Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 47

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 47
ur á hjara veraldar að líkleg- ast tekur það okkur hátt í misserið að gleyma axarsköH- unum þeirra. En naumast þó lengri tíma. Menn eru svo ótta- lega ótrúlega fljótir að fyrir- gefa þær misgjörðir sem aðrir verða fyrir. Gráthlægilegasta fréttin frá Moskvu kom í sjónvarpinu og hermdi frá þeirri uppgötvun Breshnefs og félaga hans að tékkneskur sósíalismi hefði verið orðinn „of mannúðleg- ur“. Ljótt væri ef satt væri. Maður bíður með mátulegri óþreyju eftir því að íslensk stjórnarvöld taki upp svipuð vinnubrögð: „Auglýsing frá dómsmálaráðuneytinu. Mann- úð er hér með bönnuð, en mönnum skal bent á ákvæðin í hinni nýju reglugerð ríkis- stjórnarinnar um all verulega aukningu á löglegu miskunn- arleysi.“ Jólin eru ísmeygileg og heit- strengingar stoða lítið. Líkleg- ast ætti maður að forðast allar áætlanir og láta slag standa. Áætlanirnar koma hvort sem er alltaf þannig út að það stendur ekki steinn yfir steini. Þetta er eins og hjá hagfræð- ingunum. Mikið má sá maður vera ein- mana sem er í raun og sann- leika laus við jólin. Ég vona að hann sé ekki til á íslandi. Ósköp má sá maður líka vera allslaus af minningum sem á hreint engar Ijúfar endur- minningar frá jólunum sem voru, frá bernskujólunum við pilsfaldinn hennar mömmu, frá gleðilegum og dýrðlegum jólum, nú og þá væntanlega líka frá döprum jólum. Hörðustu menn verða við- kvæmir þegar þeir minnast æskujólanna. Hörðustu menn fá stundum mistur í augun. Togarasjómaður sagði mér á dögunum frá vélstjóra sem talaði dálítið skrýtna ensku. Þetta var á árunum fyrir Hitl- ersstríðið og enskan þótti þá ekki eins sjálfsögð á íslandi eins og núna. Þeir komu inn til Grimsby með bilaða vél og vél- stjórinn flýtti sér í land og sótti viðgerðarmann. Hann útskýrði bilunina fyrir honum með miklu handapati og svofelldum orðum: „Dýna- móinn is no good. Very slak í rollingen og very very bom- bom.“ Það er svo skrýtið með jólin að það er eins og það sé alls engin leið að fela sig fyrir þeim. Þau hafa lag á því að læðast að okkur, að svæfa í okkur skynsemina jafnvel og að ýta okkur ef svo mætti að orði komast út í jólaglauminn. Roskinn maður sem sagði mér einu sinni ýmislegt frá upp- vaxtarárum sínum talaði margt um jólin. Hann líkti þeim við glansmynd og sagði að í góðu árferði hefðu jólin þeirra í plássinu við fjörðinn verið eins og myndirnar í dönsku mynda- blöðunum: kyrrlát og hljóð og tandurhrein. Þau voru Jesúbarnið í jöt- unni og Ketkrókur með kýlda vömb og hvítur bjarnarfeldur yfir öllu. Jólastjarnan dýfði puttanum í lónið. Strand- ferðaskipið kom með jólavarn- inginn og pípti þrefalda jóla- kveðju inn yfir plássið, og fjallið upp af húsunum svar- aði fyrir þau. Skipið var með glóandi perlu- festi á síðunni þegar það ösl- aði út með hólmunum aftur, en þegar það sveigði í sundið þá runnu ljósin í kýraugunum saman í eitt og urðu að gulu þankastriki sem styttist og hvarf þegar skipið vatt skutn- um í landið. Þó mátti heyra vélarniðinn utan úr myrkrinu lengi eftir að ljósafestin var slokknuð. Plássið dormaði í snjónum og andaði naumast. Þorláksmessufylliríið var af- padda á tappa. Það var eng- inn að vaða skít og slor í fisk- húsunum fyrir neðan veginn. Það var engin blessuð mann- eskja að basla og bölva til sjós eða lands, hvorki köld né hrak- in né einu sinni loppin. Sjó- stakkar lágu um borðstokka og bcmur eins og koparhúðaðir staðið og Valdi pólití var aft- ur kominn á kreik með and- skotans miklu veldi, og fólkið sem tróð jólasnjóinn með spariskó á fótum var kurteist og hæglátt og vingjarnlegt. Vinur minn gerði sér líka tíðrætt um það hvað allir hefðu verið í indælu skapi. Það var svo makalaust um jól- in hvað menn gátu orðið prúð- ir og elskulegir. Allir urðu þol- inmóðari og allir urðu sann- gjarnari og allir urðu nær- gætnari við náungann. Það var eins og menn skiptu um skap- höfn um leið og þeir skiptu um föt. Kvenfólkið steig upp úr þvottabalanum löðrandi af hjartagæsku og kallmennirnir litu upp úr vaskafatinu með englasvip undir nýskafinni skeggrótinni. Það var snjórinn og það voru stillurnar þegar árferðið var gott og það var slenið sem fylgdi hvíldinni; og það var jólaguðspjallið í kirkj- unni af vörum nauðrakaðs prestsins, og þetta hjálpaðist alltsaman að. Auk þess átu menn þau býsn um jólin. Þetta var kannski friður magans fremur en sál- arinnar. Það var hvað sem öllu leið búið að stansa veröldina tímakorn, og menn voru skelf- ing þakklátir. Það var enginn að velkjast á hafinu eins og postulakuflar og olíupils klæddu þiljur og rafta eins og hreistrugir englavængir. Það var allt svo kyrrlátt og hljótt, og það var ekki nema smávegis fisklykt af fólkinu. Gamli maðurinn hefur verið kominn nálægt tvítugu þegar hann átti þessi jól. Ég er ekki grunlaus um að hann hafi átt einhvern þátt í Þorláksmessu- fylliríinu. Hann átti eftir að verða dálítið blautur, þó að það yrði með tímanum allt í hófi. Ég spurði hann einu sinni hvort hann gerði sér stundum glaðan dag á jólunum núna, en hann kvað nei við því. „Allir litir hafa máðst,“ sagði hann. „Grasið er ekki eins grænt og i den tid.“ Loks langar mig að segja frá því að kindugasta orðið sem ég hef séð upp á síðkastið kom fram í einni af þessum ritdeil- um sem ég drap aðeins á hér að framan. Það var orðið „karfalöndunarbarlómur". — Kindugasta ádrepan kom aftur á móti fram hjá stúlku sem var að lýsa fyrrverandi kennara sínum sem henni var ekki sér- lega vel við. Hún fann honum flest til foráttu og endaði með því að lýsa yfir: „Og svo var hann ekki einu sinni loðinn á Iöppunum.“ 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.