Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 48

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 48
I. Þegar legið er upp í loft einhvers stað- ar, þar sem ekki eru líkur á að aki yfir mann bíll, búsmali verði rekinn niður á mann ofan eða börn geri sér að leik að grýta steinum niður í höfuð manni, og mænt er upp í skýjafar, fyllist maður friði en dálitlum svima, ef veðrið er gott. Skýin eru háð sífelldum myndbreyting- um, þótt form þeirra virðist fast við snöggt augnakast, og þau rekur á marga vegu, sum hver gegn öðrum, önnur stíga en önnur hníga, og litirnir eru einnig margskonar á venjulegum tímum dags- ins. Sjálfsagt er að nýta slíkan stað sem tezt hafi maður á annað borð fundið hann — þeir eru sjaldgæfir — og virða fyrir sér sjónsviðið að öðru leyti, enda fer jafnan svo, að skýin taka á sig yfir- náttúrlegar ummyndanir jarðneskra fyr- irbæra, ef horft er lengi á þau í einu. Skýin virðast ævinlega skipast á himin- festinguna í fullu innbyrðis samræmi og falla að öðrum litum hennar, þótt hún sé frá stund til stundar engu lík nema sjálfri sér; það eru engin form, sem stinga í stúf við önnur, þó að fjöl- breytnin sé óendanleg — nema sólin, hún er stundum skellibjartari en svo, að falli saman við þýðan ávala skýjabakk- anna. Ekki einu sinni, þótt hann fari að með stormi. Reykjavík er engin skýjaborg. En hún á það sameiginlegt með himinhvolfinu, að þar er enginn fastur punktur. Og þó hef ég fundið einn. Það er vitinn í Reykjavíkurhöfn örfiriseyjarmegin. í góðu veðri er auðfarið eftir garðinum út í þennan vita. En ella brýtur yfir hann brim. Og umhverfis vitann, sem er lít- ill og gulur, er hringlaga steinsylla, þar sem hægt er að dvelja tímunum saman og horfa á himininn og borgina. Reykjavík hefur fram yfir margar aðrar borgir sýnilegt náttúrlegt um- hverfi. Nánast hvar sem er í borginni er óbrotin sjónlina til fjalla. Þessi fjalla- sýn mun haldast að verulegu leyti órof- in, hversu mjög sem borgin á eftir að stækka. Þannig eru íbúar þessarar borg- ar aðnjótandi ósnortinnar umgerðar og náttúrlegrar fjarvíddar. ísland er borgríki. Rúmur helmingur íbúanna býr á svæði, sem úr lofti séð virðist borg með úthverfum sínum. Borg- Þorsteinn Antonsson: BORGRÍKI I BORGIR arsvæðið er, miðað við önnur, hreinasta ævintýri: haf jaðrað sæg fjalla, sjálf- stæðum í sérkennileik sínum, heiðar inn til landsins með spurningu bak við hvern hnjúk. Skortur náttúrlegra tengsla hvílir þrúgandi á íbúum stórborga yfirleitt. Þeir eygja ekki smugu út úr samlífs- hjúpnum: borgin teygir sig á alla vegu óendanleg að því er virðist, sveitin löngu skákuð niður í ræktarreiti og afluktar séreignir, en himinninn uppi yfir mistr- aður af reyk bíla og verksmiðja. Upplausn borgarkjarnans í smærri og dreifðari miðstöðvar hefur gert lífsað- stöðu íbúa stórborga nú enn sundraðri en fyrr var. Sú kvika, sem daglegt líf er honum, hefur að afleiðingu löngun hans eftir föstum punkti. Þörfin fyrir slíka viðmiðun vex með útþenslu borgar, með því að frumlæg reynsla borgarbú- ans mengast sífellt meir af túlkun, hátt- erni, smíð hinna; eirðarleysi í hátterni hans vex, en jafnframt viðleitni til ópersónulegrar framkomu, sem hvort tveggja eykur á öryggisleysi annarra. Um víxlverkun er að ræða. Hvað er borg? Borg er samfella tækja. Til þess að um borg geti verið að ræða verður fjöldi manna að vera yfir ákveðnu lágmarki og afstaðan milli þessara manna að vera innan vissra marka, enn- fremur að þeir starfi að sameiginlegum hagsmunamálum og íverustaðir þeirra falli undir sameiginlegt skipulag. Þétt- býlið gerir að verkum, að þau tæki, sem mönnum eru nauðsynleg til lífsafkomu, verða fullkomnari og sérhæfðari, og ný tæki verða til sem afleiðing sjálfs þétt- býlisins. Fjölskyldur eru hinir lífrænu kjarnar borga; einstaklingurinn hefur að tilgangi samlif við fjölskyldu sína, og hann beit- ir þeim tækjum, sem honum eru að- gengileg, henni til eflingar. Borgarlíf hefur sem lífræn heild til að bera eiginleika, sem enginn einn ein- stakur innan þess hefur: sjálf aðstaða einstaklingsins getur af sér aðra, sem hver einstakur er ofurseldur. Nú er ein- staklingurinn ofurseldur lögmálum eftir- hermunnar á sama hátt og hann var áður ofurseldur lögmálum hins náttúr- lega umhverfis. Lítið dæmi þessa eru viðbrögð manna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.