Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 54
Meö Kúrdum á nýjan leik III. Erlendur Haraldsson: Ofsótt þjóö sem enginn þorir aö hjálpa „Leysið upp Pesh-Merga, hinar vopn- uðu sveitir ykkar, og afhendið vopnin. Þá getum við byrjað að semja.“ Um miðjan desember kom þetta svar frá Bagdað við samningstillögum þeim, sem kúrdíska landsþingið hafði sent íraksstjórn í októ- ber 1964. Barzani hafði haft rétt að mæla. Frá Bagdað var einskis að vænta. Þau orð hans, að brátt myndi aftur koma til stríðs, reyndust einnig rétt. Vorið eftir að ég yfirgaf Kúrdistan, sendi Abdul Salam Aref íraksforseti hermenn sína og skrið- dreka að nýju upp í Kúrdistan. Og í þriðja sinn var byggð — það litla sem enn stóð uppi eða hafði verið endur- byggt — lögð í rúst með loftárásum og tugir þúsunda manna voru flæmdir frá heimkynnum sínum. Sem áður voru loft- árásirnar tíðast hernaðarlega þýðingar- lausar. Hér var ekki verið að sprengja í loft upp eða brenna hernaðarlega þýð- ingarmikil mannvirki eða flutningaleiðir. Hvorugt var að finna í landinu. Sem áður voru líka fáir til frásagnar út á við. Blaðamenn þá, er heimsóttu landið á því ári, sem þessi þriðja hríð gegn írakska Kúrdistan stóð yfir, mátti auðveldlega telja á fingrum sér. íraksher taldi um 60 þúsundir manna, var búinn á annað hundrað flugvélum, aðallega rússneskum MIG-herflugvélum, auk fjölda skriðdreka og annarra nú- tímavopna. Ekki tókst þó nú fremur en í hin tvö fyrri skiptin að hrekja Kúrda úr fjöllum sínum svo að neinu næmi, þótt ekki hefðu þeir önnur vopn en riffla og einstaka sprengjuvörpur. Skotfæri voru af svo skornum skammti, að skipun Barz- anis var: aðeins sjö kúlur fyrir hvern falhnn óvin. f nútímastríði er reiknað með tveim til þrem hundruðum. Synir eyðimerkurinnar, sem otað var út í þetta stríð af herforingjunum í Bagdað, voru áhugalitlir um framgang þess eins og al- menningur yfirleitt í írak. Er kom upp í Kúrdísk flóttakona með son sinn. dali og gil fjalllendisins, tóku Kúrdar sem áður þunga tolla af herdeildunum og birgðu sig upp af vopnum og skotfær- um, sem alltaf voru af skornum skammti. „A remarkable army“ (frábær her), skrifaði William Carter blaðamaður frá bandaríska ritinu Life um her Kúrda, er hann heimsótti Kúrdistan þetta sumar. í byrjun vors 1966 samdi írakska her- ráðið nýja áætlun um að uppræta mót- spyrnu fjallabúanna. Fjöldi nýliða var kallaður í herinn. Samkvæmt hinni nýju áætlun skyldu reknir þrír fleygar allt til landamæra írans gegnum hið langa en fremur mjóa landsvæði uppreisnar- manna. Áætlunin var nefnd „Undir vernd Allah“ (Tavakaltu ala Allah) og átti að hefjast 15. apríl. Nú skyldi „stigamönn- unum í norðri“ útrýmt í eitt skipti fyrir öll. Daginn áður en herferðin átti að hefj- ast, fórst Aref í flugslysi, sem aldrei var upplýst. Skömmu áður hafði hann slopp- ið undan tveim banatilræðum arabískra landa sinna. Bróðir Arefs og þáverandi yfirhershöfðingi hersins, Abdul Rahman Aref, sem um þessar mundir var staddur í Moskvu til viðræðna um frekari vopna- kaup, hélt samstundis heim til Bagdað. Eftir stutta valdabaráttu tók hann við stöðu síns látna bróður. Hernaðaraðgerðum var hætt, og Barz- ani bauð samningsumræður. Frá Bagdað komu þokukenndar tillögur um sterkari héraðsstjórnir fyrir allt landið, en ekki kom til alvarlegra samningsumræðna. í byrjun maí, er hin nýja ríkisstjórn var orðin nokkurn veginn föst í sessi inn- an hersins, ákvað hún að framkvæma árás þá, sem áætluð hafði verið 15. apríl. Nú sem fyrr fór öðruvísi en ætlað var, og vernd Allah reyndist víðs fjarri. Aðal- áherzla var lögð á að ná veginum frá Ravandús, sem liggur um hrikalegt landslag til írans, og kljúfa þannig írakska Kúrdistan í miðju. Þetta mis- tókst, þótt beitt væri miklum liðsafla. Arabar misstu á örfáum dögum yfir 2000 hermenn, fjöldi var handtekinn, afgang- urinn hljóp heim í rammgert virkið fyrir ofan bæinn Ravandús. Á öðrum vigstöðv- um varð árangurinn litlu betri. Að þrem- ur vikum liðnum leitaði Aref annar hóf- anna um vopnahlé. Bassas, sem var forsætisráðherra íraks um þessar mundir, lagði þann 29. júní fram í útvarpi tólf liða stefnuskrá, sem skyldi að sögn hans leysa deiluna milli Kúrda og íraksstjórnar, sem hafði und- anfarnar vikur kostað þúsundir manns- lífa. Þar lofaði hann: 1) að kúrdískt þjóðerni skuli viðurkennt í stjórnarskránni; 2) að við fyrirhugaða dreifingu sveitar- og bæjarstjórnarvalds skuli tekið sérstakt tillit til hinna kúrdísku íbúa landsins; 3) að kúrdískri tungu verði veitt fuli viðurkenning innan íraks; 4) að efnt verði til almennra þingkosn- inga á yfirstandandi ári; 5) að Kúrdum verði leyft að sinna öllum embættum og opinberum störfum í samræmi við fjölda þeirra meðal íröksku þjóðarinnar; 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.