Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 55

Samvinnan - 01.12.1968, Blaðsíða 55
varð fljótt útbreiddasta dagblað landsins, því að það var eina blaðið, sem gat stund- um leyft sér að segja lesendum sínum sannleikann um ástand ýmissa innan- landsmála. Það leyfði sér stundum að virða ritskoðunina að vettugi og hætti þannig á að það yrði bannað, sem tvisv- ar hefur verið gert. Þrátt fyrir stofnun sérstaks ráðuneytis til uppbyggingar „Norðurlandsins" hefur enn ekki verið eytt einum einasta dínar í þessu skyni. íbúar brenndra þorpa út- fylltu fjölda eyðublaða, en lengra hefur málið aldrei komizt. Kosningar hafa ekki farið fram til þessa dags, og enginn býst við þeim á næstunni. Kosningar hafa ekki farið fram síðan „heimsvaldasinnar og nýlendusinnar“ réðu írak, þ. e. a. s. ekki síðan á dögum konungdæmisins. Er ár var liðið frá því að Bassas birti íbúum íraks loforð sín til Kúrda, minntu þeir hann í blaði sínu á 12-liða stefnu- skrána. Ríkisstjórnin þagði, en Bassas, sem þá hafði fyrir nokkru látið af emb- ætti forsætisráðherra, svaraði í blaða- grein, þar sem hann kvað nú loforð sín ekki hafa verið annað en stefnuyfirlýs- ingu stjórnar sinnar, sem núverandi stjórn gæti ekki talizt ábyrg fyrir og því ekki verið bundin af. Margur kann að spyrja, hvers vegna íraksstjórn vilji ekki leysa deilu þessa, sem auðvelt væri, ef vilji væri fyrir hendi, því að í reynd biðja Kúrdar ekki um ann- að en að fá það, sem þeim hefur hvað eftir annað verið lofað allt frá því er írak var stofnað og meira að segja fyrir stofn- un þess. Orsakirnar eru ýmsar. Stjórnin í frak er einræðisstjórn, stjórn yfirmanna hersins. (í nýbirtum fjárlögum íraks er 40% ríkistekna veitt til hersins og 7% veitt til lögreglu og leyniþjónustu). Það kemur því ekki til greina að veita neinum hluta landsins lýðræðisleg réttindi. Þá er herforingjunum það metnaðarmál, að írak sé og verði aðeins arabískt land. Margir þeirra líta þegar orðið á Kúrdist- an sem nokkurs konar annað ísrael. í þriðja lagi óttast þeir, að Kúrdar slíti sig algerlega úr tengslum við írak, veiti þeir þeim einhverja sjálfstjórn, og þá væri hugsanlegt, að landið missti hluta af olíulindum sínum, sem liggja að þrem fjórðu í kúrdíska hlutanum. Olíusvæðið hefur þó alla tíð verið á valdi írakshers, og gjörbreyting yrði að verða á allri að- stöðu Kúrda, ætti þessi þriðji möguleiki að geta orðið að veruleika. Frá hendi Kúrda hafa samningar venjulega strandað á þeirri kröfu Bag- daðs, að þeir leysi fyrst upp her sinn. Það telja þeir ganga sjálfsmorði næst. Nóg er til af samningum og loforðum, sem aldrei hafa verið efnd. Þá eru stjórnarbyltingar ekkert nýmæli í írak, og nýjar stjórnir telja sig venjulega ábyrgðarlausar af skuldbindingum fyrri stjórna. Hinir arabísku herforingjar virða ekki annað en valdið og myndu uppræta kúrdíska sjálfstjórnarhreyfingu hvenær sem þeir hefðu bolmagn til þess. Kröfum Kúrda um alþjóðlegan sáttasemjara, með ábyrgð annarra þjóða á framkvæmd samninga eða návist erlendra fulltrúa við samn- inga, hafa þeir vísað algerlega á bug. Landslag i Kúrdistan og ibúðarhús fremst á myndinni. 6) að Kúrdar verði teknir í herforingja- ráðið, þeim veittir auknir styrkir til framhaldsnáms og lögð verði meiri áherzla en áður á eflingu kúrdískra fræða við háskólann í Bagdað; 7) að embættismenn kúrdískra héraða verði Kúrdar; 8) að ríkisstj órnin leyfi Kúrdum hvers konar starfsemi, sem nauðsynleg er til frjáls þingræðis, þar á meðal út- gáfu dagblaða; 9) að framkvæmd verði almenn sakar- uppgjöf. Kúrdískir embættismenn og verkamenn eigi heimtingu á fyrri störfum sínum hjá opinberum stofn- unum; 10) að stofnað skuli ráðuneyti til að byggja upp „Norðurlandið", og því skuli veitt fé það, sem ætlað var til áframhaldandi stríðsútgj alda; 11) að íraksstjórn muni stuðla að því eftir megni, að flóttamenn komist til fyrri heimkynna sinna; 12) þá krafðist Bassas þess, að fyrrver- andi kúrdískir hermenn í íraksher, sem gengið hefðu í lið með uppreisn- armönnum, sneru til fyrri sveita sinna innan tveggja mánaða og hefðu vopn sín með sér. Leiðtogar Kúrda lýstu yfir samþykki sínu við þessar tillögur og kváðust fúsir til samstarfs við framkvæmd þeirra. Borið var um allan heim, að vandamál Kúrda í írak hefði verið leyst (sjá t. d. Morgunblaðið 30. 6. 1966: „Sættir takast með Kúrdum og fraksstjórn"). Enginn þessara liða var nokkru sinni framkvæmdur. Kúrdar fengu að vísu tvo ráðherra í ríkisstjórninni, en það voru þýðingarlítil embætti, sem veittu Kúrd- um engin ný réttindi. Það eina sem þeir fengu var að gefa út dagblað í Bagdað, sem kom bæði út á arabísku og kúrdísku, en varð tíðast að sætta sig við venjulega ritskoðun. Blað þetta, „A1 Taatsji“ á arab- ísku, „Brajeti" (Bræðralagið) á kúrdísku, Stjórn Baþista i frak skömmu eftir valdatöku Abdels Salams Arefs, sem er annar frá hœgri á myndinni. 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.