Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 41
andrúmslofti óttans og ógnanna til aö gera sér rétta grein fyrir því sálardrep- andi ástandi sem þar skapast. Skýrslur og sendibréf hafa borizt meö leynd frá Grikklandi til ýmissa alþjóða- stofnana og fréttamiðla, svo sem Am- nesty International, Grikklandshreyf- inga víða um heim, blaða og tímarita. Sumt af þessu efni hefur verið birt op- inberlega. Þannig birti til dæmis New Statesman eftirfarandi frétt frá Mervyn Jones 29. marz síðastliðinn, tæpu ári eftir valdaránið: „Jerassimos Nótaras, grískur háskólakennari, var handtekinn í októ- ber síðastliðnum og færður til hinnar al- ræmdu lögreglustöðvar í Búbúlínustræti í Aþenu, þar sem hann sat sex sólar- hringa í einangrunarklefa ánþess að fá mat eða vatn. Þar og síðar í Averoff- fangelsinu var hann yfirheyrður og pyndaður í þrjá mánuði. Tvisvar var hann „fórnarlamb“ sýndaraftöku með tómum skothylkjum. Eiginkona hans og móðir fengu aldrei heimild til að heim- sækja hann, og í febrúar komust þær að raun um að hann var farinn frá Ave- roff-fangelsinu til óþekkts staðar. Hann kynni að vera kominn í gröfina. Með- limir andspyrnuhreyfingarinnar komust hinsvegar á snoðir um, að hann hafði verið fluttur um borð í skemmtiferða- skipið Ellí. Þetta eldgamla skip hafði komið frá Ítalíu uppí stríðsskaðabætur á sínum tíma og var löngu hætt reglu- legum siglingum. Á föstudaginn lýsti blaðið Guardian skipinu sem „fljótandi fangabúðum“. Þar eru í haldi foringjar úr flotanum og ýmsir undirforingjar (15 samkvæmt opinberum upplýsingum, en kannski eru þeir 100) sem voru í tengsl- um við andspyrnuhreyfingamar. Kannski eru valdhafarnir að undirbúa sýndar- réttarhöld þar sem flotaforingjarnir Tónskáldið Þeódórakis leikur fyrir son sinn verði dregnir fyrir rétt með borgaraleg- um lýðræðissinnum einsog Nótaras, sem yrði sakaður um að grafa undan þegn- skap hermannanna. Eftir mánaðardvöl um borð í EIlí var Nótaras aftur fluttur í fangelsið, þar sem kona hans fékk að heimsækja hann einu sinni, aðeins einu sinni. Ég hef frétt í bréfi sem smyglað var til mín, að hann hafi verið pynd- aður með raflosti. Kona hans telur að líf hans sé í hættu. Ég hef líka frétt að annar fangi, Harambolos Prótópapas, framkvæmdastjóri „Gríska sósíalista- sambandsins“, „hafi verið barinn á svo hrottalegan hátt, að hann þjáist nú með jöfnu millibili af alvarlegum andlegum glompum". Þremur mánuðum eftir hina fölsuðu sakaruppgjöf eru samkvæmt áreiðanlegustu heimildum yfir 1000 manns í fangelsum fyrir pólitískar sakir, og eru þá ótaldir 2500 fangar í fanga- búðum eyjanna. Hvað eiga Grikkir að gera? Andspyrnuhreyfingarnar, Lýðræð- ishreyfingin og Föðurlandsfylkingin (það eru fagnaðartíðindi að viðleitni þeirra er nú samræmd), veita svör við því í sameiginlegri yfirlýsingu: „Báðar hreyfingarnar eru reiðubúnar að taka þátt í hverskonar baráttu, einnig þeirri harðvítugustu. Söguleg reynsla hefur kennt Grikkjum að frelsið er ekki gefið, heldur unnið.“ Við frásögnina um Nótaras og Prótó- papas mætti bæta fjölmörgum öðrum, ef tími leyfði, því af nógu er að taka. Rannsóknarnefndir hafa hvað eftir ann- að farið til Grikklands í því skyni að kanna ástandið, og þær hafa komizt á snoðir um margt, þó allt væri gert af hálfu þarlendra valdhafa sem hægt var til að torvelda störf þeirra. Er stundum jafnvel kátlegt í hinum hörmulegu frá- sögnúm að lesa um athafnir grísku fas- istalögreglunnar til að setja erlendum blaðamönnum, lögfræðingum og öðrum forvitnum gestum stólinn fyrir dyrnar. Tveir Ástralíumenn, Frank Galbally og James Kimpton, báðir háskólaborgarar, fóru til Grikklands í fyrravetur á vegum áströlsku Grikklandshreyfingarinnar og hafa birt skýrslu um för sína og þær hrollvekjandi uppgötvanir sem þeir gerðu. Þeir hittu nokkra fanga, sem af einhverjum ástæðum höfðu verið látnir lausir, þó mál þeirra væru aldrei tekin fyrir af dómstólum, og báru margir þeirra ljót sár og önnur líkamleg merki um pyndingar. Þeir fengu þá athyglis- verðu skýringu hjá einum þessara fanga, að fórnarlömb pyndinganna væru valin af algeru handahófi og ekki í neinum sjáanlegum tilgangi öðrum en þeim, að þetta fólk segði frá meðferðinni sem það hefði sætt, eftir að það losnaði úr haldi, og vekti þannig ugg og ótta nágranna sinna og annarra sem fréttu af pynd- ingunum. Þessi aðferð virðist hafa borið tilætlaðan árangur, því óttinn lá einsog farg á allri grísku þjóðinni, sem er að eðlisfari lífsglöð og léttlynd. Það er einkum tvennt sem alþýða manna í Grikklandi óttast nótt sem nýt- an dag: fyrirvaralausa fangelsun fyrir engar eða upplognar sakir og tilefnis- lausar pyndingar. Nítíu prósent þeirra Grikkja, sem Ástralíumennirnir áttu tal við á götum úti, í búðum, á veitingastöð- um og víðar, þverneituðu að ræða um stjórn landsins eða segja álit sict á henni. Þeir áttu einnig tal við tvo fyrrverandi forsætisráðherra Grikklands, Georg Pap- andreú og erkióvin hans á stjórnmála- sviðinu, Panajótis Kenellópúlos, arftaka Karamanlís í hægriflokknum E. R. E. Báðir lögðu áherzlu á þá skoðun sína, að herforingjarnir ælu á ótta lands- manna til að halda völdum, enda hefði einn þeirra opinskátt lýst því yfir, að bezta leiðin til að tryggja hlýðni þjóð- arinnar væri að halda henni í stöðugum ótta. Papandreú, hin áttræða stjórnmála- kempa, sagði orðrétt: „Segið heiminum að við þjáumst. Segið heiminum að þjóð- in sé skelfingu lostin. Biðjið ríkisstjórnir frjálsra þjóða að stuðla að því, að við fáum frjálsar kosningar eins fljótt og hægt er. Grikkland hefur þjáðst mikið á liðnum árum fyrir hugsjónir lýðræð- isins. Frjálsar þjóðir heims standa í skuld við Grikkland, skuld sem þær fá aðeins goldið með því að koma landinu til hjálpar á stund angistarinnar." Kanellópúlos sagði orðrétt: „Enginn vafi leikur á því, að herforingjarnir stjórna í krafti óttans og ætla sér að efla og viðhalda óttanum meðal fólks- ins. Segið þjóðum allra landa, að við höfum þjáðst og þjáumst enn. Segið þeim að við munum halda áfram að berjast fyrir lýðræði, en við getum ekki gert okkur vonir um að sigra án hjálp- ar frelsisunnandi manna um heim all- an. Auðvitað var engin kommúnistaupp- reisn yfirvofandi." Þetta voru orð Kanellópúlosar, leiðtoga flokksins lengst til hægri í grískum stjórnmálum, og þarf varla annarra vitna við um þá fáránlegu skýringu herfor- Sakborningar fyrir herrétti í Aþenu. í fremstu röð frá vinstri standa Nótaras og Prótópapas. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.