Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 50

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 50
hendir skónum sínum inn í vélasam- stæðuna. Hið opinbera hlýtur að færa áherzl- una með meðvituöum og valdbundnum hætti frá framleiðniöfgunum yfir á fé- lagslegri sjónarmið og leggja sálræna heilsu manna til grundvallar því, sem krefjast megi af þeim, í stað þess að ofurselja hana andlegu stjórnleysi. Byggðakjarnar eiga að vera heilsulindir einstaklinga, ekki þrælakistur. Þetta amöbueðli stórborga virðist í fljótu bragði liggja órafjarri, þegar hugs- að er um Reykjavík. En sömu hreyfi- angarnir eru hér að verki; hagnaðar- vonin, neyzluöfgarnar, og kynt er und- ir framleiðnihugsjóninni, ekki með vax- andi tortryggni eins og meðal reyndari þjóða, heldur með rómantík og óvita- skap að hætti frumstæðinga og hung- urþjakaðra vesalinga meðal þróunar- þjóða. Hér kemur enn fram sú undar- lega staðreynd, að landið sjálft veitir þjóðinni aðhald. Einangrun hefur gert það að verkum, að hugarstefnur, sem aðrar þjóðir hafa risið og fallið með, hafa ekki náð tökum á þjóðinni. Tíminn hefur síað burt hljómið úr nýjungum, áður en þær hafa skotið rótum hér; þjóðin hefur ekki þurft að hafa fyrir því sjálf. Þessi mikilleiki landsins, þessi óendanleiki í hverri smæð, hverri grjóturð, hverjum firði, hefur ver- ið hin sífellda truflun, sem þjóðin hefur búið við ■— sambærileg hávaðanum á skemmtistað og neyzlufreistingunum, þótt hún verki í gagnstæða átt —* hún hefur agað landsmenn til fylgis við sig á sama hátt og framangreind öfl gera nú. Þessi rammi þjóðlífsins er ólíkur þeim, sem flestar aðrar Vesturlandaþjóð- ir hafa dafnað innan, en hann er að sama skapi líkur þeirri umgjörð sem framvinda sjálfrar mannkynssögunnar hefur orðið innan: hann ber vott um einangrun og órafjarlægðir, hann er hlutlaus og óskyldur öllum hugmyndum um miskunn eða miskunnarleysi, tiginn og stundum fagur. Þjóðin hefur frá upp- hafi búið við kjarnann úr allri lífsspeki og þar af leiðandi hefur hún ekki mótað sér neina lífsspeki sjálf. Nú er hinn félagslegi hjúpur á Vestur- löndum víðast hvar orðinn svo þykkur, að hin náttúrlegu lögmál (afstaðan maður/náttúra) hafa yfirfærzt á hann. Lengur eru hin leiðandi öfl innan sam- félagsins ekki einstakir menn, sem tjái frumlæga reynslu sína af náttúrlegu umhverfi, heldur verður framvindan fyrir víxlverkun milli einstaklinga og með dulvituðum hætti. Þessi mannheim- ur keppir við hinn. (Félagsvísindi, til dæmis, kalla venjur lögmál). Og hann hefur fullkomna aðstöðu til að útrýma hinum beinlínis, en einnig starfrænt: veðurstjórn er fyrirsjáanleg, stjórnun á hátterni dýra og manna með hagræð- ingu erfða og samkvæmt niðurstöðum atferlisrannsókna, útþurrkun náttúrlegs landslags verður lífsnauðsyn þegar fram í sækir vegna fólksfjölgunarinnar; og hafið er mengað og auðlindir þess rýrðar. Þótt ekki sé leitað svo langt að spyrja, hvað um íslendinga verði í þessari fram- vindu, stendur hitt þó nærri, að sam- félagshjúpar, sem ganga fyrir náttúru- lögmálum, eiga auðveldara en nokkur önnur öfl með að hrifsa til sín þjóð, sem mótuð er að samlífi við náttúruna, og samlaga hana svo kerfismynd sinni, að ófrágreinanleg verði. Hin náttúrlega sér- staða íslendinga, sem gert hefur það að verkum, að hvorki kommúnismi né kristni hafa náð að setja á þá veruleg mörk, né að guðsækin þjóðfélög fyrri tíma næðu að hrifsa til sín andlegt sjálfsforræði þeirra, hún gerir þá hins vegar þeim mun veikari fyrir lögmálum amöburíkisins. II. Nú eru allir menn um gjörvalla heims- byggðina tengdir örlagaböndum. Og þau öfl, sem ógna lífi þeirra, eru ekki fyrst og fremst gjöreyðingarvopn, heldur lífsmagn sjálfrar tegundarinnar. Um of- fjölgun mannkynsins segir Heinig von Foerster eftirfarandi (Summary of Re- port on Population Growth, 1962): „Fjölgun er sögð ójafnvæg, ef fjöldi eininga vex á ákveðinni stund yfir öll mörk. Dæmi þessa er, ef einingarnar geta myndað samband innbyrðis, það er að segja ef tvær einingar geta áorkað meiru sameiginlega en þær fengju nokkru sinni áorkað hvor fyrir sig. Sett fram af stærðfræðilegri nákvæmni verður slík jafnvægislaus fjölgun sam- kvæmt formúlunni; k N = K/ t þar sem N táknar fjölda eininganna á hverri stundu, K og k eru fastastærðir, sérkennandi fyrir þá tegund, sem er til athugunar, og t er talning í árum að tímanum O, þeirri stund ójafnvægis, þeg- ar fjölgunin tortímist með offjölgun (N — x). Maðurinn, sem hefur hæfileika til sam- skipta, er ljóslega í flokki þeirra ein- inga, sem mynda innbyrðis samband, og þar af leiðandi verður fólksfjölgunin samkvæmt framangreindri formúlu. Ef notaðar eru nokkurn veginn traustar líkingatölur yfir íbúa veraldarinnar síð- astliðnar tiu árþúsundir, verður útkom- an fyrir fastastærðirnar K = 180 millj- arðar, k = 0,98 og tíminn O árið 2027 e. Kr. Með öðrum orðum, það er innan 65 ára eða í næstu kynslóð, sem aðstæðum manna, eins og við þekkjum þær nú, er ógnað með útrýmingu." Tveir möguleikar eru fyrir hendi, sem bægt geti frá þessu skapadægri að fullu eða slegið því á frest: annar að stór- felld styrjöld verði eða plága, hinn að takist með getnaðarvörnum að ná mann- fjölguninni undir stjórn. Á síðarnefnda atriðinu eru litlar líkur. Meðal þeirra þjóða, þar sem er mest þörf hamla á getnaði, yrði þeim komið á með nýjum félagslegum venjum, m. ö. o. menntun þyrfti að verða almenn og sjónannið að breytast. Slíkt enduruppeldi tekur langan tíma (Indverjar). Kínverjar eru lokuð heild og varla nokkrar líkur á að þeir tækju sönsum í þessu efni. Auk þessa er gegn mjög sterkum andbyr að sækja, þar sem allar þjóðir veraldar utan Vesturlanda keppa að því framleiðslu- stigi, sem þau hafa náð, en líkur á að enduruppeldi fólksins með tilliti til getn- aðarvarna og því um líks falli í skugg- ann af svo stórfelldri viðleitni. Hvað Vesturlöndum sjálfum viðvíkur er and- staða kaþólsku kirkjunnar gegn notkun getnaðarvarna („pillunnar") næstum óyfirstíganleg hindrun (sjá þeir nú fyrir sinn langþráða heimsendi?) Stórfelld plága er ólíkleiki, ef önnur mikilvirk röskun hefur ekki komið á undan. Heimsstyrjöld er líklegust, eða styrjöld stórfelldari en hinar hafa verið. Við núverandi aðstæður er stórstyrjöld líkleg. Og þegar offjölgun er orðin á landsvæði voldugs aðila, er bein afleið- ing að hann sæki á hendur annarra eftir landi. Ennfremur leiðir offjölgun til röskunar skipulags og getur þannig orð- ið á kostnað hygginda valdhafa og þegna og leitt til glapræðisverka. Sam- kvæmt þessu er næsia líklegt, að á næstu 59 árum verði háð styrjöld mannskæðari öðrum í sögunni, en ef svo verður ekki, að við lok þessa tímabils verði úrkynj- un, stjórnleysi og dýrska hið ráðandi afl í heiminum. Á íslandi er mannfjölgun knýjandi þörf. Aðstaða þessarar þjóðar er gjör- samlega andstæð hinum stefnumótandi öflum veraldarinnar nú. Hún mun aldrei ógna neinum með vopnavaldi; hvert barn, sem fæðist meðal hennar, er hnoss, sem öll þjóðin fagnar; og vald einhvers páfa úti í heimi er henni framandi og skringilegt fyrirbæri (hvort sem hann situr í Vatíkani, Washington, Moskvu eða Peking). Það er talað um að íslendingar séu smáir. En er smæð þeirra gagnvart stór- þjóðum meiri en smæð stórþjóðanna gagnvart sjálfum sér? Eða er smæð þess- arar þjóðar gagnvart allri veröldinni meiri en smæð mannkyns gagnvart ör- lögum sínum? Er ekki auðlegð þessarar þjóðar einmitt meiri en Bandaríkja- manna eða Kínverja, jafnvel beggja þessara stórvelda til samans, sem fjötr- uð eru af sínu eigin valdi, svo að þau ná ekki að hræra sig nema á einn veg? Að eiga landrými, kreddulaust fólk, þjóðlíf sem hefur hæfileika til að dafna um ókomnar aldir? Og það sem meira er: Tign mannsins hefur jafnan borið hæst, þegar hann hefur att kappi við örlög sín. Mannkyn- ið sjálft virðist handlanga niðurstöður sínar milli kynslóða í blóra við mannlega aðstöðu. Það er ekkert nýtt, að spáð sé heimsendi, þótt hann hafi að vísu ekki fyrr verið sannaður með stærðfræðifor- múlu. Vegna þessa eiga íslendingar þann kost að standa gegn ásælnum öflum stórþjóða, líkt og þeir hafa fram til þessa barizt við náttúruöfl. En andstætt þeirri baráttu — ef framangreindar nið- urstöður eru réttar — er nú ekki barizt fyrir framtíðarsýn, heldur liggur sigur- inn í hverju augnabliki. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.