Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 52
Sigurður A. Magnússon: „Veröldinni er í stórum dráttum stjórnað af mönnum sem eru ekki í neinum tengslum við heim æskunnar." Þessi setning er tekin úr yfirlýsingu til ungs fólks um allan heim frá Alheimsráðstefnu æskufólks, sem haldin var í Róm í lok nóvember 1965 (sjá 7. hefti Samvinnunnar 1967). Yfirlýs- ingin hefur á liðnum þremur árum verið áréttuð víða um heim með áþreifanlegri og afdrifaríkari hætti en flesta mun hafa órað fyrir. Óánægja æskufólks með þá veröld hungurs, misréttis, múgmorða og annarra glæpaverka, sem eldri kynslóðin hefur fært því í arf, hefur brotizt út í allsherjaruppreisn hvarvetna um heimsbyggðina. Uppreisnin hefur víða leitt til blóðugra og jafnvel banvænna átaka við þá „verði laga og réttar“ sem eru skuldbundnir til að verja ríkjandi valdakerfi gegn réttlætis- kröfum heilbrigðrar æsku með kylfum, gasi, skotvopnum og fangabúðum (austan járntjalds).En engar horfur eru á, að upp- reisnin verði kæfð eða brotin á bak aftur með örþrifaráðum hræddra og spilltra valdamanna. Æskulýður heimsins hefur vaknað sem aldrei fyrr í sögunni og mun ekki láta staðar numið fyrr en bundinn er endi á misrétti, arðrán, hungur og morðæði, og lögð hefur verið að velli ófreskja stríðsgróðans sem rakar saman tugmilljörðum króna vikulega á blóði varnarlausra borg- ara sem ýmist eru sendir nauðugir útá vígvellina eða strádrepnir með háþróuðum morðtólum stórveldanna. Uppreisn æskunnar hefur samt ekki alstaðar birzt í blóðugum átökum. Hún hefur til dæmis hér á landi, þar sem blóðhiti er minni og ásjóna hernaðarófreskjunnar fjarlægari en víða ann- arstaðar, birzt á fremur hljóðlátan hátt. En afstaða vakandi ungmenna hérlendis fer alls ekki milli mála. Hún kom fram í kurteislegri mótmælagöngu skólanemenda úr Kópavogi á liðnum vetri. Hún kom fram á árshátíð Menntaskólans við Hamrahlíð í fyrravetur þar sem meginhluti kvöldsins var helgaður kröft- ugri og vægðarlausri ádeilu á stríð. Hún kom fram í hinum almennu mótmælum vegna árásar Sovétríkjanna á Tékkósló- vakíu í ágúst. Hún kom fram í mótmælum æskufólks í byrjun október fyrir utan skrifstofu austurþýzka verzlunarfulltrúans vegna árásarinnar á Tékkóslóvakíu og tveim dögum síðar fyrir utan Hótel Sögu bar sem íslenzk-ameríska félagið efndi til hófs, og var þeim mótmælum stefnt gegn þjóðarmorðinu í Víetnam. En kannski birtist hugur íslenzkra æskumanna með skýrust- um og eftirminnilegustum hætti í forsetakosningunum 30. júni, þegar íslenzka valdakerfinu var sagt stríð á hendur og einingar- tákn þjóðarinnar valið úr röðum þjóðhollra og árvökulla menntamanna. Umræðurnar sem síðan hafa átt sér stað í æsku- lýðssamtökum stjórnmálaflokkanna, dagblöðum, sjónvarpi og hljóðvarpi og víða annarstaðar bera því órækt vitni að íslenzkur æskulýður hefur vaknað til vitundar um hlutverk sitt og kvatt sér hljóðs, svo mark verði á tekið. Hér skal ekki freistað að rekja það sem fram hefur komið í umræðum um þessi mál undanfarna mánuði, enda mun flest af því kunnugt þorra landsmanna. Hitt kynni að vera ómaksins vert að reyna að gera sér einhverja grein fyrir, afhverju óánægja íslenzkrar æsku stafar fyrst og fremst. Það væri hlálegur mis- gáningur að afgreiða málið með þeirri einföldu skýringu, að unga fólkið sé einungis óánægt með að fá ekki stærri part af köku stjórnmálavafsturs og valdaaðstöðu í landinu. Að sjálfsögðu segir slík óánægja til sín hjá einstökum mönnum og þá einkum þeim léttadrengjum stjórnmálaflokkanna sem telja sig vera afskipta eftir margra ára snatt í þágu leiðtoganna. Það kom til dæmis flatt uppá mig, að þeir leiðtogar Sambands ungra sjálfstæðismanna, sem þar hafa verið í fyrirsvari um langt ára- bil, skuli alltíeinu koma fram með svo róttækar umbótatillögur, að jafnvel Æskulýðsfylkingin má taka á honum stóra sínum til að gera betur! Hvað hafa þessir leiðtogar verið að hugsa undanfarinn áratug? Ekki minnist ég að hafa fengið frá þeim stuðning eða hvatningu þegar ég stóð í vikulegu stríði við yfir- boðara mína á Morgunblaðinu vegna rabbdálka í Lesbókinni, en þar varpaði ég fram mörgum þeim hugmyndum sem þeir boða nú af ofurkappi trúskiptinga (t. d. um að draga fjármála- valdið úr höndum stjórnmálamanna og banna kosningu þing- manna í yfirstjórnir ýmissa menningarstofnana, atvinnufyrir- tækja og sjóða sem Alþingi kýs). Standi ungir sjálfstæðismenn heilir og einlægir að þessum tillögum, ber sannarlega að fagna nýrri öld í þeim herbúðum. Stríðinu á Morgunblaðinu lauk hins- vegar með því að ég var beðinn að hætta að skrifa rabbdálkana. Nei, orsakir óánægjunnar hjá ungu kynslóðinni liggja miklu dýpra en brostnar vonir framgjarnra ungpólitíkusa sem nú sjá sér leik á borði að hefna ófaranna og ýta gömlu leiðtogunum til hliðar. Þessar orsakir eru í stórum dráttum einkum tvíþættar, þó þættirnir séu vitanlega víða samofnir. Annarsvegar hefur ungt fólk á íslandi komizt í nánari snert- ingu við umheiminn en nokkru sinni fyrr, og er sú þróun ákaf- lega afdrifarík. Þráttfyrir ófullkominn og oft fáránlega hlut- drægan fréttaflutning sjónvarpsins ■— einkum að því er várðar Víetnam — hefur undratækni þessa nýja fjölmiðils bókstaflega flutt gervalla heimsbyggðina inná stofugólf sérhverrar fjöl- skyldu. Aldrei fyrr hafa íslendingar orðið sér jafnáþreifanlega meðvitandi um ógnir og óréttlæti heimsins sem við byggjum. Svívirðan í Bíafra, vélvædd tortímingartæknin í Víetnam, kúg- unin í Grikklandi og Tékkóslóvakíu, blóðug átökin við austan- vert Miðjarðarhaf, herforingjabyltingarnar í Suður-Ameríku, kynþáttamisréttið og ólgan í Bandaríkjunum, eymdin og von- leysið í vanþróuðu löndunum — allt þetta og ótal margt fleira verður okkur svo nákomið fyrir tilverknað fréttakvikmynda sem við sjáum heima hjá okkur flest kvöld vikunnar, að það gæti eins verið að gerast fyrir utan gluggann hjá okkur. Þessi skyndilega og nærgöngula návist heimsbyggðarinnar með öllum sínum hörmungum hlýtur að móta öll viðhorf okkar bæði til alþjóðamála og innanlandsmála. Við gerum okkur nú ljósari grein fyrir stöðu fslands í heiminum og því hlutverki sem ís- lendingar gætu og ættu að gegna á alþjóðavettvangi. Við verð- um fyrir bragðið í senn alþjóðlegri og þjóðlegri í hugsunarhætti og viðbrögðum en feður okkar voru. Áhrif sjónvarpsins á viðhorf landsmanna hafa ekki verið könnuð af sérfróðum mönnum svo neinu nemi, þannig að þessar vangaveltur eru vitaskuld meiri og minni getgátur, en mér virðist liggja ljóst fyrir, að með tilkomu sjónvarpsins sé allur þankagangur og jafnvel tilfinn- ingalíf íslendinga að breytast — og alls ekki í þá átt sem hér- lendir forkólfar sjónvarps kunna að hafa gert sér vonir um í öndverðu. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.