti yfir að „uppreisnin" skyldi bæld niður á nokkrum vikum. Síðan eru liðin nær þrjú misseri þegar þetta er ritað, og enn er barizt ákaflega í Biafra. Ekki er ástæða til að rekja nákvæmlega gang vopnaviðskipta. Fyrst í stað veitti ýms- um betur, en eftir að erlendi stuðning- urinn við Nigeríustjórn tók að segja til sín, saxaöist jafnt og þétt á Biafra. Nú er svo komiö að yfirráðasvæði Biafra- manna er hvergi breiðara en 80 kíló- metrar og þeir ráða einungis yfir einni flugbraut, sem reyndar er ekki annað en vegarspotti. En á þessu þrönga svæði er saman kominn þorri íbóa, sumir segja átta milljónir manna, aðrir fimm millj- ónir. Fréttamenn sem heimsótt hafa Biafra skýra svo frá, að fólkið þar telji Deyjandi börn og gamalmenni í Umuahia í Biafra. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.